Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1910, Blaðsíða 37

Sameiningin - 01.12.1910, Blaðsíða 37
313 nefnd kosin til þess aö undirbúa framkvæmdir í því máli. Urn haustiS var byrjaö á grunni kirkjunnar, og fullsmíöuð var hún á síSastliSnu sumri. Vígsla hennar fór fram, einsog sagt er frá í síS- asta blaSi, sunnudaginn 6. Nóvember síöastl. Kirkjan stendr á landi Þorsteins Jónssonar, andspænis grafreit safnaSarins. Aöal-kirkjan er 36 fet á lengd og 28 á breidd; í henni eru sæti fyrir allt aS 200 manns. Út úr norSrstafni er kór 12x16 f.; í honum er altari og prédikunarstóll; útúr austrhliS gengr álma I2x 24; þar er pallr fyrir organ og söngsveit og skrúShús prestsins. Þar sem þessi álma kemr viS aSal-kirkjuna er turninn reistr, og er hann um 60 fet á hæö; í honum neöanveröum er forkirkja, sem ganga má inn í aS sunnan og austan. — Kirkjan stendr á steinsteyptum grunni, mjög sterkum og undir nokkrum hluta hennar er kjallari fyrir hitunarvélina. Allir eru gluggar úr marglitu gleri, 13 alls, mjög fallegir. Sætln, sem eru yfir $400 viröi, eru gjöf frá kvenfélagi safnaSarins; þaS hefir einnig gefiS altariS, altarisgöngu-áhöldin og klukkuna. Einkar hljómfagrt organ gaf Good Templara stúkan „Tilraun“ kirkjunni. MeS öllum áhöldum er kirkjan nú nokkuS á 6. þúsund clollara viröi. Fyrir smíSinu á kirkjunni stóS hr. Jón Ólafsson frá Glenboro. — Ekki er þaö ofsagt, aö þessi kirkja er FríkirkjusöfnuSi til mikils sóma, og verör hún væntanlega meS guös hjálp söfnuSinum til mikillar blessunar á ókomnum tímum. Barnasálmar á jólum. Þýddir úr ensku af séra N. Stgr. Þorlákssyni. I. Little children! can you tell? í Sd.skóla.—ForstöSum. syngr : 1. Syngiö bæöi’ og segiö frá sögu þeirri, börnin smá! Því guSs englar kæru kátt kyrja lag og syngja hátt mæran jóla-morgun. Skólinn syngr: 2. Syngja skulum sögu þá, sönginn okkar hlýSiö á, því guös englar kæru kátt kyrja lag og syngja hátt mæran jóla-morgun. 3. Hiröar úti helga nótt hjaröar gættu, allt var hljótt, ljóma-dýrS á lofti sjá,

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.