Litli Bergþór - 01.04.1991, Blaðsíða 7
Sóhn skfn.
því ég er dökkhæröur
gluggi er til aö horfa í gegnum,
En ckhi til að glápa á
eins og þú gerir.
GústaJ Lojisson. 9. bekk
Skíði
Mannfólkið stundar ýmis konar útivist, jafnt hér á landi sem annars
staðar. Má þarnefna fjallgöngur, útilegur, hestamennsku, siglingar,
fallhlífastökk og þar fram eftir götunum. En ég hef ekki hugsað mér
að skrifa um neitt af þessu, heldur um farartæki sem mannskepnan
hefur geist á, um öll fjöll og fyrnindi í gegnum tíðina. En það sem
er öðru vísi við þetta farartæki er að við verðum að nota okkar eigin
orku til þess að komast áfram, þetta eru nefnilega skíði..
Eg hef litlar sem engar upplýsingar um hver fann upp skíðin eða
hvenær. Ætla ég því að segja frá hvaða reynslu ég hef af skíðunum.
Ég kynntist skíðunum fyrst af alvöru þegar ég fór ásamt skólafélögum
mínum í Bláfjöll, sem er vinsæll skíðastaður hér á landi. Ég vissi
lítið um þessi farartæki annað en það að þetta voru tvær einhvers
konar spýtur, bognar að framan, og að þeim fylgdu tveir stafir, stórir
og klunnalegir skór og þau væru aðeins nothæf í snjó.
í fyrstu virtist þetta lítið mál, bara skella sér á skíðin og bruna niður
brekkumar. En annað kom á daginn. Þegar maður er kominn efst
í brekkumar og ýtir sér af stað, þá byija skíðin auðvitað að renna, og
sá sem hefur aldrei á skíði stigið veit náttúmlega ekkert hvernig á að
stoppa sig og þá er fjandinn laus.
En þá sem langar að stunda skíðaíþróttina geta sótt námskeið í
skíðakennslu. En jafnvel þó fólk sé búið að læra á skíði og sé mjög
klárt þá leynast hættumar alls staðar. Þannig að í augum sumra em
skíði aðeins stórhættuleg tól sem ættu ekki að fást á markaðinum.
Ég veit þess t.d. dæmi að manneskja sem lagði galvösk af stað upp
í brekku með allar hugsanlegar skíðagræjur, gerði sér lítið fyrir, tók
af sér skíðin og gekk niðurbrekkuna. En það hefur sjálfsagt haft sína
kosti, því sá hinn sami hefur getað notið útsýnisins betur fyrir vikið.
Skíðin hafa líka sína kosti. Þeir sem stunda þetta sport af miklu
kappi verða brúnir og sætir, (alla vega brúnir!). Svo er ekki verra
fyrir strákana að verða góðir á skíðum, því hvaða stelpur falla ekki
fyrir sætum súkkulaðibrúnum skíðagæjum?
Ég á sjálf skíði, ekki þó til þess að ganga í augum á skíðagæjunum
(því mér finnst þeir ekkert fallegri en aðrir), heldur til þess að
komast í náin tengsl við náttúmna og getað andað að mér fersku
fjallaloftinu. Ég hvet því alla til þess að reyna skíði einhvem tímann,
þó ekki sé nema einu sinni á ævinni. Þvíþó þetta sé frekar dýrt sport
þá er þetta bæði spennandi og gaman, en að sama skapi hættulegt
fyrir SUMA.
Guðrún Magnúsdóttir, 10. bekk.
RETKHOLTSSKOLASKaLD
Litli - Bergþór 7