Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1994, Blaðsíða 24

Skátablaðið - 01.04.1994, Blaðsíða 24
72. mars sl. stóð Skátafélagið Hraunbúar í annað sinn fyrir tívólískemmtuninni Marsbúanum. Marsbúinn sem hér sést til hliðar umvafinn börnum hefur vakið mikla athygli og er það von skátanna að hann verði vorboði í Hafnarfirði á næstu árum. Mikill fjöldi gesta heimsótti hátfðina og spreytti sig á hinum ýmsum þrautum og nýjasta atriðið, draugahúsið vakti mikla hrifningu. Að reka tívolí er ekkert nýtt fyrir hafnfirska skáta, því árið 1978 byrjuðu þeir með sitt fyrsta tívolí, þá á 17. júní og hafa með nokkrum hléum starfrækt tívolí síðan. A Marsbúanum voru ýmis skemmti- atriði og hæst bar sýning nemenda Flensborgarskóla á atriði úr Hárinu. Það voru skátar og foreldrar sem stóðu að allri vinnunni en gífurleg hjálp foreldra á síðasta ári gerði framkvæmd Marsbúans mögulega. Þá var meginþorri alls búnaðar smíðaður og er allt heimasmíðað í Hafnarfirði. Hafharfjarðar- göngur skáta Þær hafa vakið verðskuldaða athygli gönguferðirnar sem ferðamálanefnd skátafélagsins Hraunbúa hefur staðið fyrir. Göngurnar eru að jafnaði síðasta sunnudag hvers mánaðar kl. 14 og hefjast flestar við Hafnarborg nema annað sé aug- lýst. Nefndin hefur nýverið skipulagt göngur sumarsins. ii u ii á'* r i ii ii ii r«* i i Ingvar Viktorsson, núverandi bœjarstjóri göngustjóri á síðasta ári. stuttu. Mikill hugur er í mönnum um áframhaldið og áframhaldandi störf að ferðamálum og var félagið fyrir skömmu stofnaðili að Ferðamálasamtökum Hafnar- fjarðar. 24. apríl Gamla kirkjuleiðin að Garðakirkju. 29. maí Ásfjall og nágrenni. 24. júní Jónsmessuganga (kl. 22). 24. júlí Lýðveldisganga, gengið undir fána lýðveldis. 28. ágúst Setuliðsgangan, sögustaðir frá hernámsárunum skoðaðir. 25. sept. Kirkjugarðurinn. Göngurnar eru auglýstar sérstaklega. Jafnt á láði.. Skátarnir fá staðkunnugt fólk til að vera göngustjóra og hafa margir komið við sögu nú á fyrstu tveimur árunum. Ferðamálanefnd Hafnarfjarðar er kosin á aðalfundi Hraunbúa og var Eiríkur Skarphéðinssonkjörinnformaðurnúfyrir ..sem í hrauni! Skátastarf— sjálfstæður lífsstíll

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.