Litli Bergþór - 01.04.1991, Blaðsíða 5

Litli Bergþór - 01.04.1991, Blaðsíða 5
Vestan Biskupstungnabrautar, móts við, Reykholt stendur stórt og mikið hús. I húsi þessu er, eins og flestir vita, verk- smiðia sem heitir Yleining. Starfsemin er ífullum gangi og þóttiLitla-Bergþór vel við hœfi að fá verksmiðjustjórann, Jónas Vigfússon, til þess að segja ofurlítið frá starfseminni. Og við gefum Jónasi orðið: Verksmiðjuhúsið. „í verksmiðjunni eru framleiddar tvær gerðir af þak- og veggeiningum. Annarsvegar þar sem burðarvirkið er úr timbri, einangrað með mismunandi efnum, aðallega steinull. Klæðning á neðra borði er mismunandi eftir óskum kaupenda og að utan krossviður og tjörupappi. Stærð eininganna er mismunandi en algeng breidd er 2,40 m og lengd eftir burðarvirki 4-6 m. Einingamar eru tilbúnar til uppsetningar. Tjörupappastrimill er lagður yfir samskeyti þannig að þegar einingamar eru komnar á húsið er það fokhelt og auk þess einangrað. Þessi tegundeininga er framleidd með framleiðsluleyfi frá TÁSINGERTRÆ í Danmörku. Þær henta jafnt á stærri byggingar sem og íbúðarhús. Hin tegund eininganna em stálklæddar innan og utan og úrethan á milli. Þær eru framleiddar sem þak og veggeiningar. Einnig framleiðum við á þennan hátt ýmsar stærðir kæli- og frystiklefa fyrir matvæli og henta til dæmis prýðilega sem grænmetiskælar fyrir garðyrkjustöðvar. Þess má geta að ræktunarhús Flúðasveppa er byggt úr þessum einingum. Upphaflega vom þessar einingar ffamleiddar hjá Berki í Hafnarfirði og em vélar komnar þaðan. Stöðugt er unnið að þróunarverkefnum hjá Yleiningu og verið að leita að nýjungum því möguleikamir eru miklir. Hafist var handa við byggingu verksmiðjuhússins veturinn 1990 og það reist þá um vorið. Það er byggt úr límtréssperrum og timbureiningum en ysta lagið er úrethaneiningar. Fljótlega var hafist handa við að framleiða timbureiningar í húsinu en úrethaneiningamar síðar eða í nóvember 1990. Fyrsta timburþakið frá Yleiningu er á Heklu-húsinu við Laugaveg í Reykjavík. Frá upphafi hefur verið mikið að gera og nú starfa 16 manns á vöktum við framleiðsluna og auk þeirra 3 á aðalskrifstofu í Reykj avík. Húsnæði fyrir aðkomumenn er á Brautarhóli. Það er þó bráðabirgðalausn og er rætt um að byggja húsnæði fyrir starfsmenn, líkt og Límtré hf. hefur gert. Svo er líka áhugi hjá einhverjum að byggja eigið húsnæði hér í Reykholti. Eins og staðan er í dag emm við að sprengja utan af okkur verksmiðjuhúsnæðið og það reyndar áður en búið var að ljúka við þetta hús, því eftir er að koma fyrir eldhúsi og skrifstofu.“ Litið innfyrir. Við látum þetta verða lokaorðin. Það er greinilega biart yfir þessufyrirtœki og við óskum Jónasi og hans mönnum alls hins besta í framtwinni. J.Þ.Þ. Litli - Bergþór 5

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.