Litli Bergþór - 01.04.1991, Blaðsíða 21

Litli Bergþór - 01.04.1991, Blaðsíða 21
1. gr. Heiti félaesins. Félagið heitir Ungmennafélag Biskupstungna, skamm- stafaðUmf. Bisk. FélagssvæðiðerBiskupstungnahreppur. 2. gr. Markmið félaesins. Markmið félagsins er að efla andlegan og líkamlegan þroska félaganna og stuðla að því að gera þá nýtari þjóð- félagsþegna. Vemda íslenska tungu og þjóðlega menningar- erfð og vinna að farsælum notum náttúruauðlindalandsins. Að vinna að markmiðum og stefnuskrá Ungmennafélags íslands með kjörorðunum “íslandi allt”. 3. gr. Markmiðum sínum hyggst félagið ná, meðal annars, með því að stuðla að fjölþættri félagslegri menningarstarfsemi. Með iðkun íþrótta og líkamsræktar og eflingu bindindis og fræðslu um óhollustu vímuefna. Vinna að vemdun og aukningu gróðurs landsins. 4. gr. Merki félagsins. Merkið er glímumaður sem heldur á kyndli. í forgmnn er opin bók með ártalinu 1908. I bakgmnn er táknmynd af Geysi. Litir merkisins em blár, grár, hvítur og rauður. 5. gr. Búningur oe litur. Aðallitir í keppnis- og æfingabúningum félagsins skulu vera blár og hvítur. Búningur skal vera auðkenndur félaginu. 6. gr. Félagið. Félagið er myndað af einstaklingum í deildum samkvæmt sérstakri spjaldskrá, en deildimar hafa sameiginlega aðal- stjóm, sem er æðsti aðili milli aðalfunda. Allsherjardeild heyrir undir aðalstjóm. 7. gr. Félagsaðild. Félagsmaður getur hver sá orðið sem er 7 ára á árinu og eldri og leggur fram skriflega beiðni um félagsaðild og er samþykktur af meirihluta stjómar þeirrar deildar er hann óskar eftir að vera skráður í. Heimilt er að skrá sig í fleiri en eina deild gegn greiðslu árgjalds viðkomandi deilda. 8. gr. Úrsögn. Úrsögn úr einstökum deildum skal tilkynna skriflega til aðalstjómar. Aðalstjóm staðfestir úrsögn. Félagar sem ekki hafa greitt árgjald til félagsins í tvö ár í röð hafa fyrir- gert öllum réttindum sínum innan félagsins og skulu ekki taldir félagar eftir þann tíma, en þó skal stjóm félagsins hafa samráð við viðkomandi aðila. 9. gr. Keppnisaðild. Hver sá sem hyggst taka þátt í keppni fyrir hönd félasins verður að uppfylla ákvæði 7. greinar hér að framan. 10. gr. Árgiald. Aðalfundur félagsins ákveður upphæð árgjalds og þau aldursmörk sem innheimta skal miðast við. 11. gr. AMstÍáSL Aðalstjóm félagsins skipa þrír menn, formaður, gjaldkeri og ritari, kjömir skriflega á aðalfundi félagsins ásamt tveimur varamönnum. Meginregla skal vera að kjömefnd komi með uppástungur um stjóm og nefndir. Kjörtímabil stjómar, varamanna og nefnda er eitt ár. Séu atkvæði jöfn við kosningu skal kosið að nýju bundinni kosningu um þá menn. Verði atkvæði enn jöfn skal hlutkesti ráða. Að auki eiga rétt til setu á stjómarfundum, með málfrelsi og tillögurétt formenn allra starfandi deilda eða fulltrúar þeirra, og skulu þeir boðaðir. Þeir aðilar sem kosnir em í aðalstjóm á aðalfundi félagsins mega ekki gegna formanns- stöðu í deildum félagsins. Meirihluti ræður úrslitum mála í aðalstjóm. 12. gr. Aðalstjóm félagsins ber að efla félagið á allan hátt og gæta hagsmuna þess í hvívetna. Aðalstjóm félagsins skal stjóma félaginu og sjá um fram- kvæmdir fundarsamþykkta. Þá skal stjóm heimilt að fela nefndum framkvæmd ýmissa mála og skulu fastanefndir kjömar á aðalfundi. Heimilt er stjóm félagsins að skipa þærnefndirsem hún telurþörf á. Stjómin hefurumráðarétt yfir öllum sameiginlegum eignum og ræður starfsemi þess í aðalatriðum í samráði við deildarstjómimar.. Stjómin skal sjá til þess að allir sjóðir félagsins ávaxtist í banka eða sparisjóði. Stjómin hefur heimild til að víkja mönnum úr félaginu álíti hún framkomu þeirra og gjörðir vítaverðar. Stjómin fer með yfirstjóm fjáraflana sem framkvæmdar em í nafni félagsins og veitir einstökum deildum heimild tii að nýta þær. Stjómin hefur úrskurðarvald í ágreiningsmálum sem upp kunna að koma innan félagsins og til hennar er skotið. Tekur ákvörðun um skiptingu fjármagns sem félagið hefur aflað og staðið að, að undanskildum styrkjum eða beinum framlögum til deilda. Vanræki einhver að halda aðalfund á tilsettum tíma skal aðalstjóm boða til fundarins og sjá um framkvæmd hans. Kaup og sala fasteigna félagsins er bundin aðalfunda- samþykkt með 2/3 hluta greiddra atkvæða. Formaður hefur á hendi æðsta framkvæmdavald í félaginu og skal hann gæta þess að allir starfsmenn félagsins gegni skyldu sinni. Einnig hefur hann yfimmsjón með eignum félagsins. Gæta skal hann þess að lög félagsins séu í heiðri Litli - Bergþór 21

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.