Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1994, Side 27

Skátablaðið - 01.04.1994, Side 27
Þetta eru einungis örfáar spurningar, sem mér koma í hug í svipinn, af fjöl- mörgum, sem hver fundasetumaður ætti að skoða hug sinn um áður en hann varpar ser út í hita umræðnanna. I einum bæklingi Carnegie: „How to Save Time and Get Better Results in Conferences“, segir frá forstjóra einum, sem tókst að stytta þann tíma, er hann eyddi áður í að leysa viðskiptavandamál, um 3/4 eða 75%. í 15 ár eyddi hann hverjum vinnudegi sínum hálfum í að halda fundi og leysa vandamál. Þá hefði hann ekki trúað því, að hægt væri að stytta þennan tíma. En honum tókst það og arangurinn varð stórkostlegur: aukin af- köst, betri heilsa og hamingjusamara líf. Á sama hátt gæti það orðið öllu skáta- starfi og stjórnendum þess til góðs, ef hægt væri að stytta þann tíma, sem dag- lega fer í alls kyns óþarfa, amstur um smámuni. Aðferðin er einföld: Hver einstaklingur hugsar sjálfstætt áður en hann ráðfærir sig við aðra. En hér kemur formúlan útfærð af forstjóranum. Hver og einn, sem leggja vill mál fram til umræðu og úrlausnar, skal fyrst svara eftirfarandi spurningum skriflega: 1 • Hvert er vandamálið? 2. Hverjar eru orsakir vandans? 3. Hvaða ráð eru vænleg til úrlausnar? 4. Hver er besta lausnin? Síðan þessar reglur voru settar komu samstarfsmenn forstjórans æ sjaldnar til hans með vandamál sín. Hvers vegna? Vegna þess, að þeir höfðu lokið við að svara þessum fjórum spurningum skrif- lega, höfðu þeir gert sér góða grein fyrir vandamálinu og í 3 tilfellum af 4 fundið þá lausn sjálfir, sem heppilegust var. í fyrirtækinu þreyta menn sig nú minna á áhyggjum og umræðum um það, sem aflaga fer, en meira er um framkvæmdir til að koma því í réttar skorður aftur. Til gamans skulum við heimfæra þessa formúlu upp á okkar starf. Segjum að vandamálið sé áhugaleysi innan einnar sveitarinnar í deildinni og óeðl ilega margir skátanna að hætta starfi. Haldinn er deildarráðsfundur og málið þannig fram borið: 1. Hvert er vandamálið? Ahugaleysi og hvarf óeðlilega margra skáta úr starfi. 2. Hverjar eru orsakir vandans? a) Sveitarforinginn áhugalaus sjálfur eða of önnum kafinn við annað til að sinna sínu starfi. b) Flokksforingjaráhugalausireðaof önnum kafnir við annað. c) Klaufaleg stjórn sveitarinnar. d) Klaufaleg stjórn á ákveðnum flokkum. e) Starfsþreyta skátanna. f) Klfkuskapur foringjanna. g) Slæm aðstaða til starfsins. h) Aukinnáhugiáöðrustarfþíþrótta- félagi eða slíku. 3. Hvaða ráð eru vænleg til úr lausnar? a) Skipa nýjan sveitarforingja. b) Skiptaumákveðnaflokksforingja. c) Koma foringjum á námskeið. d) Ræða alvarlega við foringjana. e) Leggja minn á skátana sjálfa. f) Reyna að bæta starfsaðstöðuna. g) Reyna að gera starfið skemmti- legra og eftirsóknarverðara. 4. Hver er besta lausnin? Hin endanlega lausn getur verið sam- slungin úr hinum ýmsu tillögum um lausn: Gefa sveitarforingjunumlausn frá starfi og láta aðstoðar- sveitarforingja tak við. Senda hann ásamt flokks- foringjunum á námskeið. Deildarforingi hafi náið eftirlit með starfi sveitarinnar. Þegar skýrsla sem þessi er lögð fyrir deildarráðsfundinn liggur í augum uppi, hve miklu ljósara vandamálið verður öllum, semumþað þurfaaðfjalla. Tíminn, sem það tekur að útkljá málið styttist um helming. Því skora ég á ykkur, allir þið foringjar, sem sitjið fundi, sem hér hefur verið lýst að framan, að festa ykkur þessar fjórar einföldu leiðbeiningarspurningar vel á minni og hafa þær til hli, er þið næst þurfið að leggja mál fyrir fundi. Þið munuð fá fulla umbun erfiðisins í minni fyrirhöfn, færri áhyggjum og miklum tímasparnaði, — og hver vill ekki vinna slíkt til? Frá aðalfundi BÍS Aðalfundur Bandalags íslenskra skáta var haldinn í Skátahúsinu í Reykjavík 12. mars. sl. A fundinn mættu fulltrúar flestra skátafélaga á landinu. Dagskrá fundarins var hefðbund- in dagskrá aðalfundar en að þessu sinni var átak gert í að gera umgjörð meira aðlaðandi og ekki sakaði að nýverið var búið að standsetja sal SSR þar sem fundurinn fór fram. I skýrslu stjórnar koma fram talsverð aukin umsvif BÍS á síðasta ári og kom árið jafnframt ágætlega út fjárhagslega. A síðasta ári bar hæst útgáfa Skátahand- bókarinnar sem er veglegasta bók sem skátahreyfingin hefur gefið út í 80 ára starfi hennar og á hún vafalaust eftir að stuðla að eflingu skátastarfsins enn frekar. Á fundinum var samþykkt ályktun til alþingis þar sem lagafrumvarp um um- boðsmann barna var stutt og hvatt til þess að það verði að lögum sem fyrst. Fjölmörg málefni voru kynnt á aðal- fundinum. Mikið starf er framundan og var Lýðveldismót skáta á Ulfljótsvatni í sumar kynnt sem og ævintýraferð eldri skáta frá öllum Norðurlöndunum á Horn- strandir í júlí. Þá var alheimsmótið í Hollandi á næsta ári kynnt, en stefnt er að þangað fari á þriðja hundrað skátar og því með stærstu hópferð íslenskra skáta á erlent skátamót. Samsíða alheimsmótinu framhald á nœstu síðu Skátablaðið

x

Skátablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.