Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1910, Blaðsíða 43

Sameiningin - 01.12.1910, Blaðsíða 43
319 Eg fór aftr aS' veröa glaör og ánœgö r meö lífið), þvi nú vissi eg það, aö blessað litla larnbið haföi ekki tekiS út eins sárar þrautir og eg hélt í fyrstu, og aS guS algóSr hefSi ekki, þrátt fyrir þetta slys yfirgefiS þaS — og aS hann á einhvern mér óskiljanleg- an hátt hefSi hjálpaS því í nauSum þess. Séra Jón Sveinsson, höfundr sögunnar, sem birtist þýdd á ís- lenzku í þessu blaSi, er borinn og barnfœddr á íslandi, sonr Sveins heitins Þórarinssonar, amtmannsritara á MöSruvöllum í Hörgárdal, og Sigríðar konu hans, sem seinna giftist William Taylor, enskum manni hér vestra; hún lézt í Winnipeg í fyrra eftir aS hún um nokkur ár hafSi veriS ekkja í annaS sinn. BróSir séra Jóns er hr. FriSrik Sveinsson, vel þekktr maSr hér í bœnum. Séra Jón Sveinsson ásamt öSrum bróður, sem fyrir mörgum árum er andaðr, fluttist á barnsaldri frá íslandi og ólst upp úr því erlendis, í kaþ- ólsku kirkjunni; til undirbúnings prestsembættinu mun hann hafa fengiS ágæta menntan. SagSr mesta ljúfmenni. Ann mjög ís- landi. FerSaðist þangað nýlega og hefir á dönsku ritað einkar vel um þá ferð og sitthvaS úr sögu þjóðar vorrar. Önnur og þriSja bók af BRN HÚR, hinni frægu skáldsögu eftir Lewis Wallace, í íslenzkri þýSing — þeirri er áðr hefir smá- saman birzt í „Sam.“ — kemr nú út í bókarformi, meS sömu gjörS og fyrsta bókin (Fyrstu jól) í fyrra; en í þessu bindi er meira les- mál en hinu, er þá kom út. Hvort bindið um sig frábærlega hentug jólagjöf. Til sölu í bókaverzlan hr. Halldórs S. Bardal hér i Win- nipeg. LjóSin tvenn í blaði þessu: / jólaljósinu og Skammdegishugsun eru eftir „Jón Jónsson", er á ensku myndi vera sama sem ‘Ano- nymus’. Höfundrinn dylst þó naumast. En ritgjörSin Líf sam- boðið hátíð Ijósanna besta jólagjöfin er frumsamin á ensku af Henry Van Dyke, kennimanni i kirkju Presbyteríana, nafnfrægum rithöf- undi og skáldi. Vér höfum tvisvar áSr látið blaS þetta flytja í þýSingum ágætar greinir fyrir jóla-hátíðina eftir sama höfund. Þrír þeirra manna, sem myndir eru af í blaði þessu, voru heiSrsgestir á júbílþingi kirkjufélags vors hins íslenzka lúterska sumarið sem leiS: þeir dr. Jacobs, dr. Gerberding og dr. Stub. Dr. Weidner hefir áSr sókt oss heim.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.