Litli Bergþór - 01.04.1991, Blaðsíða 8

Litli Bergþór - 01.04.1991, Blaðsíða 8
Heiðraða samkoma! Mér er efst í huga þakklæti til allra þeirra mörgu, sem hafa greitt fyrir framgangi brúargerðarinnar. Allar sagnir af samgöngum úr Biskupstungum eru á einn veg, erfiðar bæði að og frá sveitinni og einnig milli sveitar- hluta. “Eitt er langið ægi girt” segir í ljóði Matthíasar. Eins má segja að Biskupstungur séu straumvömum girtar þar sem Hvítá fellur fram að austan og sunnan og Brúará að vestan. Ekki nóg með það, heldur klýfur Tungufljót sveitina í tvennt. Ekki var komist um þetta svæði nema fara þessi straumvötn á vöðum eða feijum. Þjóðleið lá þvert yfir sveitina ofanverða, komið var að austan yfir Hvítá á Kópsvatnseyrum, en þar var besta vaðið, þaðan yfir Tungufljót á Valdavaði og Brúará hjá Reykjabæjunum. Sögur herma að þessa leið hafi Rosi á Svínafelli komið er hann reið til þings eftir Njálsbrennu og kom hann við í Tungu og þáði beina fyrir sig og sitt lið hjá Ásgrími bónda og sagan segir að orðaskipti hafi verið fá og köld þeirra í milli. Ferjustaðir voru fjölfamir hjá Iðu, Auðsholti og Reykjanesi og eru þeir allir neðarlega í sveitinni. Fyrstu samgöngubætur áþessu svæði munu vera upphlaðnir vegspottar yfir verstu mýrarsundin og voru það kallaðar brýr. Þær framkvæmdir voru unnar í svo kölluðum „skyldu- dagsverkum" sem voru lögleidd fyrir löngu síðan, en þau áttuallirverkfærirkarlmenn að innaaf hendi, eittdagsverk á ári og var það skipulagt af ráðamönnum hreppsins. Mestu mannvirki af þessu tagi voru Langabrú framan Borgarholts, yfir Múlanes, Langasund hjá Skálholti og margir styttri spottar víða um sveitina. Þessi skylda á verkfæra karlmenn gilti fram á miðja þessa öld, en seinustu árin var greitt með peningum tíl sveitarsjóðs, þar til þetta var af lagt. Á þessu ári er öld liðin frá byggingu Ölfusárbrúar, sem var mikið mannvirki á þeirri tíð. Síðan rak hvert stórvirkið annað, t.d. brú á Þjórsá og Sogið. Fyrir konungskomuna 1907 var gert stórt átak í samgöngum þar sem lagður var vegur frá Þingvöllum um Laugardal og austur með Hlíðum að Geysi og þaðan yfir á Brúarhlöð og niður Hrunamannahrepp. Þessi leið var kölluð „konungs- vegurinn". Þetta var mikil samgöngubót fyrir þá sem fóru „efri leiðina" sem kölluð var til Reykjavíkur. Leiðir yfir Tungufljót voru á vöðum og ferjum. Vöðin voru ofan við fossinn Faxa, en ferjur neðar. Efst var vað á Víkureyrum. Var það á kirkjuleið til Haukadalskirkju, oftast farið á hestum, en það kom fyrir að það væri vaðið. Þegar konungsleiðin var gerð var byggð veikbyggð hengi- brú yfir Tungufljót hjá Bryggju. Hún var tekin niður þegar Gullfossvegur var tekinn í notkun. Neðar með Tungufljóti var fjölfamast á Valdavaði móú Holtakotum, það var á leið þeirra fjölmörgu sem fóru Hvítá á Kópsvatnseyrum og upp að Hlíðum, einnig var farið þar með kaupstaðarlestir og þeir sem fóru í skóg upp að Hlíðum fóru þar með skógarlestir. V ar það erfiður flutningur í straumvatninu. Valdavað tók af í Hagavatnshlaupinu 1929. Önnur vöð voru minna farin. Tungufljót var ekki reitt neðan