Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1910, Blaðsíða 36

Sameiningin - 01.12.1910, Blaðsíða 36
312 Voru þá stofnendr safnaöarins alls 71, eldri en 18 ára, en i árslok voru fullorðnir meölimir orönir 90. Fyrstu embættismenn safnaöarins voru þessir: djáknar: Björn Jónsson, Kristján Jónsson og Jón Ólafsson; fulltrúar: Björn Jón - son, Skafti Arason og Skúli Árnason. Skrifari: Jón Ólafsson. Á þessum síöarnefnda fundi var samþykkt aö leita sambands vtö söfnuöinn í Winnipeg um hluttöku í þjónustu séra Jóns Bjarnta- sonar, sem þá var væntanlegr þangaö á næsta sumri. Varð þaö að samningum, að hann skyldi þjóna Fríkirkjusöfnuöi 6 vikna tíma fyrsta áriö, og kom hann þangaö fyrsta sinn í þeim erindum 24. Okt. 1884.*; Fyrstr hafði Jón Ólafsson á hendi kristindómsfrœöslu ung- menna innan safnaöarins. Hann gaf og söfnuðinum ekru af landi sínu fyrir grafreit. Á safnaðarfundi 9. Marz 1885 var þvi hreyft, að nauðsvnlegt væri fyrir söfnuðinn að koma sér upp kirkju, og var viku síðar kosin nefnd til þess að íhuga það mál og undirbúa. Urðu þá skoð- anir manna skiftar um það, hvort hyggilegra myndi að byggja eina kirkju fyrir alla byggðina eða tvær kirkjur, aðra austarlega í byggðinni, ert hina vestarlega. Útaf ólíkum skoðunum á því máli varð það, að á furadi 13. Júlí 1885 gengu 49 manns úr söfnuðinumi, og stofnuðu 26. s. m. annan söfnuð, er þeir nefndu Frelsissöfnuð. Tilraun var gjörð um haustið til þess að sameina þessa tvo söfnuði aftr, en sú tilraun varð árangrslaus. Guðsþjónustur voru haldnar í skólahúsum og heimahúsum fyrstu árin. En haustið 1888 komu söfnuðirnir sér saman um það að reisa kirkju í félagi. Sigrjón Snædal gaf tvær ekrur af landi sínu undir kirkjuna, og komst hún upp sumarið 1889. Sú kirkja var síðan 21 ár sameiginlegt guðsþjónustuhús safnaðanna. En ekki liðu mörg ár áðr en þeim, sem austastir voru í byggð- inni, fœri að þykja kirkjuleiðin helzt til löng, og fóru þá aS heyrast raddir um það, að Fríkirkjusöfnuðr þyrfti að koma sér upp kirkju útaf fyrir sig. Var sú hugsun orðin all-ákveðin hjá nokkrum safn- aðarmönnum sumarið 1896, og kom það i ljós þegar kvenfélag safn- aðarins gaf kirkjunni klukku og altarisgöngu-áhöld. ÞatS var þá tekið fram, aði þeir gripir væri látnir í kirkjuna með því skilyrði, að ef Frikirkjusöfnuðr kœmi sér upp kirkju, þá skyldi þeir verða eign þeirrar kirkju. Ekki er þó aftr á kirkjubygging minnzt á safn- aðarfundum fyrr en lítið eitt á ársfundi 1906, og svo aftr á ársfundi 1909. Var þá áhugi fyrir því máli orðinn svo almennr, að á fundi 9. Marz sama ár var samþykkt að efna til kirkjubyggingar, og *) Frá því er skýrt í Sept.blaði „Sam.“, hverjir hafa verið fastir prestar safnaðarins.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.