Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1994, Qupperneq 26

Skátablaðið - 01.04.1994, Qupperneq 26
Úr gömlum Foringja, eftir Grétar L. Marinósson. Dale Carnegie, hinn bandaríski frumkvöðull Carnegie nám- skeiðanna vinsælu og höfundur óteljandi ráð- gefandi bóka um ræðu- mennsku og persónu- kynningu trúir nemendum sínum fyrir eftirfarandi \ vy leyndarmáli, sem hann telur lykil að góðum málflutningi og sem tók hann að eigin ' sögn 40 ár að gera sér grein fyrir eftir árangurslausa leit í bókum. Það er á þessa leið: Talaðu um eitthvað> sem a) þú hefur með eigin reynslu eða námi öðlast rétt til að ræða um, b) þú hefur brennandi áhuga á, c) þú ert ákafur að segja hlustendum þínum frá. Flestir verða mér að líkindum sammála um, að þetta eru heilræði, sem notadrjúg eru við allan málflutning og raunar skilyrði þess, að hann verði sannur. Því ætla ég nú að taka þau mér til fyrirmyndar og ræða um efni, sem ég tel mig vegna nokkurrar reynslu hafa rétt til að ræða um, efni, sem ég hef áhuga á og langar til að ræða við aðra um. Þetta efni er fundahöld nefnda, ráða og stjórna. Við skátarhöfum urmul afþessum fyrir- bærum og allir foringjar hafa nokkra nasa- sjón af slíkum fundahöldum. Þau eru ólík flokksfundunum okkar gömlu að því leyti, að megintilgangur þeirra er ekki leikur og nám, heldur umræður og ákvarðanir um mál, sem eru á stefnuskrá viðkomandi hóps eða stofnunar eða vandamál, sem að þeim steðja. A óteljandi námskeiðum hefur okkur verið kennt, hvernig fundir eigi að fara fram, hvernig við eigum að láta tímann líða með hæfilegum skammti af hvoru — ánægju- og alvöruefni. Okkur er sagt hvernig eigi að undirbúa fundi og stjórna þeim, — en hversu marga sveitarráðs-, deildarráðs-, nefnda-, klúbba- og stjómar- fundi höfum við líka ekki setið, sem stóðu frá kl. 8-12 að nóttu og allir fóru í þras og þref um mál, sem annaðhvort hefði mátt afgreiða utan fundar eða á nokkrum mínútum á honum, ef allir hefðu aðeins sagt það sem þeim bar og nauðsynlegt var? Þess í stað rifust þeir hver upp í annan um minnstu smáatriði þar til þeir að lokum uppgötvuðu að þeir voru allir sammála. Ég veit að þetta er ágalli, sem þið kannist vel við og hefur legið sem sjúkdómur á starfinu alla tíð, og ekki bara skátastarfi, heldur og á starfi flestra félaga, ekki síst ungmennafélaga sem okkar. Hann orsakar óhóflega tímasóun til einskis, sem aftur veldur leiða félaganna, hann veldur oft sundrungu og óánægju og hann leysir engin vandamál, heldur eykur þau. Hvað höfum við svo gert til að uppræta ósómann? Svar okkar flestra verður víst á eina lund: Sáralítið. Ef við höfum á annað borð gert okkur grein fyrir að þetta væri í rauninni sjúkdómur, þá höfum við víst talið hann ólæknanlegan. Við skulum byrja á því að gera okkur grein fyrir, að eingöngu það að sitja fund, þar sem vandamál þarf að ræða og kryfja til mergjar, krefst ákveðins andlegs þroska. Við búumst ekki við slíkum þroska hjá 12 ára dreng eða telpu, en hins vegar segir aldurinn ekki endanlega til um hvar skilur með útvöldum og útskúfuðum. Þar kemur margt fleira til, svo senr meðfædd greind og áunnin reynsla í fundahöldum. Vissulega er sú reynsla verðmæt, sem skátar fá á fundum sínum allt frá því er þeir voru ylfingar — reynslan að vinna með öðrum sem ein heild. Maður gæti ætlað, að að þeirri reynslu fenginni væru þeir færari um að leysa vandamál í náinni samvinnu með öðrum. Á þetta virðist þó mjög víða skorta, en er þó að sjálfsögðu einstaklingsbundið sem annað. Á fundum reynir ágætlega á hvem þroska og hverja lipurð menn hafa og muni hafa í sambúð við aðra á lífsleiðinni. Þar sem og í daglega lífinu er skilningur og samstarfsvilji meira virði eneinstefnu- akstur og hnefaréttur. Það væri ekki úr vegi að þú, foringi góður, spyrðir sjálfan þig nú nokkurra spurninga í þessu sam- bandi: /. Kem ég til fundci með jákvœðum huga, allur afvilja gerður til aðleysaþau vandamál, sum upp kunna að koma ? 2. Reyni ég að leggja mál mín fyrir fundinn í stuttu gagnorðu máli, með áherslu á aðalatriðum, ásamt tillögu til úrbóta? 3. Reyni ég að skilja vandamál annarra og beita mérfyrir lausn þeirra í samvinnu við hópinn? 4. Segi ég aldrei meira en nauðsyn- leg er og aldrei minn en þarf um hvert mál? 5. Tek ég aldrei eigin hagsmunifram yfir hag hópsins í umrœðum um vanda- málin ? Skátastarf— sjálfstæður lífsstíll

x

Skátablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.