Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1994, Side 30

Skátablaðið - 01.04.1994, Side 30
Akureyri hefur oft verið talin Mekka í skátastarfi á ís- landi. Framúrskarandi skátastarf til margra ára hefur ekki farið fram hjá öðrum skátum og því undraði það engan þegar skátar á Akureyri veltu fram þeirri hugmynd að byggja upp útilífsmiðstöð að Hömrum í Kjarnaskógi. Hugmyndin að útilífsmiðstöðinni vaknaði fyrst þegar aðalskipulag fyrir Akureyri 1990-2010 var kynnt, en þar kom fram að býlin Hamrar I og II myndu falla innan útivistarsvæðis Akureyrar. Skátafélagið Klakkur lagði síðan fram tillögu fyrir fund stjórnar Bandalags íslenskra skáta sem haldinn var á Akur- eyri 29. september 1990 og heimilaði þar stjórn BÍS að Skátafélagið Klakkur hæfi undirbúning að málinu og ynni að út- færslu tillagna um málið. Síðan þá hefur Klakkur unnið hægt og bítandi að þessu máli og 1991 lagði félagið fram greinargerð fyrir umhverfisnefnd Akureyrar sem tókjákvætt í málið. Sama ár lánaði bæjarstjórn Akureyrar skáta- félaginuíbúðarhúsiðaðHömrumlIásamt geymslubragga fram yfir landsmótið 1993. Akureyrarbær og fl. hafa síðan unnið að uppbyggingu svæðisins svo nú er Kjarnaskógur vel frambærilegt úti- vistarsvæði, jafnt að vetri sem sumri. Landsmótsgestir plöntuðu um 5000 skógarplöntum umhverfis húsin að Hömrum II en við setningu mótsins hafði bæjarstjórn Akureyrar gefið út þá yfir- lýsingu að hún væri reiðubúin að stuðla að stofnun umhverfis- og útilífsmið- stöðvar í tengslum við útivistarsvæði Akureyrar. Jafnframt samþykkti stjórn BÍS að áfram yrði unnið að rnálinu og sett yrði á laggirnar sérstök nefnd til að móta tillögur um framhaldið. Umhverfisnefnd Akureyrar samþykkti síðar áframhaldandi afnot Klakks að íbúðarhúsinu að Hömrum og stjórn BIS samþykkti að eitt af salernishúsum sem by ggð voru fy rir Landsmótið og eru í eigu BIS yrði staðsett á svæðinu. Kjörland til útivistar Þeir sem fara um svæðið átta sig fljót- lega á því að þarna er kjörland fyrir alls konar útilíf. Hægt er að stunda fjallgöngur, bæði léttar og erfiðar. Svæðið býður upp á mikla möguleika fyrir þá sem vilja fara í tjald- eða skálaútilegur en auk húsa á staðnum tengjast skálarnir Fálkafell, Gamli og Valhöll svæðinu svo og Lambi, skáli Ferðafélags Akureyrar svæðinu. Stutt er síðan í vatn, trimmbrautir, reið- stíga og fl. Fjölbreytt starf Margar hugmyndir að starfsemi hafa komið fram. Almennt skátastarf, útilegur, mót, námskeið og þjónusta við almenning s.s. rekstur útilífsnámskeiða. Nefnd hefur verið þjónusta við ferðamenn, fjölsky ldu- garður og m.fl. Nú er unnið að því að fullmóta raun- hæfar tillögur að uppbyggingu og starf- semi að Hömrum því menn gera sér það ljóst að sumar tillögur eru meira draumur en raunveruleiki. Samstarfsaðilar Margir þurfa eflaust að koma til ef þessi útilífsmiðstöð á að verða að veruleika. Margir hafa verið nefndir til samstarfs s.s. Akureyrarbær, Skógræktarfélög, Menntamálaráðuneytið, Umhverfisráðu- neytið, Hjálparsveit skáta, Hestamanna- félög, samtök í ferðaþjónustu auk ýmissa fyrirtækja og stofnana. Á þessu ári verður unnið að því að kynna málið öllum þessum aðilum og reiknað er með fyrstu áætlunum um upp- byggingu og kostnaðaráætlun árið 1995 og að uppbygging geti hafist árið 1997. Það er stórhugur í norðanmönnum og vonandi að þessi umhverfis og útilífsmið- stöð verði að veruleika. Skátastarf — sjálfstæður lífsstfll

x

Skátablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.