Litli Bergþór - 01.04.1991, Blaðsíða 13

Litli Bergþór - 01.04.1991, Blaðsíða 13
í 2. tölublaði Litla-Bergþórs, koma fram skiptar skoðanir á heiti árinnar, sem rennur í boga austan við Lamba- vatnsheiðina. Mér kom þetta á óvart, þar sem á æskuheimili mínu var ævinlega talað um Ásbrandsá og er ég þar sam- mála fermingarbróður mínum, Tómasi í Helludal. Nafn- giftin Árbrandsá var líka vel kunn. Ásbrandsá var talið réttara, þar sem það væri tengt Ásbrandi landnámsmanni í Haukadal. En ég hefði nú ekki verið að skrifa þennan inngang, nema vegna þess, að mér liggur annað í huga varðandi ömefni og staðsetningar á svæðinu. Ég las í sumar greinarkom í blaði, þar sem bent varágönguleiðirfrá Haukadal, þar sem stefnt væri á Bláfjallaslóðir eða jafnvel Kjalveg. Kjami greinarinnar var þó sá, að vara göngumenn við torfæm í leiðinni, sem væri Ásbrandsá. Nú vildi svo til, að þegar greinin birtist, hafði meginvatn árinnar verið flutt austur í Sandá, sem ber þess merki og meira að segja Gullfoss hefur aukið sinn skrúða með liðsaukanum. Meðan svo horfir er Ásbrandsá nánast farvegur og enginn torfæra. Hvað sem því líður, fræðir greinarhöfundur lesendur sína á því, að foss í ánni heiti Hávaðafoss. Ég hefi nokkrum sinnum farið meðfram allri Ásbrandsá og fullyrði að íhennierbaraeinn foss, sem heitirNátthagafoss. Nú hagar svo til, að spölkom neðan við fossinn, falla vötn- in saman, Ásbrandsá og Tungufljót. Þar var allstór malar- eyri, kölluð Sporður. Þar rétt við ármótin vom vöð á báðum vatnsföllunum. Var það kallað að fara yfir í Sporðinum. Upp frá Sporðinum, milli ánna er allmikið fladendi, sem heitirNátthagi. Innfráhonum aðaustanverðu em svo Nátthagahólar. Syðsti Nátthagahóllinn þrengir að ánni, þar sem hún fellur af stalli og myndar þokkalegan foss. Og hann dregur eins og hólamir nafn af nágrenni sínu og heitir Nátthagafoss. í riti Hjálmars R. Bárðarsonar, Hvítá frá upptökum til ósa, birtir hann mynd af Nátthagafossi, en sú meinlega villa kemur fram í skýringum við myndina, að fossinn sé í Tungufljóti. Höfundur bókarinnar gerir grein fyrir máli sínu. Þar segir: „Þegar áin kemur úr Sandvatni heitir hún fyrst Ásbrandsá, en Tungufljót þegar neðar dregur á Hauka- dalsheiðina. Rétt við heiðarbrúnina er eyðibýlið Hólar, og skammt þar frá fellur Tungufljót fram af heiðarbrúninni í fossi sem Nátthagafoss heitir.“ Hið rétta er, að framrás vatnsins úr Sandvami heitir Far. Það kemur fram vestan við Ásbrandshólma, en vestan við Farið em ömefnin Tögl og Skógarhlíð. Sunnan við Ásbrandshólma, fellur Farið í lítið bergvaUi, sem kemur fram austan við hólmann og síðan heitir vatnsfallið Ásbrandsá allan sinn veg suður í fyrmefndan Sporð, þar sem það rennur í Tungufijót. Menn veiti því athygli, að hér er ritað eins og vötnin rynnu í sínum foma farvegi, eins og var þegar umrædd bók kom út. í Hvítár- bókinni er minnt á lindámar, Laugá, Beiná og Almenningsá, sem sameinaðar falla í Tungufljót með allmiklu vatnsmagni. Hins vegar vantar alveg