Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1910, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.12.1910, Blaðsíða 12
3oo og að öllu leyti merkilegast. Nefndir höfðu starfað undanfarin ár að því að safna sem nákvæmast allri fá- anlegri þekking á trúboðsmálinu og trúboðsstarfinu, og gefa bendingar í samrœmi við það. Þær skýrslur, átta að tölu, liafa verið út gefnar í níu stórum bindum; bend- ir það til þess, live yfirgripsmikið starf nefnda þessarra var. — Boðskaprinn, sem út gekk frá þessu þingi til allra lærisveina frelsarans, er hvöt og áminning um að gjöra alvöru úr því að flytja öllum heimi fagnaðarer- indið áðr en sú kynslóð, sem nú er uppi, er undir lok iiðin. Allar líkur eru til, að slík þing verði framvegis haldin með nokkui-ra ára fresti — að líkindum svo sem einu siniii á hverjum áratug. Allt þetta er gleðilegr vottr þess, að þetta afar-mikilvæga mál er meir og meir að fá viðrkenning sem aðal-mál kristninnar, einsog það verðskuldar samkvæmt hugsjón nýja testamentisins. Fleiri atburðir og hreyfingar benda í sömu átt. Sjálfboðalið námsmanna — eða einsog á ensku er nefnt Students’ Volunteers—heldr áfram og vinnr mikið og vel að því að vekja áhuga ungra menntamanna á kristni- boðsstarfi. Hreyfing sú miðar að því, að fá sem flesta „stúdenta4í til að gefa sig sjálfa af fúsum vilja fram til þessa starfs, og verðr félagskap þeim mikið ágengt. Menn, sem eru með í hreyfing þeirri, liöfðu með sér sér- stakan fund í sambandi við þingið í Edinborg. — Að sama takmarki miðar það einnig, sem nú eykst með ári hverju, að nemendr í menntaskólum Vestrlieims af eigin hvöt leggi það á sig fram yfir fyrirskipaðar námsgrein- ir, að verja ákveðnmn tímum til biblíunáms. Þeim ætti þá síðr að gleymast þjónsmyndin,—œðsta hugsjón mann- anna, einsog ritningin svo skýrt kennir. Þá er enn önnur lireyfing, sem mikið hefir skilað áfram þetta síðasta ár, og ber liún þess jafnvel enn greinilegri vott, að kristnin er að læra að meta trúboðs- málið réttilega. Það er leikmanna-hreyfingin, sem ekki verulega hófst fyrr en í fyrra, en einkum hefir magnazt á þessu ári. Frumhugsanin, sem ræðr í hreyfing þess- arri, er sú, að málefni kristninnar tilheyri ekki eingöngu

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.