Litli Bergþór - 01.04.1991, Blaðsíða 20

Litli Bergþór - 01.04.1991, Blaðsíða 20
Jóhann Haukur Björnsson. Hann er ungur og fjölhæfur frjálsíþróttamaður. Hann hefur æft af krafti nú í nokkur ár og tekið miklum framförum jafnt og þétt. Árangur Hauks á síðastliðnu ári var mjög glæsilegur. Hannkepptiípiltaflokki 13 til 14 ára og varð t.d. þrefaldur héraðsmeistari, vann þrjá íslandsmeistaratitla, setti tvö HSK met í piltaflokki í 400 m og 800 m hlaupi og var í boðhlaupssveit HSK sem bætti íslandsmetið í 4xl00m boðhlaupi pilta. Þá lenti hann oft í öðru og þriðja sæti í hinum ýmsu greinum og var dijúgur með að hala inn stig fyrir sitt félag í stiga- keppnum. Haukur er mjög efnilegur hlaupari og varð í fyTsta sæti í Bláskógaskokkinu í flokki 15 ára og yngri. Hann varð þriðji í skólahlaupi HSK í flokki 14-16 ára. Þá náði hann mjög góðum árangri í geysifjölmennu hlaupi í sínum flokki á Landsmóti UMFI í Mosfellsbæ er hann varð í þriðja sæti. Jóhann Haukur er skemmti- legur íþróttamaður og hefur allt til að bera til þess að geta náð langt í íþrótt sinni. Hann er samviskusamur við æfing- ar og ákveðinn í keppni. En það sem er mest áberandi í fari Hauks og kannski mikilvægast er glaðlyndi og jákvæðni sem hefur smitandi áhrif á hópinn. (Úr ársskýrslu íþróttadeildar 1990.) Eva Sæland: Þrátt yfir ungan aldur hefur Eva náð sérlega góðum árangri sem hlaupari. Hennar sérgrein eru víðavangshlaupin og var ferillinn þar hinn glæsilegasti árið 1990. Hún keppti í Landsbankahlaupinu á Selfossi í maí og náði þar þriðja sæti í flokki 12 til 13 ára enhúnvarþá 12ára. IskólahlaupiHSKvarðEva í fimmta sæti í sínum flokki. Hún sigraði eftirminnilega og með yfirburðum í flokki s telpna í ÚMFÍ-hlaupinu og stakk keppinautana af. Það sama var uppi á teningnum í Öskju- hlíðarhlaupi ÍR. Hún varð sigurvegari í sínum flokki og skokkaði þar 3,5 km. Bestum árangri náði Eva þó eflaust í Reykjavíkurmara- þoninu. Þar hljóp hún 7 km skemmtiskokk og var ekki langt á eftir fremstu hlaupa- konumlandsins. Komfimmta í mark í kvennaflokki og lang- fyrstíflokki stelpna 12áraog yngri á mjög góðum tíma. Hún náði einnig ágætis árangri á hlaupabrautinni sl. sumar. Varð t.d. fyrst í flokki 11-12 ára í 800 m hlaupi á Íþróttahátíð HSK og fimmta áMeistaramóti íslands í sömu vegalengd, hljóp á 2,46,9 mín. Þá var hún valin í Bikarlið HSK lóáraogyngri. Kepptiþarí 1500mhlaupi og varð fjórða á 5,33,4 mín. Eva er efnileg hlaupakona og fer í keppni með það í huga að gera sitt besta. Hún er jákvæð og skemmtilegur félagi. Ef hún heldur áfram á sömu braut er framtíðin björt. Sam- kvæmt viðhorfs- /könnuninni er ég örugg- lega vinsælastur hér um slóðir. Eg vil segja það. Litli - Bergþór 20

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.