Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1910, Blaðsíða 39

Sameiningin - 01.12.1910, Blaðsíða 39
315 Litla lambið. tEskuminning — saga eftir séra Jón Sveinsson fkaþólskan prest í DanmörkJ, þýdd úr tírnaritinu „Varden“ Jfrá 2. Jan. síSastl.J. Þa'S var einn fríðan og blíöan sumardag útá íslandi, aö viS systkinin fengum loksins hiS marg-umbeðna og lengi þráða leyfi hjá mömmu okkar til aS fara uppi fjall, til þess þar aS skoSa okkr dálitiS um í hinni víðlendu og voldugu náttúru guSs. Þrjú önnur börn af bœnum — drengr, sem hét Árni og var bezti vinr minn, Dagmar, dönsk stúlka, og Elín, vinnustúlka hjá okkr — slógust í förina. ViS lögSum því á stað, sex alls, og héldum í vestr uppeftir hlíSum hinna hátignarlegu fjalla. Þau gnæfSu hátt viS himininn, og hnjúkar þeirra, sem sýndust hátt fyrir ofan skýin, voru þaktir skínandi hvítum snjó. Eftir einnar klukkustundar ferS eða, því sem næst uppeftir kom- um viS á svæði það, sem var algjörlega nýr heimr fyrir okkr yngri börnin, sem eg taldist me'S. Aldrei hafði eg fyrr verið svona langt burt frá föSurgarði. Eg var frá mér numinn yfir öllu því nýja, sem bar fyrir hin undrandi augu mín. Aldrei hafði eg séS þessi blóm, sem hér spruttu; allt virtist svo undarlegt, svo nýstárlegt, svo furðulegt. Eg man hvernig eg féll á kné fyrir ofr litlu himinbláu fjallablómi, sem eg allt í einu kom auga á niðrí kvos einni, grasi og mosa vaxinni. Blómknapprinn vaggaSi sér á leggnum sínum litla og smágjöra, og glitraði einsog ljómandi gimsteinar. Eg var alveg utan viS mig af aSdáun og dirfðist ekki aS snerta þetta dá- samlega meistaraverk, því aldrei hafði eg annað eins augum litið. Ó, hve heimrinn er fagr! — hugsaSi eg meS sjálfum rnér. En stóra systir mín vakti mig upp úr leiðslunni, sem eg var fallinn í. ViS þurftum aS halda áfram—enn lengra uppeftir. Allt í einu kallaSi einn af litlu ferSamönnunum upp: „EítiS á! bara lítiS þiS á!“ ViS störSum öll framundan okkr, og komum þá auga á indælt lítiS lamb, nýboriS, sem stóð beint fyrir framan okkr í grasinu. Við námum öll staSar í einu og horfðum þegjandi á hinn óum- rœðilega mjúka og granna líkama þess. ÞaS hafSi nú líka komiS auga á okkr, og kom alveg óttalaust á móti okkr, einsog værum við gamlir vinir og leikbrœðr. „BlessaS litla lamb!“—kölluSum viS upp og óSar vorum viS öll komin á kné kringum litla elsku-lambiS, sem ekki sýndist á nokkurn hátt una því illa, að vera einsog miSdepill í hópi al- ókunnugra barna. Fyrst horfSi það reyndar lítiS eitt undrandi á okkr, sneri frá

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.