Skátablaðið - 01.04.1994, Blaðsíða 19
fv/í>Te_
T\ÖW
np/ •
Tinti
Alþjóðastarf skáta-
hreyfingarinnar
Eitt af meginmarkmiðum Bandalags íslenskra skáta er
þátttaka í alþjóðastarfi skátahreyfingarinnar. Með þátt-
töku í slíku starfi gefst kostur á að kynnast skátum
hvaðanæva úr heiminum, skátum af mismunandi kyn-
þáttum, frá mismunandi löndum, með mismunandi
menningarbakgrunn og ekki síst, skátum með
mismunandi trúarbrögð.
Forsenda þess að menn geti lifað í sátt og
samlyndi er auðvitað sú að við höfum
þekkingu og skilningi á viðhorfum og lífs-
skoðunum fólks í öðrum löndum. Því hefur
skátahreyfingin frá upphafi lagt mikla
áherslu á öflugt alþjóðlegt starf. Alþjóðlegt
starf á vegum skátahreyfingarinnar er með
ýmsu móti. Má þar nefna námskeið, heim-
sóknir, bréfaskriftir og skátamót. A vegum
Bandalags íslenskra skáta starfar sérstakt
alþjóðaráð sem hefur með öll þess samskipti
að gera og aðstoðar íslenska skáta við að
komast í samband við félaga sína erlendis og
aðstoðar erlenda skáta við að kynnast
íslenskum ungmennum.
Alheimsmót
skáta
Hápunkturinn á ferli hvers skáta er að taka
þátt í alheimsmóti (Jamboree). í hreyfingu
sem telur ríflega 26.000.000 félaga getur
nærri að þeir eiga ekki gott með að koma
allir saman á einum stað. Því hefur verið
gripið til þess ráðs að takmarka fjölda frá
hverri þjóð og afmarka aldur þátttakenda.
Alheimsmótin eru fyrir skáta á aldrinum 14
til 18 ára (fæddir 1976-1982 að báðum árum
uieðtöldum) og eru haldin á fjögurra ára
Iresti. Eins og fyrr segir starfar skáta-
hreyfingin um allan heim og því skiptast
álfurnar á að fá alheimsmótin til sín. Langt
er um liðið síðan alheimsmót var haldið í
Evrópu en það var árið 1975. Síðan hafa
mótin verið langt í burtu frá okkur. Sem
dæmi má nefna að síðasta mót var
haldið í Kóreu og mótið þar á undan í
Ástralíu en íslenskir skátar létu það
reyndar ekki aftra sér og til Ástralíu
fóru ríflega eitt hundrað skátar frá Is-
landi.
Flevoland
Mótið verður að þessu sinni haldið í
Hollandi, nánar tiltekið á svæði sem
heitir Flevoland en það svæði er unnið
land og er rétt undir sjávarmáli en
svæðið var áður hafsbotn! Þetta svæði
hefur verið í uppbyggingu síðustu árin
og erhugmyndin að í framtíðinni þjóni
svæðið sem eitt allsherjar útivistar og
fjölskyldusvæði fyrir Hollendinga.
Mörg hundruð hollenskir skátar hafa
starfað að undirbúningi síðastliðin ár
og þessa mánuðina er verið að leggja
lokahönd á undirbúning. Þess má
reyndar geta að íslenskir skátar munu
vera á meðal starfsliðs mótsins.
Gert er ráð fyrir 30.000 skátum frá
meiraen 1 lOlöndumtilþátttöku. Ötul-
lega hefur verið unnið að kynningu hér
á landi og er það stefna stjórnar Banda-
lags íslenskra skáta að sem allra flestir
íslenskir skátar taki þátt.
Mótið verður haldið dagana 1.-11. ágúst.
Gert er ráð fyrir því að farið verði frá
íslandi 28. júlí og komið heim 16. ágúst.
Eins og sjá má á þessu er gert ráð fyrir
dvöl erlendis bæði fyrir og eftir mótið.
Gert er ráð fyrir að dvelja í heimagistingu
(Home-hospitality) hjá skátafjölskyldum
annað hvort fyrir eða eftir mót. Hvor
tímasetningin það verður ræðst nú á næstu
mánuðum en skátar í nærliggjandi löndum
hafa boðist til að annast um okkur þessa
daga. Þann hluta sem við verðum ekki hjá
tjölskyldum verður skipulagt stutt ferða-
lag fyrir íslenska hópinn.
Kostnaður
Ferðin kostar 108.000,- kr. fyrir
almenna þátttakendur (98.000,- kr. fyrir
vinnubúðir). Innifalið í því verði eru allar
ferðir, mótsgjald, uppihald í Hollandi,
kostnaður við fararstjórn, sameiginlegur
búnaður, einkenni og gjafir. Óafturkræft
tryggingargjald kr. 10.000,- greiðist 1.
maí 1994. Hver sveit mun standa fyrir
eigin fjáröflunum sem hugsanlega gæti
lækkað þennan kostnað eitthvað. Auk
þess mun stjórn BIS leitast við að beina
fjáröflunum til þátttakenda. Hvað vasa-
peninga varðar verða ekki settar neinar
reglur um slíkt. Það er hverjum í sjálfs-
vald sett hversu mikið verslað er í ferðinni
af minjagripum og öðru slíku. Hins vegar
framhald á síðu 22
30 þúsund
þátttakend
Skátablaðið