Litli Bergþór - 01.04.1991, Blaðsíða 26

Litli Bergþór - 01.04.1991, Blaðsíða 26
dundurs, fyrir utan að sleikja sólina, eða sitja með félögum okkar á einhverjum veitinga- staðnum. En við kynntumst líka innfæddu fólki. Sérstaklega kynntumst við einni fiskimannafjölskyldunni vel. Maðurinn talaði ágæta ensku, hafði lært og unnið sem verkfræðingur hjáríkinu, en lent í ónáð fyrir of vinstrisinnaðar hugmyndir. Eftir það gerðist hann fiskimaður eins og faðir hans og afar,- Þau bjuggu í smákofa á ströndinni og við komum oft við hjá þeim í kaffi og jafnvel mat. Konan hans kenndi mér singhalískan söng og texta, sem ég síðan æfði með gítarundirleik á ströndinni á kvöldin. Það var ekki erfitt að fá þessar 9 vikur á SriLanka til að líða. Eyjan er ein af þessum fallegu en ódýru ferðamannaparadísum sem gleymast seint og er nógu lítil til að hægt sé að fá nokkra yfirsýn yfir hana á tveim mánuðum. Sótsetur á pálmaströnd. Fólkið var yfirleitt vingjamlegt og hinir frum- stæðu lifnaðarhættir urðu fljótt eins heimilislegir og við hefðum alltaf átt þarnaheima. - Uxakerrur sem skröltu hjá, - vegavinnukarlamir, sem böxuðust með lekan biktank eftir veginum. Allsstaðar þar sem þeir höfðu hvílt sig var s vartur bikpollur. Það tók þá hálfan daginn að drösla tanknum að holunni, sem gera átti við og kveikja undir bikinu, síðan tók 10 mínútur að raða smá- steinum í gatið og hella bikinu yfir.... Fiskimenn á ströndinni í röð á kaðli, í reiptogi við stóru fiskinetin. - Eða hálfir á kafi í vatni, með sín fínriðnu kastnet. - Eða sitjandi á staur úti í víkunum með stutta bambusstöng og einn öngul, dorgandi eitt og eitt síli í einu. Friðsælt en ekki afkastamikið líf. En allarparadísir hafa sína bakhlið. Ferðamanna- straumur, vestræn áhrif og tæknivæðing setja mark sitt á land og þjóð og andstæðurnar milli hins fmmstæða hefðbundna lífs úti í sveitum landsins og „heimsborgaralífsins” í Colombo og stærstu ferðamannabæjunum voru áberandi. Þar voru ferðamenn, vestræn föt, vestræn tónlist. Og diskótek þar sem ungir innfæddir menn héngu á börum, í von um að eignast vini, sem borguðu undir þá farið til Evrópu eða Ameríku. Að sögn urðu þeir oft gimsteina- eða eiturlyfjabröskurum aðbráð, eðakynhverfummönnum, semborguðu glaðir flugmiða undir „lambakjötið” sitt heim. Þessir drengir höfðu enga möguleika á að hverfa aftur til fyrra lífs og vildu það sennilega ekki heldur. Engir feður myndu vilja giftadætur sínar þessum auðnuleysingjum, - mannorð þeirra var spillt. - Konumar virtust ekki eins móttækilegar fyrir hinum vestrænu áhrifum. voru ennþá of undirokaðar af gömlum siðum og „fordómum”. Það tíðkast enn að foreldrar velji gjaforð bama sinna og dætumar eru læstar inni í bókstaflegri merkingu fram að brúðkaupinu. (Eins og reynsla mín sannaði!). Fá ekki að fara út, hvað þá að kvöldi til, nema undir ströngu eftirliti fjölskyld- unnar. Við giftinguna fær maðurinn meðgjöf með konunni, siður, sem veldur því að stúlkur em oft engin óskabörn foreldra sinna hér, frekar en í Indlandi. En nóg um SriLanka. Við flugum til Singapore 11. maí '82 - til að fá enn eitt „menningaráfallið”. En meira um það næst. O Litli - Bergþór 26

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.