Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1994, Blaðsíða 9

Skátablaðið - 01.04.1994, Blaðsíða 9
skáta IMjótsvatni Sumarbúðir skáta að Úlfljótsvatni hafa fyrir löngu fengið orð á sig fyrir að vera vel reknar og uppbyggjandi sumarbúðir fyrir börn á aldrinum 8-12 ára enda fljótt fullbókað í öll námskeið. Aðstaða er öll hin besta enda aðsetur foringjaþjálfunar fslenskra skátaforingja. Nú er hafin innritun í sumarbúðirnar og er innritað í Skátahúsinu, Snorrabraut, 60 Rvk. alla virka daga milli kl. 10 og 14. Símar 91-621390 og 91 -15484. Sumarbúðirnar eru ætlaðar fyrir 8-12 ára gömul börn og þar fá þau tækifæri á að upplifa ýmsa hluti, reyna margt og síðast en ekki síst að eiga skemmtilegar stundir í góðum hópi. I sumarbúðunum öðlast þau mikilvæga reynslu: * Þau komast í snertingu við náttúruna * Þau eignastfélaga úrfjölbreyttum hópi * Þau taka þátt íþroskandi starfi í starfi og leik. Sumarbúðirnar eru reknar sem stórt heimili og þar læra börnin að: * Taka tillit hvert til annars * Njóta sín sem einstaklingar * Gangast undir sameiginlegar reglur. FRÍAR HEIMSENDINGAR ALLAN SÓLARHRINGINN 7 DAGA VIKUNNAR PÖNTUNARSÍMI 679333 PIZZAHÚSIÐ Grensásvegi 11 — þjónar þér allan sólarhringinn Dvalartími: 3. júlí - 9. júní 10. júní - 16. júní 20. júní - 26. júní (þar af 4 dagar á skátamóti) 29. júní - 5. júlí 6. júlí - 12. júlí 18. júlí - 27. júlí 3. ágúst - 9. ágúst 10. ágúst - 16. ágúst □ 1. námskeið: □ 2. námskeið: □ 3. námskeið: □ 4. námskeið: □ 5. námskeið: □ 6. námskeið: □ 7. námskeið: □ 8. námskeið: Dvalargjald er 14.000 kr. fyrir 6 daga námskeið og 21.000 kr. fyrir 10 daga námskeið. Staðfestingargjalderkr. 3.000 og er óendurkræft. Systkinaafsláttur er 10%. Hægt er að greiða með greiðslukorti og gíróseðli. Forstöðumaður Sumarbúða skáta 1994 er Laufey Gissurardóttir. Skátablaðið §

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.