Litli Bergþór - 01.04.1991, Blaðsíða 18

Litli Bergþór - 01.04.1991, Blaðsíða 18
sveitar, t.d. allt grænmeti, kartöflur, blóm o.þ.h. og höfum átt mjög góð samskipti við sveitungana. Stefna skólans er jú sú, að versla sem mest innan héraðs, helst að fara ekki lengra til þess en á Selfoss. L.B: Hvað finnst ykkur um þá starfsemi, sem fram fer innan veggja skólans? MogR: Þettaeralltalvegyndislegtfólksemkemurhér. Sumirhóparerusvolítið stífir og stressaðir fyrst, en það er fljótt að fara af þeim. Á endanum koma allir niður í eldhúskrókinn, og þetta verður eins og ein stór fjölskylda. Sama hvort það eru prestamir úr fermingamámskeiðunum, viðskiptakonumar úr „Nctinu“,biskup- inn og fólkið úr kyrrðardögunum, eða aðrir, sem koma aftur og aftur. í fyrra var haldin hérpáskagleði fyrir fjölskyldur, sem tókst mjög vel. Sérstaklega minnistætt er líka gamla fólkið sem kemur hér í hópum frá Norðurlöndunum. Það heldur tryggð við okkur , og skrifar okkur bréf, þessar elskur. Skemmtilegast er þó að sjá fólkið úr sveitinni. T.d. kom hér fólk úr Skálholtssókn á fund vegna þorrablótsins, og til að kjósa í nýja þorrablótsnefnd. í leiðinni gerði það sér dagamun, spilaði félagsvist og drakk kaffi. Vorfundir Kvenfélagsins hafa líka verið haldnir hér tvisvar. L.B: Segið mér, hvernig fara kyrrðardagar fram? MogR: Fólkbaraþegir! Notar tímann til að lesa, skrifa, labba, sofa, íhuga. Tíða- gjörð er þrisvar á dag og sá sem sér um kyrrðardagana, oft gamli biskupinn (Sigur- bjöm Einarsson), er með hugvekju. Mjög friðsælt og afslappandi. L.B: Hvað gerið þið svo í frístundum ykkar? M og R: (hlæja) í fh'stundum erum við námsmeyjar. Sækjum kennslu í ensku og mannkynssögu tvisvar íviku niður á Selfoss íFjölbrautarskólann. Síðan em kór- æfíngar a.m.k. einu sinni í viku, og eitthvað félagslíf í kringum starfsemina hér. Því miður emm við oftast að vinna meðan á kvöldvökunum stendur, en krakkamir okkar taka þátt í kvöldvökunum af h'fi og sál og hafa mjög gaman að þessu. L.B: Hvernig er húsnæðisaðstaða fyrir starfsfólk hér? M og R: Eins og stendur búum við nokkuð þröngt í kjallara biskupshússins, en það mun standa til að innrétta aðra íbúð þar í kjallaranum og þá horfir þetta allt til bóta. L.B: Þið eruð semsagt ekki á förum héðan? M og R: Nei, ekki aldeilis. Hættum ekki hér fyrr en við verðum reknar! - Og eftir ummælum rektorshjóna að dæma em engar líkur á því. - Magga og Rúna. Meðan viðtölin fóru fram, var í gangi norskt gestanámskeið á vegum KFUM og K, frœðsludeildar þjóðkirkjunnar o.fl. Þaðan barstsöngurog hljóðfcera- sláttur, „kirkjupopp", sagði Guð- mundur Guðmundsson yfirkennari námskeiðsins, sem kom í hornið til okkar. Eftir að hafa smellt af nokkrum myndum af þeim norsku og heima- fólki,kvaddifréttamaður húsráðendur og starfsfólk Skálholtsskóla með ósk um velgengni og þakkaðifyrir góðar móttökur. G.S. íbúðai— og sumarhús af öllum stærðum og gerðum. Gerum föst verðtilboð að kostnaðarlausu. Ódýr og hagkvæm lausn. Skammur byggingartími. Hringið og fáið nánari upplýsingar. GAGNHEIÐI 1 - 800 SELFOSSI SÍMI98-22333 SAMTAKrFI HUSEININGAR LJ

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.