Sameiningin - 01.12.1910, Blaðsíða 6
294
Þá er allt kemr til alls, er jólagjöfin bezta í því
fólgin, aÖ lifa einsog jóla-liátíÖinni er samboðið.
Jólagjafir.
Ekki til að lítilsvirða jólagjafir. Ljósin sá eg loga
á ásjónum barnanna. Þau léku sér svo jólaglöð við
gjafirnar sínar. Ekki vil eg guðslogann slökkva á and-
liti barnsins míns. Sömu Ijósin sé eg brenna á brám
öldunganna. Þeir verða svo hugarklökkir, þegar eftir
þeim er munað á jólum. 0g allir erum vér mennirnir
börn. Bezt líðr oss, þegar vér erum sem barnalegast-
ir. Jólagjafirnar klappa á dyr lijá barnslundinni í oss.
Það er ekki einskisvert að örva barnslundina. „Hver,
sem ekki meðtekr guðs ríki einsog barn — — .“
En það er ])essi gjafa-verzlun. Hann er Ijótr, þessi
jóla-markadr. Menn eru að verzla með vinattu sína.
Hún gengr kaupum og sölum á jólunum. Hver horfir
gjöf til gjalds. Menn vilja ógjarnan láta eiga hjá sér.
1 ár eru menn að borga fyrir gjafirnar frá í fyrra.
Margr gefr þeim, sem liann álítr meira háttar mann
vera. til þess að ná tilliti hans. Margir gefa ríka mann-
inum, en Lazarus mylr mola sína við dyrnar. Verst er,
hve vel vinstri liöndin veit það, sem sú hœgri gjörir —
um jólin.
Einkenni fyrstu jóla var fátœktin. Reifum vafðr
lá hann í moðinu í jötunni. Hjarta mannkynsins hefði
aldrei liitnað við arin jólanna, hefði sagan, sem þar er
sögð, ekki verið svona innilega einföld. Manni sortnar
því fyrir augum, þegar maðr lítr frá Betlehem til búð-
ar-glugganna í bœjunum hérna um jóla-leytið. Það er
einsog allr heimsins hégómi komist fyrst í algleyming,
þegar líðr að jólunum. Verzlunar-lífið tryllist. Glvsvara
til einskis nýt selst þá með uppsprengdu verði. Margr
kaupir þá um efni fram, til þess að geta „verið með‘ ‘ og
sýnzt einsog’ hinir. Ös er í hverri búð fram á jólanótt
og menn eru á þönum með varninginn, þegar kirkju-