Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1910, Blaðsíða 3

Sameiningin - 01.12.1910, Blaðsíða 3
291 því, sem liann gaf, í neinu. I sérhverri gjöf, sem sá eða sá maðr þá af honmn, var eitthvað af honum sjálfum. Þannig' til dœinis í brúðkaups-samkvæminu í Kana í Galíleu; liann var þá að liugsa um tilfinningar manns- ins, sem liélt veizluna, og löngun lians til að geta veitt hverjum gesti eins vel og sómasamlegt væri; sú um- hugsan Jesú gjörði það að verkum, að vínið fékk þann keim, er minnti á himneska gestrisni. Þá er Jesús gaf mannfjöldanum hungraða, sem fylgzt liafði með honuin útí fjall-lendið austr frá Genesaret-vatni, brauð og fisk, hresstist það fólk og styrktist við að finna til þess, hvílíka umhyggju hann bar fyrir vellíðan þess, ekki síðr en af fœðunni, sem því veittist. Þar er annað dœmi þess, hve sterklega kærleikrinn kryddar mönnuin matinn. Lækning veitti Jesús mönnum, er þjáðir voru af allskonar sjúkleik; með hverri einstakri þeirra lækninga fékkst sönnun fyrir því, að liann var til þess fús að gefa því fólki, er hann urngekkst, körlum og konum, eitthvað af sjálfum sér — liugsan sína, hluttekningarsemi sína, lífskraft sinn. Eitt sinn var máttvana maðr í rekkju til lians fœrðr; áðr en hann léti nýtt líf fœrast í limi þess aumingja veitti liann honum fyrirgefning synd- anna; allir urðu þá forviða, en sumir hneyksluðust. Þetta gjörði Jesús af því liann hugsaði áðr en hann gaf, — af því hann þráði að fullnœgja dýpstu þörf mannsins, — af því að í raun og veru gaf hann part af sjálfum sér í og með sérhverri gjöf, sem liann lét úti. Allar sannar jólagjafir ætti að vera samkvæmt þessarri fyrirmynd. Ekki þó svo að skiija, að öllum slíkum gjöfum þurfi endilega að vera samfara hátíðarbragr og þungbúin al- vörugefni. Jafnaðarlega er í því sambandi hugsað um sittlivað smávegis, sem aðra vanhagar um, að gleðja þá í smáu, auðsýna þeim vináttu-merki í smáu. En vin- áttu-tilfinningin verðr að vera meiri en vináttu merkið; annars verðr ekki úr þessu nein sannarleg jólagjöf, Það tekr tíma, fyrirhöfn og óeigingjarna áreynslu

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.