Litli Bergþór - 01.04.1991, Blaðsíða 22

Litli Bergþór - 01.04.1991, Blaðsíða 22
höfð. Hann skal rita skýrslu um starfsemi félagsins á hverju ári og leggja fram á aðalfundi. Formaður skal boða til fundar eigi sjaldnar en annan hvem mánuð og honum er skylt að halda stjómarfund ef meirihluti stjómar óskar þess. Gialdkeri skal veita móttöku öllum tekjum félagsins og greiða reikninga þess. Hann skal sjá um reikningshald félagsins og leggja fram skriflegan endurskoðaðan ársreikn- ing á hverjum aðalfundi. Ritari skal sjá um að allar fundargerðir séu skráðar í fundargerðabók félagsins. Hann skal einnig skrá fundar- gerðir stjómarfunda í þar til gerða bók. Ritari skal gera félagatal á hverju starfsári. 13. gr. Aðalfundur, Aðalfundur félagsins skal haldinn árlega fyrir 31. mars. Til aðalfundar skal boðað skriflega með minnst viku fyrir- vara, og telst hann löglegur ef löglega er til hans boðað. Rétt til setu á aðalfund með málfrelsi og tillögurétt hafa allir lögmætir félagar. Atkvæðarétt á aðalfundi hafa allir félagar 12 ára á árinu og eldri. Kjörgengir til stjómar og nefndarstarfa em lögmætir félagar 12 ára á árinu og eldri, nema til formanns og gjaldkera skulu þeir vera fullra 18 ára. Tillögur um brey tingar á lögum félagsins skal senda aðal- stjóm eigi síðar en tveim vikum fyrir aðalfund og skulu þær undimtaðarafflytjendum. Á aðalfundi ræður einfaldur meirihluti atkvæða úrslitum mála nema þegar um er að ræða breytingar á lögum félagins og sölu eða kaup á fast- eignum. Þar skal ráða 2/3 atkvæða. Aðalfundur félagsins fer með æðsta vald allra mála félagsins. 14. gr. Fastar tekiur. a) hluti af árgjaldi félagsmanna. b) aðrar tekjur sem ekki koma inn á svið deilda. 15. gr. Heimilt er aðalstjóm félagsins í lok hvers starfsárs að krefja einstakar deildir um framlag fyrir þá félaga deildar- innar sem ekki hafa greitt árgjald. 16. gr. Heiðursfélaei. Aðalstjóm félagsins er heimilt að kjósa heiðursfélaga í þakklætisskyni fyrir vel unnin störf sé hún því einróma samþykk. Heiðursfélögum er heimil þátttaka í öllu starfi félagsins, en em undanþegnir skyldum þess. 17. gr. Deildir. Hver deild félagsins hefur sérstaka stjóm og sjálfstæðan fjárhag og hefur tekjur af: - árgjöldum félaga, - styrktarfélagsgjöldum, - öðmm tekjuöflunarleiðum sem ekki rekast á við starf annarra deilda. 18. gr. Stjóm hverrar deildar skipa 3 menn: Formaður, gjaldkeri og ritari og skulu þeir kjömir á aðalfundi deildanna ásamt tveim til vara. Kosið skal sérstaklega um hvem stjómar- mann. Kjörtímabil deildarstjóma er á milli aðalfunda við- komandi deilda. Hver deild skal halda gjörðabók um allt markvert sem fer fram innan deildarinnar. í lok hvers starfsárs skal tekið saman yfirlit um starfsemina sem síðan skal tekið upp ísameiginlegri skýrslu félagsins. Ársyfirlit skal afhenda aðalstjóm félagsins eigi síðar en 15 dögum eftir aðalfund deilda. 19. gr. Aðalfundir deilda skulu vera haldnir fyrir 15. febrúar ár h vert þar sem skýrsla og ársreikningur deildarinnar er lögð fram. Atkvæðisrétt og kjörgengi til stjómar og nefndarstarfa hafa allir félagar deildarinnar 12 ára á árinu og eldri, nema til formanns og gjaldkera verða þeir að vera fullra 18 ára. Til aðalfundar deildar skal boða með viku fyrirvara og er hann löglegur sé löglega til hans boðað. 20. gr. Heimilt er deildarstjómum að afla styrktarfélaga sem em undanþegnir þátttöku í störfum á vegum viðkomandi deilda. 21. gr. Hætti einhver deildin störfum er stjóm deildarinnar skylt að afhenda eignir hennar til aðalstjómar félagsins. Taki deildin ekki til starfa að nýju innan 3 ára renna eignir hennar í sjóð aðalstjómar félagsins. 22. gr. Reikningsár félagsins og deilda skal vera almanaksárið. 23. gr. Hætti félagið störfum skal með sjóði þess og öðrum eignum mynda sjóð er ávaxtist í banka undir umsjá sveitar- stjómar Biskupstungnahrepps. Verði nýtt ungmennafélag stofnað innan 20 ára rennur sjóðurinn óskertur til þess. Verði slíkt félag ekki stofnað innan þess tima skulu skjöl og minjagripir ganga til bóka- og minjasafns hreppsins en sveitarstjóm er heimilt að verja sjóðnum til menningarmála í sveitinni. 24. gr. Með lögum þessum, samþykktum á aðalfundi 14. maí 1990 falla eldri lög félagsins úr gildi. Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi og þarf til þcss 2/3 hluta greiddra atkvæða. Getaskal lagabreytingar í fundarboði, og hverjar þær eru. Litli - Bergþór 22

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.