Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1994, Síða 31

Skátablaðið - 01.04.1994, Síða 31
Ur sögu skáta-hreyfmgarirmar framhald af síðu 29 Bandalag íslenskra skáta er stofnað af félögunum Væringjum og Örnum í Reykjavík og Birkibeinum á Eyrarbakka, sem hafa komið sér saman um stofnun slíks bandalags fyrir ísland. í fyrstu stjórn Bandalagsins sátu Axel V. T uliníus, skáta- höfðingi (formaður), Ársæll Gunnarsson fyrir Væringja og Henrik Thorarensen fyrir Erni. „Þessi verður stjórnin þar til á sameiginlegum fundi félaganna í banda- laginu og skal sá fundur haldinn næsta vor í Reykjavík eftir nánari auglýsingu bandalagsstjórnarinnar. Á þeim fundi leggur stjórnin fram frumvarp til laga fyrirbandalagið. Áárunum 1925 og 1926 hélt stjórn Bandalagsins alls 6 fundi og kom þar m.a. til veikindi skátahöfðingja. Árið 1926 gengu skátafélögin í Hafnar- firði, Akranesi og Vestmannaeyjum í Bandalagið, en miklar deilur risu milli skátahöfðingj a og fory stumanna V æringj a í Reykjavík vegna stofnunar skátafélaga í Vestmannaeyjum og sóttu tvö félög úr Eyjum um inngöngu í Bandalagið árið 1926. Deilur þessar enduðu með því að formaður Bandalagsins sagði af sér á 6. fundi bandalagsstjórnarinnar l.júní 1926. Þegar svo var komið málum héldu skáta- félögin fund er nefndur var í fundargerð aðalfundur Skátasambands Islands og var hann haldin í Miðbæjarskólanum 25. júní 1926. Kaus fundurinn Axel V. Tuliníus formann bráðabirgðastjórnar sem falið var að semja lög fyrir Bandalag íslenskra skáta. Hafnaði Axel V. Tuliníus þessu í fyrstu en sættir tókust og tók hann við formennsku á ný 8. apríl 1927. Vann stjórninaðundirbúningifyrsta skátaþings. Hinn 17. júní 1927 var boðað til stofn- fundar Bandalags íslenskra skáta og sátu hann fulltrúar átta skátafélaga, Arna og Væringja í Reykjavík, Væringja Akra- nesi, Birkibeina Eyrarbakka og fulltrúi skáta á Akurey ri og frá Vestmannaeyj um. Þar segir í fundargerð að: „skátafélögin Ernirog Væringjarhafi kosið hr. Axel V. Tuliníus höfðingja sinn samkvæmt bréfi til hansdags. 4. apríl 1927 oghin skátafé- lögin samþykktu á þessum fundi kosningu hans svo hann verður þar með höfðingi allra íslenskra skáta.“ I þessari fundar- gerð er fyrst talað um skátahöfðingja, sem formann Bandalags íslenskra skáta. Skátahöfðingi A. V. Tuliníus varfundar- stjóri á fundinum og voru þar samþykkt fyrstu lög Bandalagsins. í aprílhefti Skátans 1927 ritar Henrik Thorarensen um stofnun Bandalagsins 6. júní 1925 og getur að nokkru þeirra deilna sem hér voru lítillega raktar. Segir hann þá allt starf Bandalagsins fallið í ljúfa löð og voru það orð að sönnu, því frá þeim tíma hefur starfsemi þess verið óslitin. Ekki er nýtt að menn velti fyrir sér hvort stofndagur Bandalags íslenskra skáta hafi verið 29. ágúst 1924, 6. júní 1925 eða 17. júní 1927, þegar stofnfundur Bandalagsins var haldinn og því sett lög. Eins og hér hefur verið frá greint fellur hvað að öðru, skátafélögin vildu látareyna á það hvort þau fengju inngöngu í al- þjóðabandalagið, líklega fyrstu félaga- samtökin í hinu nýfrjálsa íslenska konungsrílíi, sem hlutu viðurkenningu á alþjóðavettvangi. Ókunnar eru ástæður þess hve langur tími leið frá því að viðurkenningalþjóðabandalagsinsfékkst uns fyrsti fundur Bandalagsins var haldinn. Á skátaskírteinum frá þessum tíma stendur einfaldlega: Bandalag íslenskra skáta, viðurkennt af Alþjóða- bandalaginu í London, stofnað 1925. Þess vegna er full ástæða til að halda afmælis- hátíð Bandalags íslenskra skáta 6. júní 1995. Næst kynnumst við dálítið ylfingum og ljósálfum. j. W Skátalíf er útilíf Tjaldútilegan er hápunktur skátastarfsins Notum sumarið vel og förum með flokkinn eða sveitina í tjaldútilegu. gamli skátinn Skátablaðið

x

Skátablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.