Sameiningin - 01.06.1910, Page 16
112
Ef vér leyfum þannig biblíunni — gamla og nýja
testamentinu — að flytja sitt eigið mál, ef vér berum
saman kafla við kafla, eða, sem er enn betra, lútum valdi
hennar og reynum að fylgja trúlega fyrirskipunum
hennar, þá þroskast sú sannfœring lijá oss með ómót-
stœðilegu afli, að ritningin hafi rétt fyrir sér, er hún
telr sjálfa sig grundvallaða á guðlegri opinberan. Af
þeirri rót er sprottið ritasafn opinberunarinnar, er vér
nefnum biblíu. Ef vér náum föstum tökum á þessum
sannleik, þá munum vér ekki láta einstakar spurningar
um aldr eða hið innra samband ritanna fá mikið á oss.
Opinberunin er þar, og engar breytingar á ártölum eða
innra sambandi—að minnsta kosti engar breytingar, sem
líkur eru til að hafi varanlegt gildi — geta raskað henni
í aðal-atriðum. Ef opinberun hefir átt sér stað, þá er
vissulega ekkert eðlilegra en að búast við, að saga þeirr-
ar opinberunar liafi verið fœrð í letr, annaðlivort af
þeim mönnum sjálfum, sem opinberunin var gefin, eða
af þeim, sem stóðu fyrir innan vébönd áhrifa hennar og
áttu anda hennar í ríkum mæli. Til þess að slíkt ritverk
gæti í alla staði verið liœfilegt til að tjá oss liin opinber-
uðu sannindi, þyrfti það að vera lífgað og gagntekið af
anda þeirrar opinberunar, þótt engan veginn væri það
allsstaðar jafn-háleitt að efni til; ströngustu meðhalds-
menn innblástr-kenningarinnar niunu og naumast skipa
Kroníkubókunum jafn-liáan sess og Jóhannesar guð-
spjalli. í annan stað þvrfti ritverkið að vera svo úr
garði gjört, að heild þess næði áreiðanlega þeim tilgangi
sínum að veita mönnum speki til sáluhjálpar fyrir
trúna á Kristi Jesú, til þess að guðsmaðrinn sé algjör og
hœfr til sérhvers góðs verks. Að slíkt ritsafn sé nú
til, verðr, þegar öllu er á botninn hvolft, ekki sannað
með öðru en tilveru bókarinnar sjálfrar; og slíkt ritverk
er til, það er biblían, eins og jafnvel hið stutta yfirlit
vort hefir nú látið oss ganga úr skugga um. Að frá-
gangi er bók vor hin helga næsta dásamleg; og þar sem
hún sýnir, hvernig guði hefir farizt við manninn, er hún
að efni til fullkomin og samróma; og svo ótœmanlega