Litli Bergþór - 01.04.1991, Blaðsíða 12

Litli Bergþór - 01.04.1991, Blaðsíða 12
Viðhorfskönnun meðal lesenda Litla-Bergþórs á blaðinu og innihaldi þess, fór fram í febrúar sl. Könnunina unnu nemendur 9. bekkjar Reykholtsskóla, ásamt kennara. Hringt var til 48 áskrifenda og þeir spurðir álits. Voru viðmælendur valdir af handahófi af áskrifendalista blaðsins, en alls eru áskrif- endur um 240. Um þriðjungur spurðra býr utan sveitarinnar. Flestir þeirra sem svöruðu voru á aldrinum 25-60 ára og virtist aldur ekki hafa afgerandi áhrif á viðhorf til blaðsins. Meirihluti var ánægður með blaðið eða 29 og 11 voru sæmilega ánægðir. Langflestir kváðust safna blöðunum (33 af 48). Þriðjungi fleiri karlar en konur svöruðu. Nokkuð var áberandi að stór hluti kvennanna nefndi að fólk mætti gjaman skrifa um skoðanir sínar áýmsum málum. Annars var að vonum misjafnt hvað menn töldu vanta í blaðið og hverju væri ofaukið. Dæmi um það sem viðmælendur töldu vera ofaukið var: upptalning nefnda, umfjöllun um íþróttir (einkum fijálsar), ferðasögur, pólitískur áróður og að blaðið líktist um of fréttablaði. Það sem m.a. var nefnt að vantaði í blaðið var: frásagnir frá ýmsum tímum, smásögur, skáldskapur, viðtöl, spumingaþættir, umræða um sveitarmál, meira mættí vera um sögu sveitarinnar, allskyns fróðleikur t.d. um jarðífæði og sagnfræði, efni frá skólanemum væri vel þegið og eins og áður er nefnt mættu lesendur segja álit sitt á mönnum og málefnum. Margir sögðu að blaðið í heild mætti vera léttara. Við vonumst til að könnunin leiði til þess að blaðið verði enn betra og lesendur taki nú við sér og sendi inn áhugavert efni. Okkur langar að lokum að þakka viðmælendum góðar viðtökur. 9. bekkur Reykholtsskóla. Allar nánari upplýsingar og pantanir LÍMTRÉ HF FLÚÐUM, HRUNAMANNAHREPPI 801 SELFOSS • SÍMI 98-66750 Litli - Bergþór 12

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.