Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1910, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.12.1910, Blaðsíða 11
299 inn látið hvert skeið tímans, sem líðr, vera mikilsvert fyrir þroska ríkis lians. Og vér, sem allir erum ófrjó- söm qg visin tré, þegar borið er saman við það, sem skylda stendr tiþ ættum að læra að líta á livert nýtt ár, sem vér fáum að lifa, einsog eitt ár tili er oss er veitt, ef verða mætti, að vér bærum meiri og betri ávöxt. Hvorki einstaklingar né mannfélags-hópar mega því beldr gleyma því, að beri þeir lítinn eða engan ávöxt, spilla þeir aðeins jarðveginum. Þetta liðna ár befir á margan hátt verið blessunar- ríkt ár fyrir kristnina. Einkuin má geta þess, hvernig meðvitundin um það hefir þroskazt, að aðal-hlutverk kristninnar sé að lilýðnast síðustu skipun frelsarans um að flytja gleðiboðskapinn allri skepnu. Aukinn skiln- ingr á þessu og aukin framkvæmd í verki liéldust í liendr í kristninni á nítjándu öldinni. 0g bvert árið, sem liðið hefir af þessum fyrsta ártaug tuttugustu aldar, hefir miðað þessu áfram að mun. I þessu tilliti hefir liið liðna ár að mörgu leyti verið merkisár. Albeims-kristniboðs- þingið, sem haldið var í Edinborg á Skotlandi frá 14. til 23. Júní, er eitt af merkilegustu þingurn í sögu kristn- innar. Þúsundir manna frá öllum kristnum löndum voru þar saman komnar — ýmist erindsrekar eða gestir —til að íhuga afstöðu kristninnar við hinn ókristnaða keim. Andi sá og áhugi, sem einkenndi ])ingið, spáði líka, vel fyrir því, að framkvæmdir muni aukast að mun í máli þessu. Þar kom fram svo lifandi og ákveðinn vitnisburðr um fasta trú á boðskap kristninnar, hinn sögulega og upprunalega, frá mönnum í ýmsum löndum, að það hlýtr að vera til mikillar trúarstyrkingar fyrir alla, sem ef til vill um of líta á skuggahliðarnar á lífi nútíðarkristninnar, og freistast því hœglega til að varpa frá sér djörfung og liugrekki. „Sam.“ hefir flutt hina frægu rœðu Bryan’s við það tœkifœri. Það er þriðja alheims-þingið, sem fjallar um þetta mál. Fyrsta þing- ið var lialdið í Lundúnum árið 1888, og það annað í New York árið 1900. En þetta síðasta var bæði fjölmennast

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.