Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1994, Blaðsíða 12

Skátablaðið - 01.04.1994, Blaðsíða 12
Fjörkippur í sfcarfi eldri skáta Hafnarfjörður hefur verið einn þeirra staða þar sem starf eldri skáta hefur verið blómlegt. Þó hefur verið lítil endur- nýjun eða fjölgun í hópi St. Georgsgilda. En á því hefur orðið breyting. Um 40 nýir félagar hafa bæst í hóp St. Georgsgildisins í Hafnarfirði, samtök eldri skáta og fleiri hyggjast bætast í hópinn. Það er engin ný bóla að áhugi sé fyrir hendi að efla starf eldri skáta í Hafnar- firði, oft hafa umræður farið af stað en af ýmsum ástæðum hefur ekkert orðið úr framkvæmdum. A undanförnum árum hefur járnið verið barið vel og nú var komið að því að sjá árangur af öllu saman. Það er skátafélagið Hraunbúar og St. Georgsgildið sem stóðu að undirbúningi þessa átaks sem nú fór í gang. Töluverð umræða hefur verið um hvernig að fjölgun ætti að standa og er í rauninni ekkert ákveðið enn. Ákveðið var að taka áhugasama eldri skáta inn í núverandi gildi og ákveða síðan á aðal- fundi gildisins í maí hvort stofnað yrði nýtt gildi eða annað form haft á. Ekki ein aðferð Nokkrar leiðir hafa verið ræddar, m.a. að halda áfram með aðeins eitt gildi sem starfaði eins og skátafélag og yrði skipt niður í sveitir. Önnur leið er að líta á gildi sem sveit skáta sem vilja starfa saman og stofnajafn mörggildi ogþörferá. Þáværi eðlilegt að miða við að stærð gildis væri nálægt stærð skátas veitar eða um 30 skátar. Þessi gildi gætu síðan stofnað með sér heildarsamtök (félag), St. Georgsgildin í Hafnarfirði sem gæti t.d. verið eigandi að skála gildisins og skipulegði sameigin- legar uppákomur og starf allra gilda í Hafnarfirði. Inntaka nýrra félaga Það var fimmtudagskvöldið 13. janúar sl. sem boðað var til fundar gildisins, í nýju fréttabréfi St. Georgsgildisins í Hafnarfirði, og voru nýir félagar sérstak- lega velkomnir þar sem til stóð að taka inn félaga á þessum fundi. Fundurinn sem fór fram í Hraunbyrgi var mjög fjölmennur og 23 ungir gamlir skátar á öllum aldri gengu fram og voru við virðulega athöfn teknir inn í gildið. Lilli litli ogfjölskylda! Að sjálfsögðu var sungið mikið og ekki laust við að umræður hæfust um aldur manna þegar sem lögin voru rifjuð upp. Þeir Rúnar og Hreiðar slógu á sína klassísku gítara af mikilli skátasnilld og fundarmenn tóku hressilega undir. En menn áttu eftir að kætast meir. Þegar Rúnardró HörðZóphaníasson, sem hafði ásamt Ásthildi konu sinni stjórnað inn- göngu nýju félaganna af miklum virðu- leik, fram á gólfið og nefndi Lilla litla, Egil Strange mömmu og Jón Kr. Gunnars- son pabba og þrjár skátastúlkur á blóma- aldri nefndi hann bjarnarhúna. Settust þau á stóla út á miðju gólfi og hóf Rúnar að lesa litla barnasögu með miklum til- þrifum. En ef tilþrif hans voru mikil þá skyggðu tilþrif sexmenningana á gólfinu alveg á frammistöðu hans því í hvert sinn sem nafn þeirra var nefnt í sögu Rúnars, stóðu þau upp og hlupu einn hring í kringum hópinn. Og ég get sagt ykkur það að hvert þeirra var ekki nefnt aðeins einu sinni. En ef þátttakendur skemmtu sér vel, þá hefðu þið átt að sjá áhorf- endurna! St. Georgsgildin St. Georgsgildin eru kjörinn vettvangur fyrir eldri skáta að starfa saman að sínum hugðarefnum. Gildin þurfa ekki að vera stór, ekkert kauptún er of lítið fyrir St. Georgsgildi, gamlir skátar sem þurfa alls ekki að vera neitt gamlir geta hafa verið skátar annars staðar, það ley nast oft skátar víða. Víða eru merki þess að eldri skátar sýni þessu aukinn áhuga. Skátagildi var stofnað á Sauðárkróki fyrir skömmu og klúbbur eldri skáta var stofnaður í Garðabæ. Meira um þá síðar. Það kom greinilega í Ijós að aldur er afstœður þegar gamlir skátar hittast — Lilli litli og co. Skátastarf— sjálfstæður lífsstíll

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.