Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1994, Blaðsíða 29

Skátablaðið - 01.04.1994, Blaðsíða 29
Ur sögu skáta- hreyfingarinna r 3. þáttur - Hvenær eigum við afmæli? Oft er erfitt að útrýma missögnum og villum sem fram hafa komið um eitt og annað í sögunni. Ber helst til að villur komast á bækur, eða birtast í blöðum og sfðan tek- ur hver eftir öðrum. í þessu stutta greinarkorni verður farið úr einu í annað. Reynt verður eftir föngum að leið- fétta nokkrar missagnir og velta ofurlítið vöngum útafaf- mælum og merkisatburðum. Löngum hefur mátt lesa í greinum og frásögnum af fyrstu skátaútilegunni 1907 að hún haf verið haldin á Brownseaeyju í niynni Thamesár. Svo er ekki og kann að vera að takmörkuð kunnátta í landafræði Englands hafi að mestu ráðið um að mis- sögn þessi var ekki leiðrétt. Brownseaeyja Eggur undan strönd Dorseshire nærri Poole Harbour. Þarna fæddust fyrstu skátaflokkarnir fjórir, Spóar, Hrafnar, Skátafélag lslands. Vfkur þá sögunni heim til íslands. Var til skátafélag sem hét Skátafélag íslands? Ekki aldeilis, segja víst flestir — en viti menn. I Arbókum Reykjavíkur segir m.a. við árið 1912, stofnað Skátafélag íslands , formaður Sigurjón Pétursson. Við fyrstu sýn heldur lesandinn að þarna hafi höfundi Arbóka eitthvað orðið á og hér þurfi leiðréttingar við, þ ví að hér er átt við félag það sem jafnan hefur verið nefnt Skáta- félag Reykjavíkur hið eldra. Svo er þó ekki, sé betur að gáð, því varðveist hefur gjörðabók félagsins frá árinu 1914, og þar er að finna Lög Skátafélags íslands og er fyrsta gerð skátalaganna á íslensku meðal þeirra. Þar segir meðal annars: „Tillögur um reglur fyrir nýliða, 2. og 1. flokks skáta í Skátafélagi Islands. Skátanýliði: Sá sem œtlarað gjörast skáti verðurað vera á aldrinum 11-18 ára og á að geta leyst af liendi eftirfarandi próf áður en hann vinnur skátaeiðinn. 1. Hann á að þekkja skátalögin, merkin og kveðjurnar. 2. A að geta hnýtt þessa hnúta: Rif-, reipa-, hesta- og staurahnút (einfaldan og tvöfaldan), og hvern þeirra á ekki lengri tíma en 30 sek. 3. Þegar hann hefur gjört þetta og unnið skátaeiðinn er hann nýliði. “ Þetta er skráð í bók félagsins 20. september árið 1914 og höfundar eru Helgi Jónasson frá Brennu og Benedikt G. Waage. Auðvitað var ekkert eðlilegra en að kalla skátafélagið Skátafélag Reykja- víkur er tímar liðu en meira unt það seinna. Tímamót. Eins og allir vita er mikil nauðsyn að geta fundið sér tilefni til að gera sér daga- mun og eru slík tækifæri ekki síst mikil- væg til þess að félög og samtök geti fundið til stöðu sinnarí tíma og rúmi. Það eflir félagsandann að geta fundið til sam- kenndar með þeim sem leiddu starfið fyrrum og ekki er síður mikilvægt að geta áttað sig á því hvernig félög lifa ákveðnu lífi, skátafélög eru hreyfing, þau breytast, en hvert spor sem stigið er, leiðir til hins næsta. Á þessu ári eru liðin fimmtíu ár frá stofnun lýðveldis á íslandi og svo vill til að á skátaþingi í Hvannagjá áÞingvöllum 21. júní 1944 að innan skátahreyfingar- innar varð heimssögulegur atburður á Þing völlum er kvenskátar gengu í B anda- lag íslenskra skáta og mynduðu fyrsta sameiginlega bandalag drengja og stúlkna sem sögur fara af. Þá stóð yfir Landsmót skáta á Þingvöllum og hafði hafist 19. júní. nánastaðlokinni lýðveldishátíðinni. Islenskir skátar geta því haldið upp á merkisatburð um leið og þjóðin fagnar fimmtugu lýðveldi. Ur því minnst er á ár og daga er ekki úr vegi að fjalla nokkuð um stofndag Banda- lagsins okkar, en nú á síðari árum hefur hann verið nokkuð á reiki og ekki alveg af ástæðulausu. Verður nú greint eilítið frá því. Svo vel vill til að varðveittar eru fundargerðir Bandalags íslenskra skáta frá upphafi og auðveldar það okkur að komast til botns í málinu. Fyrsta gjörða- bók Bandalagsins hefst á þessa leið: „Fyrsti fundur Bandalagsins." Þann 6. júní 1925 kom stjórn stjórn Bandalags íslenskra skáta á funda hjá formanni. Var þar lesið upp bréf frá „The Boy Scouts World Wide Brotherhood Association“íLondon,alþjóðabandalagi skáta, sem hefur (með bréfi) 28. ágúst 1924 samþykkt að viðurkenna Bandalag íslenskra skáta og veita þeim upptöku í alþjóðafélagsskapinn. framhald á bls. 31 Skátablaðið 7

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.