Litli Bergþór - 01.04.1991, Blaðsíða 23

Litli Bergþór - 01.04.1991, Blaðsíða 23
sama hraða og síðustu 2 vikurnar í Indlandi Við náðum að þvímiður litlaensku. Ég varðþvíaðnotastvíð fingramáliðmeðan böðuðum okkur í öllum fötum í bæjarlæknum, og ég * ógefin ung stúlkan - fékk auðvitaðekki að fara út ákvöldin, heldur var læstinni á nóttunni eins og hinar heimasætumar! Að skilnaðí gáfum við Geirþrúöur. SriLanka. (Ceylon) 4. mars -11. maí 1982 Þvínæst drifum við okkur upp í fjallendi Sri Lanka. Klifum heilagasta fjall eyjarinnar, “Adamstind”, undir fullu tungli, ásamt þúsundum innfæddra pflagríma. Príluðum daginn eftir upp á hæsta fj all eyj arinnar og þustum svo á mótorhjóli um fjallshlíðar, þaktar teplantekrum, til að skoða okkur um. Þá þótti okkur nóg að gert í bili og héldum til strandar, þar sem við nutum sólarinnar og stunduðum “snorkl” eins og hugurinn gimtist í nokkra daga. (Þ.e. köralla- og fiskaskoðun með köfunargleraugum og loftröri.) Eftir að Marc flaug til Evrópu, leigði ég mér her- bergi í Negombo, litlu þorpi á vesturströndinni norður af Colombo og beið þar eftir þeim Önnu og Gauju. Eg hafði fengið skilaboð um að þær væru væntanlegar, en það liðu einir 10 dagar áður en þær birtust. Tímann notaði ég til að hvfla mig eftir hraðferð síðasta mánaðar, skrifa bréf, og fylgjast með daglegu lífi innfæddra. Það urðu fagnaðarfundir hjá okkur vinkonunum þegar við hittumst aftur eftir næstum þriggja mánaða viðskilnað. Þó gaman væri að ferðast með Marc og góð tilbreyting, var lflca gaman að tala íslensku aftur og heyra hvað hinar höfðu upplifað á leið sinni um Indland. Þær höfðu ferð- ast saman suður til Góa, m.a. heimsótt íslenska stelpu, sem lagði stund á búddisma íN-Indlandi, farið á 10 daga hugleiðslunámskeið o.fl. í Góa skildu leiðir, Gauja fór upp í fjöll S-Indlands að heimsækja frænku sína, er þar starfaði við flótta- mannahjálp. Anna hinsvegar varð eftir á sólar- ströndum Góa. Þeim seinkaði til SriLanka, þar sem báðum láðist að fá vegabréfsáritun til landsins. Hafði áður verið sagt að þess þyrfti ekki, en voru gerðar afturreka í Ramneswaram og urðu að fara til baka til Madras til þess að fá stimpilinn í passann. Þegar báðar höfðu skilað sér, drifum við okkur í snatri upp í hálendi Sri Lanka. Þar er svalara en við ströndina og mjög fallegt. Skógiklædd fjöll, víðáttumiklar teplantekrur í fjallshlíðunum og hitabeltisgróður neðar. í miðjum teplantekrunum, hátt uppi í hlíðunum, eru teverksmiðj umar. Hvítar stórar by ggingar, - allar eins,- byggðar af breskum landeigendum á sínum tíma. Og nóger náttúrufegurðin. Fyrstu vikumar notuð- um við til að njóta hennar, ganga á fjöll og skoða fossa. Milli staða ferðuðumst við í rútum eða í háfjallalestinni, semliggurm.a. eftirfjallshrygg einum, með útsýni oft á báða bóga, - og í gegnum 43 jarðgöng að því er sagt er. -Gauja var að vísu ekki mikið fyrir allar þes sar fj allgöngur og fossa- skoðanir. Hélt að við hefðum meira en nóg af þessu heima á Fróni. En lét sig þó hafa það,- Meðal þess sem við afrekuðum var að ganga “á heimsendi” og klífa “Adamstind”, fyrir utan alla fossana sem við skoðuðum. Við stöllurnar í fossaskoöun á Sri Lanka. Litli - Bergþór 23

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.