Faxa vegna stöðugrar sandbleytu og voru því eingöngu notaðar ferjur á þeim kafla. Lögferja var á Reykjavöllum og fór þar um Torfastaða- prestur er hann fór til Bræðratungukirkju var sú ferja notuð afmörgum. Reykjavallaferja lagðist af er vegur var kom- inn upp að Fellskoti. Þegar hér er komið sögu er Króksferja eingöngu notuð. Á þessum árum kom til meiri viðskiptabúskapar en áður hafði verið og var það til þess að flutningar jukust mikið. Þama var mjólkin flutt yfir í tvo áratugi. Fylgdi því mikið erfiði og slark. Vegurinn upp sveitina lengdist ár frá ári og var þá farið að vinna að því að fá brú á Fljótið og var henni ætlaður staður á Vatnsleysugljúfri. Þar var skemmst yfir og þar austur af tóku við melar, sem þóttu góðir til umferðar að sumarlagi. Einnig tengdist þessi leið konungsleiðinni við Brúarhlöð. Vorið 1928 var kosið til hreppsnefndar að hluta til og sýslunefndar og get ég þess hér vegna eftirfarandi sögu. Skúli í Bræðratungu var fyrst kosinn til sýslunefndar á þessum kjörfundi. Sýslumaður Magnús Torfason boðaði til aukasýslufundar í Tryggvaskála þ. 21. des. og mætti Skúli þar í fyrsta sinn. Fundurinn var ekki boðaður með dagskrá, því ekki vitað hvaða málefni ætti að taka fyrir. Magnús setti fundinn og segir að eitt mál liggi fyrir þessum fundi, það sé bygging brúa á S tóru-Laxá og Tungufljót í Biskupstungum og hvort menn vilji leggja tilskilið fé úr sýslusjóði til þeirra fram- kvæmda og „... gef ég fulltrúa Biskupstungna orðið“. Faðir minn sagði að sér hefði orðið hverft við, þar sem hann vissi ekki fyrir um þetta,en jafnframtsagði hann að auðvelt hefði verið að tala fyrir málinu því þörfin hefði verið aug- ljós og framlag sýslunnar var samþykkt samhljóða. Mikið var haft fyrir að kalla menn saman úr öllum hreppum sýslunnar í svartasta skammdeginu til að fullnægja forms- atriðum einum saman. Brúin var byggð og tekin í notkun sumarið 1929. Ég man ekki fyrr eftir að menn sem bjuggu við þær aðstæður sem fram hefur komið, að þeir gældu við það að brú yrði byggð á feijustaðnum á Króki og jafnvel að það hafi tafið fyrir lagningu vegar frá brúnni sem komin var, enda kom hún að litlum notum fyrir þá sem bjuggu í neðan- verðri Eystri-Tungunni, þar til vegur var lagður niður í Tunguhverfið en því var að fullu lokið 1952. Eins ferðamáta er ógetið, en það er ferðalög á ísum, sem voru oft kærkomnar ferðaleiðir. Þá komust menn hratt yfir og beinna en í annan tíma, þó þurfti að gæta varkámi ef vel átti að fara. ís á Tungufljóti var afar viðsjáll og hlutust stundum óhöpp af. Eitt sinn var Páll Þorsteinsson í Borgarholtskoti á leið milli bæja með byrði á baki. Þá brast ísinn á ferjustaðnum og vamingurinn tapaðist, en hann gat stöðvað sig við skörina þar til hjálp barst. Annað tilvik nokkm fyrr að Þorsteinn Sigurðsson á Vamsleysu hugðist nota gott færi og skreppa erinda austur í Hrunamannahrepp og fór beinustu leið og fór hratt, en þegar á Fljótið kom framan við S vínhöfðann brast ísinn, en honum tókst að halda sér uppi. Litli - Bergþór 8

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.