Litli Bergþór - 01.04.1991, Blaðsíða 15

Litli Bergþór - 01.04.1991, Blaðsíða 15
höndunum. Þaðerekkimikiðsemmaðurgeriráhverjumdegi. Svomaðurhugsar sér ekki að fá hátt tímakaup fyrir verkið enda ætlaði ég nú að gefa henni pokann þama á safnið en hún vildi nú endilega borga aðeins fyrir hann og gerði það. LB: En vefstóllinn hefur verið notaður mikið í þínu ungdæmi og seinna þegar þú og Magnhiidur fóru að búa? S: Já, konan mín var náttúrulega mikil handavinnukona og það var smíðaður handa henni þessi vefstóll þegar hún var ung kona og hún óf allt mögulegt í honum bæði ytri og innri fatnað, fínar og grófar voðir, sængurvoðir og brjóst í manchettsskyrtur og hvað eina og svo náttúrulega slitföt. LB: Var þetta þá aðallega ofið úr ullarbandi? S: Já, og til að mynda rúmfötin úr tvisti, sem er svona tvinni sem ofið var úr. LB: Magnhildur, hvernig stóð á þvf að þú fékkst vefstólinn á sínum tíma? M: Ja, það var ofið mjög mikið heima hjá mér, mamma kunni að vefa og það var til gamall vefstóll en svo gekk hann úr sér og þá létum við bara smíða vefstól og það er sá stóll sem ég á núna og er verið að nota. Það eru kallaðir finnskir vefstólar. LB: Veistu nokkuð hver smíðaði vefstólinn? M: Já, ég veit það, hann er lifandi enn og heitir Diðrik Jónsson og á frændfólk héma í Einholti og meira að segja náfrændi Sveins. Hann var smíðaður 1930 og hann var smíðaður heima. Svo smíðaði hann líka vefstóla á Gýgjarhóli og Fossi. Bestu þakkir fyrir spjallið, kaffið og notalegan „baðstofuanda". SB Meistaraverkið eftirsótta. JARÐVARMIER 0 Látiö SET einqngrun vernda varrmann Eyraveyi 43 - 800 Selfossi Box 83 - Simi 98 22700 Vídeóleigan Stóra - Fljóti ✓ Urval af myndum við allra hæfi. Vídeótæki til leigu. Opið frá 17:00 til 23:00 alla daga. Leggjum áherslu á góða þjónustu. Sími 68846. Litli - Bergþór 15

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.