Litli Bergþór - 01.04.1991, Blaðsíða 17

Litli Bergþór - 01.04.1991, Blaðsíða 17
Úr starfinu. Norskur fyrirlestur um „kirkjupopp". sinna menningar- og kirkjumálum. Undanfarið hálftannað ár hefurþví verið lögð megináhersla á að byggja upp þjónustu við kirkjuna. En í nánustu fram- tíð er markmiðið að efla til enn fleiri námskeiða og ráðstefna um menningarmál, en eins og menn vita hafa Menningar- samtök Sunnlendinga (MENSA) heimili sitt í Skálholti. Mesthefur sl. tvö ár borið á fermingarbamanámskeiðunum, sem eru alla virka daga áhaustmisseri (sept, okt, nóv.). Um 150 - 200 böm sækja námskeiðin í viku hverri þennan tíma, en um helgar em önnur námskeið og ráðstefnur. Aðrir fastir liðir em t.d.: kyrrðardagar, kirkjuleg starfsmannanám- skeið, söngdagar Jónasar Ingimundarsonar, og organista- námskeið. Hingaðkomakórar í æfingabúðir, hópar aldraðra frá Norðurlöndunum, sem dvelja í viku hver hópur, hópar fóstra o.s.frv. Sem dæmi um námskeið og ráðstefnur má nefna: Ráðstefna um siðferði opinberra starfsmanna, ráðstefna guðfræðinga úr H.Í., fundir skólastjóra á Suðurlandi, Skógræktarfélags íslands o.fl. Fyrstu 3 árin höfðum við hér fullorðinsfræðslu, (t.d. ensku- námskeið) fyrir sveitungana. En vegna fjárskorts og kennaraskorts varð ekki framhald á því síðasta árið. Það sem einkennir þetta skólahald nú er mikil fjölbreytni, rútína þekkist varla. Það gerir starfið mun meira krefjandi, en gefur líka gleði þegar vel gengur. Skólinn leggur mikið upp úr gæðum þeirra námskeiða, sem haldin em á hans vegum. Hann hefur einnig reynt að móta hlýja heimilis- stemmingu, sem hefur skilað sér í stórum og sístækkandi hópi Skálholtsvina, fólks sem kemur aftur og aftur vegna þess að það finnur að það er velkomið. L.B: Eru einhverjir fastráðnir kennarar við skólann? S: Nei, einungis er um að ræða tímabundnar ráðningar í sambandi við námskeiðin. L.B: Hvaðan koma þátttakendurnir og hvemargireru þeir á ári? S :Þátttakendumir koma flestir af S tór-Reykjavíkursvæðinu. En einstaka námskeið kallar þó á þátttakendur allstaðar að af landinu. Fjöldi námskeiða og þarmeð þátttakenda sveiflast eftir árs- tíma og er mest að gera á haustin meðan fermingarbama- námskeiðin standa yfir. Eftir áramót hefur hinsvegar verið rólegra og námskeiðin mest bundin við helgar. Sem dæmi má nefna að haustið 1989 stóð Skálholtsskóli fyrir45 nám- skeiðum, einn eðaísamvinnu viðaðraog voru þáttakendur 1832. Auk þess voru haldin 7 gestanámskeið á önninni, með 208 þátttakendum. Vorið 1990 voru haldin 16 nám- skeið á vegum skólans, með 501 þátttakanda. Olli fjár- skortur mestu um að þau urðu ekki fleiri. Gestanámskeið voru þá einnig 16 með 282 þáttakendum. Gistinætur á síðasta ári voru um 2300, sem er nokkuð gott. L.B: Hvað með endurbætur á skólahúsnæðinu? S: Við höfum einbeitt okkur að þ ví þessi 3 -4 ár, að láta gera við húsnæði skólans, svo það væri frá áður en viðbygging við heimavistina hæfist. Ástand hússins var orðið mjög slæmt, m.a. lak það á 17 stöðum, og hefur tekist að fækka þeim lekum til muna. Þá hefur verið skipt um á annað hundrað rúður, lagt nýtt parket og teppi á gólfin, settir „bremsuborðar" í tröppur, skipt um húsgögn í borðsal, aðstaða í eldhúsi bætt o.s.frv. Semsagt gagngerar endur- bætur. Einnig hefur húsið verið tekið í gegn að utan. L.B: Framtíðin? S: Skólahald kemur til með að laga sig að aðstæðum í framtíðinni. T.d. er líklegt að einhverjar breytingar verði á staðnum þegar vígslubiskup sest hér að. Rætt hefur verið um að koma hér á fót kirkjutónlistarstofnun og sitthvað fleira hefur komið til tals. En það er of snemmt er að segja meira um það. L.B: Hvernig hefur gengið að reka skólann? S: Það má segja að byrjunarárin hér í Skálholti hafi verið mjög erfið. Drungi og vonleysi lá yfir skólanum og mikil mótstaða og jafnvel andúð var við þær breytingar sem gerðar voru. Það hafði sjálfsagt þau áhrif, að erfitt var að fá fólk til starfa og það voru fáir, sem höfðu trú á fyrirtækinu. En þetta hefur gjörbreystog nú erþetta einhver yndislegasti vinnustaður, sem hugsast getur. Gæfa okkar er að hafa fengið til liðs við okkur gott starfsfólk, sem hefur memað og ber hag skólans fyrir brjósti. Hér ríkir starfsgleði, góður vinnuandi og léttur hlátur sem smitar... Það fer ekki milli mála að ált er við starfsstúlkurnar tvær, þœrRúnu og Margréti, sem ráða ríkjum íeldhúsinu og sjá um að enginn svelti og öllumfinnist þeir vera velkomnir. En áður en fréltamaðurLitla-Berþórs tekur til við að rekja úrþeim garnirnar, er hann boðinn í mat íeldhúskróknum. Starfið í mötunevtinu. Eftir að hafa sannreynt að þær stöllur, Magga og Rúna, eru listakokkar, tekst fréttamanni að fá þær til að setjast smá- stund og segja frá starfi sínu og viðhorfi til skólans. L.B: Hvernig er að vinna í Skálholtsskóla? Magga og Rúna brosandi í kór: Alveg frábært! L.B: Getið þið sagt mér svolítið frá ykkar vinnudegi? M:Vinnutíminn er mjög misjafn. í miðri viku á þessum árstíma er vinnutíminn frjálsari. Tímann notum við þá til að þrífa, baka og undirbúa fyrir næstu hópa. En þegar hópar eru, getur vinnutíminn hinsvegar verið frá 8 á morgnana til 10-11 á kvöldin. L.B: Skipuleggið þið matseldina langt fram í tímann? M: Bæði já og nei. Auðvitaö verðum við að vita aðeins fyrirfram hvað er framundan. Til dæmis er matur fyrir fermingarfræðslunámskeiðinalvegskipulagðurfyrirfram. Það er bara „rútína“, sem keyrir allt haustið. Fríða í Hross- haga vinnur þá vaktir á móti okkur til skiptis. Eins hafaþær Fríður og Brynja úr Laugarási leyst okkur af í fríum eða veikindum og verið mjög liðlcgur við okkur. R: Við reynum að kaupa allt scm við getum fengið innan- Litli - Bergþór 17

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.