Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1994, Blaðsíða 5

Skátablaðið - 01.04.1994, Blaðsíða 5
Úr smiðju „gamla skátans // Köttur og mús Þátttakendur standa í beinum röðum svo aðeins sé opið milli raðanna í eina átt og halda höndunum beint fram. Þegar merki er gefið snúa þátttakendur sér 90° til hægri og lokast þá leiðin sem áður var opin og ný myndast. Að venju er köttur og mús valin og stjórnandinn reynir að gera kettinum erfitt fyrir og breytir hlaupaleiðunum með því gefa merki. Efni: Ekkert. Þægur hundur Liðin standa í röð og hver þátttakandi fær einn sykurmola. Þegar merki er gefið setja fremstu menn sykurmola á ennið (að sjálfsögðu má ekki haldan honum með höndunum) og eiga að komast á sem skemmstum tíma að ákveðnu marki og afturábak til baka án þess að missa sykurmolann. Ef molinn dettur má ekki halda áfram fyrr en molinn hefur verið settur á ennið aftur. Efni: Molasykur. Göngubrúða Það má búa til skemmtilega göngubrúðu með því að teikna brúðu á stífan pappa, klippa hana út og mála. I stað fóta eru skorin út tvö göt í neðri hluta brúðunnar. Vísifingri og löngutöng er stungið þar í gegn og viti menn, brúðan getur gengið! Reiptog Það er skemmtileg tilbreytni að liðin snúi baki í hvort annað. Þá þarf að hafa kaðalinn á milli fótanna og það gerir leikinn nokkuð erfiðari en það má eflaust hafa gaman af öllu saman. Efni: Kaðall. Teikningar hér á síðunni eru allar teiknaðar af danska listamanninum Per Illum © Skátablaðið

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.