Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1910, Blaðsíða 33

Sameiningin - 01.12.1910, Blaðsíða 33
309 Sunnudaginn 26. Júní, næsta eftir kirkjuíþing, fór eg, sanv- kvæmt tilmælum heimatrúboös-nefndarinnar, til Selkirk, og pré- dikaði þar kvölds og morguns í fjarveru séra N. Steingríms Þor- lákssonar. Fyrir hinar góðu vi'Stökur þar er mér líka ljúft og skylt aö þakka. AS endingu vil eg biSja góöan guö aS leggja blessun sína yfir þetta starf, sem eg hefi í veikleika rekið á sumrinu, og láta þaS bera ávöxt. II. Skýrsla 'frá hr. Cartí I. Ólson. Samkvæmt ósk heimatrúboös-nefndarinnar birti eg hérmeö stutta skýrslu um starf mitt í þarfir kirkjufélagsins á næstliSnu sumri. Frá 18. Maí til 25. Júlí starfaSi eg aSallega hjá Lundar-söfnuSi t Álftavatns-byggS í Manitoba. Eg hafði þar meö fólkinu þrettán guðsþjónustur — sjö í Lundar-samkomuhúsi og sex í skólahúsinu aS Mary Hill. Einnig prédikaSi eg tvisvar að Otto og tvisvar aS Vestfold í GrunnavatnsbyggS, samkvæmt tilmælum fólks á þeini stöðum, og meS leyfi Lundar-safnaSar, sem eg var ráðinn hjá. Allar þessar guðsþjónustur — nema sú fyrsta aö Lundar, sem var fámenn vegna votveðrs — voru ágætlega sóktar, og gladdi það mig stórum. Sunnudagsskóla stofnaöi eg bæði að Lundar og Mary Hill, og er eg fólkinu þar þakklátr fyrir hluttöku þess í þeirri starfsemi á meSan eg dvaldi þar. Enn fremr nota eg þetta tœkifceri til að tjá þeim öllum1 þakkir, sem aSstoSuðu mig viS kennslu i skólum þess- um, einkum þeim Mrs. Sigfússon og Mrs. Vestmann við Mary Hill, og þeim Miss Flalldórsson og Miss Jackson aö Lundar. Þær allar lögðu fram mikinn skerf til þess aS fyrirtœkið heppnaSist. Einnig ætti eg að geta þess í þessu sambandi, aö hin síöast- nefnda — Miss Thorstena Jackson — auk þess aS kenna hvern sunnudag aö Lundar, stofnaði skóla aS Cold Springs þar fyrir norSan og vann meS góSum árangri aS málefni kristindómsins á meöal barnanna. Hún útskrifaöist frá Wesley College í Winni- peg næstliðiS vor og vann þar í byggÖinni viS alþýöuskóla-kennslu. Hún á heiSr og þökk skiliö fyrir þann áhuga, sem hún sýndi hinu góða málefni með því aö leggja svo mikiS í sölurnar fyrir þaS. Eg gisti hjá hr. Halldóri Halldórssyni og konu hans. Vera mín hjá þe m hjónum var hin ánœgjulegasta. Og reyndar var fram- koma byggðarfólksins alls viS mig svo, að mér gat ekki annaS en liðið vel.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.