greinargerð fyrir upphafi Tungu- fljóts. Það kemur upp í Fljótsbotnum, sem em skammt innan við Nátthagann vestanverðan. Þar kemur upp á litlu svæði mikið vatnsmagn, sem fellursíðan í fremurþröngum farvegi, stuttan veg, fram í Sporðinn, þar sem Ásbrandsá fellur í það. Ætla ég að Fljótið sé þá fullkomlega jafnoki árinnar miðað við eðlilegt rennsli. Það em fleiri en Hjálmar R. Bárðarson, sem hafa ruglast í ríminu, þegar þeir nálgast Ásbrandsá. íritinu Suðri, sem kom út 1970, er grein rituð af Jóni Guðmundssyni í Fjalli, fær Tungufljót nokkra umfjöllun. Meðal annars er því slegið föstu, að efsta vað á því sé Lambavað. í sömu máls- grein er þetta áréttað, með því að segja, að upprekstrarfé af suðursveitinni hafi verið rekið yfir Tungufljót á Lambavaði. Þetta er rangt, af þeim ástæðum, að upprekstrarfé var aldr- ei rekið yfir Tungufljót og í því vatnsfalli er hvergi Lamba- vað. Hitt er rétt, að upprekstrar vom á þeim tíma árlegur viðburður. Var þá áð austan við Haukadal og oft komu rekstrarmenn heim að fá hressingu, áður en þeir lögðu á heiðina. Síðan var haldið af stað, upp Sauðholtstunguna, inn Selölduna, austur um Klofninga og yfir Stóm-Grjótá norðan við Skyggni. Síðan lá leiðin norður Skyggnisheiði og þá til austurs, innan við Fljótsbotna, þar sem Tungufijót áupptök sínogþaðanerskammtaðLambavaði íÁsbrandsá. Heitið Lambavað er réttnefni, því vaðið var gott, og svo dregur austurhluti Haukadalsheiðarinnar nafn af því, Lambavaðsheiði. Þess verður hér að geta, að fjallsafnið kom sömu leið til baka á hverju hausti. Það er minnisstæð sjón, þegar fjall- safnið kom sígandi fram af heiðarbrúninni og dreifði sér um alla Sauðholtstunguna, sem blasti við frá Haukadals- bænum. Annar hver bær í Haukadalssókn er í Eystri-Tungunni, og þvíaustan viðTungufljót. Mérverðurhugsaðtil kirkjuferða og líkflutninga yfir Fljótið á fyrri tímum. Furðu gegnir að engin slys virðast vera kunn frá þeim háskaferðum. Það var á ámnum nálægt 1880, að Tungufljót braust úr farvegi sínum og fór beina stefhu í fyrri farveg vestan við Langatanga. Áður hafði Fljótið tekið krappa beygju til austurs, norðan við Þverbrekkur, eins og farvegurinn ber vitni um. Væn sneið úr Bryggjulandi var síðan austan við Fljótið til tjóns fyrir ábúendur. Þeir vom þá, amma mín og afi, Katrín Guðmundsdóttir og Greipur Sigurðsson. Einhvemtíma var amma innt eftir því, hvort þessi nýja framrás Fljótsins, heíði áttséraðdraganda. Hún sagði,það hefði gerst á neinni nóttu. Þá minnti hún á að nýtt vað á Fljótinu hefði verið miklu verra en gamla Kirkjuvaðið við Þverbrekkur. Fyrsta brúin á T ungufljót var byggð fyrir konungskomuna 1907. Hana tók af í jökulhlaupinu 1929. Þá var Fljótið riðið á vöðum af eyrunum spölkom neðan við brúna, sem reistvar 1966. NúerþriðjabrúiníbygginguviðEngjaholúð á Felli, svo Fljótið, eins og það var oft nefnt í daglegu tali, verður vart farartálmi lcngur. Sigurgeir Kristjánsson. Litli - Bergþór 13

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.