Litli Bergþór - 01.04.1991, Blaðsíða 19

Litli Bergþór - 01.04.1991, Blaðsíða 19
17. janúar var mjög tilfmningaþrunginn dagur fyrir blaðamann Litla-Bergþórs. Þegar landslýður reisti höfuðiðfrá kodda og kveikti á útvarpi kom í Ijós að úti í heimi varskollið á hroðalegt stríð ogfólki hraus hugur við tilhugsunina um þær hörmungar sem myndufylgja í kjölfarið, dauðsföll og eyðilegging. Um kl. fjögur fékk svo Litli- Bergþór upphringingu um þaö aö mjög fallegur atburður ætti sér staö á Brautarhóli, en þangað haföi Oddný boðiö börnumfæddum, ÍTungunum, á árinu 1990, ásamt mæörum þeirra. Litli-Bergþór brá sér á þessa fallegu samkomu og tók nokkrar myndir, en ýmsar þarfir yngstu borgaranna töföu þaö aö hægt væri aö raöa sér upp og fá myndir af öllum, mæörum og börnum. Þaö tókst þó aö lokum og eru allir mettir en sumir orðnir nokkuð þreyttir. Framtak Oddnýjar er lof svert og yndislegt og væri veröldin sannarlega notalegri ef hennar sjónarmiö fengi aö ráöa í samskiptum fólks, en ekki hernaðarhyggja. Hekla kórónaöi svo þennan dag meö því aö hefja gos rétt fyrir kl. 17 og skartaði mikilli fegurö í um klukku- tíma áöur en skyggni tók aö spillast, en feguröin innan dyra á Brautarhóli var mikilvægust þessara atburöa aö mati Litla-Bergþórs, eins og hiö smáa í tilverunni er reyndar oftast. D.K. Mœður og börti: Elínborg og Dýrfinna, Iðu ; Kolbrún og Samúel Birkir, Holtakotum ; Marta og Gísli Þór, Heiði; Bryndís og Gísli Rúnar, Helgastöðum ; Erla og Helga, Spóastöðum ; Sigríður og Jóna Sigríður, Vatnsleysu ; Ásrún og Selma, Víðigerði; Hafdís og Guðmundur Hermann, Brú ; Oddný og Oddur Bjarni, Brautarhóli. (Tekið skal fram að ekki gátu allir nýburar 1990 mætt.) Litli - Bergþór 19

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.