Litli Bergþór - 01.04.1991, Blaðsíða 3

Litli Bergþór - 01.04.1991, Blaðsíða 3
RITSTJÓRNARGREIN Litli-Bergþór karlinn er heldur seint á ferðinni að þessu sinni. Ekki stafar það þó af því að hann sé orðinn svo fótlúinn. Hann er enn í fullu Qöri, og það er raunar ritstjómin líka. Orsökin er liklega frekar sú að þetta ágæta fólk í þessari ritstjóm er í svo miklu fjöri, að það hefur ekki nægan tíma til að sinna þessu verkefni. Sumt er að leika í leikriti, annað leikur í körfuboltaliði og enn annað syngur í kór og undirbýr M-hátíð. Þá er til í þessum litla hópi fleiri en einn sem býður sig fram til Alþingis og allir em að fást við sitthvað annað, fyrir utan sitt daglega brauðstrit. Vonandi ber blaðið þessa merki á þann hátt að það fylgist með og með góðum vilja má þar skynja æðaslátt mannlífsins hér um slóðir. Nú ermildumvetrisennaðljúka. Hann hefur verið notaður til margra góðra hluta, bæði í verklegum og menningarlegum efnum hér um slóðir. Stór á hefur verið brúuð, leiksýning uppfærð, mikið framleitt af þak-og veggeiningum, nýr boðunarbæklingur hefur hafið göngu sfna, M-hátíð skollin á, svo fátt eitt sé nefnt. I hönd fer vonandi gjöfult og gott sumar, með enn meira menningarstarfi, húsabyggingum, vegagerð og öllu mögulegu öðru, til heilla fyrir fólk og byggð. A.K. Mér finnst ég eiginlega vera milli steins og sleggju í pólitíkinni, í L-B, í öllu. Og líka hér, frá toppi til táar! Elskulegu áskrifendur og stuðningsmenn! Okkur sem störfum að blaðinu í ár og höfum gert undanfarin ár finnst mjög áríðandi að minna á að Litli-Bergþór er mjög viðkvæmt blað og heldur aðeins áfram að vaxa og dafna á meðan áhugi aðstandenda blaðsins er á því. Talsvert beráþvíað fólk læturgíróseðlana sem árlega fylgja blaðinu bíða og jafnvel gleymast, enda er harkan í innheimtu lítil og engir dráttarvextir verða á uppsöfnuðum skuldum. Eflaust ræður þarna gleymska en við biðjum alla velunnara blaðsins að muna eftir árgjöldunum. Með virðisaukaskatti dalaði heldur hagur blaðsins, en ef allar áskriftir hefðu verið greiddar væri staða blaðsins miklu betri en hún er f dag. Nokkrir áskrifendur hafa ekki greitt tvö til þrjú undanfarin ár og jafnvel meira. Við munum álíta sem svo að fólk kæri sig ekki um áskrift ef ekki verður greitt fyrir þetta ár og þannig munum við ekki senda skuldurum blaðið oftar. En auðvitað erþað blaðinu í hag að hafa sem flesta í áskrift og því viljum við endilega minna á að gíróseðill fylgir þessu blaði. Gjaldkeri. Litli - Bergþór 3

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.