Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1910, Blaðsíða 31

Sameiningin - 01.12.1910, Blaðsíða 31
307 þeim, sem hann gekkst fyrir meðal landa sinna í Bandaríkjunnmi, júbílsjóö vorum til handa, sýndi hann meöal annars, hve hlýjan hug hann ber til íslendinga og hve annt honum er um velfarnan kirkjufélags vors.. Úr grein, sem dr. Stub í sumar reit í Ev. Luth. Kirketidende (Decorah) um komu sína hingaö til júbíl-þings vors, höfum vér þýtt dálítið brot og látum' þaö svo birtast hér. „Hve forviöa eg varð, er eg leit hina stóru íslenzku stein- kirkju — —! Sitthvað hafði mér reyndar til eyrna borizt um það, að íslendingar hefði reist kirkju eina fagra í Winnipeg; en aldrei kom mér til hugar neitt slíkt. Hún þolir fyllilega bæði hið ytra og innra samanburð við fegrstu kirkjur hjá oss. Þar er rúm fyrir þúsund manns í sætum. Organið nær yfir kórinn allan; kostaði það fjórar þúsundir dollara, og kvað vera hið stœrsta og bezta í Winnipeg. Og víst er urn það, að maðrinn, sem á organið lcikr, er meistari — herra Hall, sem áðr hefir verið kennari í músík við Gustavus Adolphus Collge í Minnesota fSt. Peterý. Húsfreyju hans, sem heyrir til söngflokk kirkjunnar og syngr þar sópran-sóló, væri óhætt að láta til sín heyra við stór-konserta. Þar mátti einnig heyra ágætar djúpraddir og milliraddir. Annars var það jafnvægi i hinurn vel tömdu röddum gjörvalls söngílokksins, og sú nákvæmni og sá skilningr birtist í söngnum, að eg hefi aldrei, svo langt sem mig rekr minni til, heyrt til neins safnaðar-söng- flokks vor á meðal; sem gæti jafnazt við þennan. Sá hluti tíða- þjónustunnar, sem söngflokkrinn annaðist um — og hann var œði- langr—, hreif áheyrendr mjög. En ekki aðeins söngflokkrinn söng, heldr einnig söfnuðrinn, svo að yndi var á að hlusta.“------- Því miðr gátum vér ekki fengiðt mynd af dr. Stub frá síðustu tíð til að birta í blaði þessu. Myndin, sem hér kemr, er af honum einsog hann var fyrir all-mörgum árum, og mun það engum dylj ast. íslendingunum, sem tvær myndirnar í blaði þessu eru af, þarf ekki að lýsa. Hvert mannsbarn þjóðar vorrar þekkir Valdemar biskup Bricm fyrir löngu, af þeim mörgu og dýrmætu trúarljóðum, sem eftir hann liggja, og ann honum hugástum. bórhallr biskup Bjarnarson er einnig þjóðkunnr maðr; var orðinn það áðr en hon- um hlotnaðist forsæti í kirkju íslands, og alþýðlegri íslendingr og vinsælli en liann er naumast til; búinn frábærum hœfileikum, og meðal annars æfinlega auðþekktr, er hann kemr fram sem rithöf- undr; stýll hans fagr og í rnesta máta persónulegr. Höfðinglegri menn en þessir tveir eru nú ekki uppi meðal þjóðar vorrar. V. B. er fœddr i. Febr. 1848, en Þ. B. 2. Des. 1855.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.