Litli Bergþór - 01.04.1991, Blaðsíða 24

Litli Bergþór - 01.04.1991, Blaðsíða 24
Til heimsendis var langt eins og vera ber, 15 km abb hvora leið. En ao lokum lá leiðin fram á dettabrún og þaðan var 1000 m hengiflug niður. - Miður á teplantekruna og þak teverksmiðjunnar ?yrir neðan. Ekki laust vio smá fiðring í maganum jegar kíkt var framaf. Eg hafði gengið á Adamstind með Marc einum mánuði fyrr, og fannst það svo stórkostleg lífsreynsla, að ég mátti til með að draga stelpumar með mer upp aftur, - á fullu tungli.- Adamstindur er heilagasta fjall SriLanka, keilu- laga, 2300 m hátt. Efst á toppinum er mótað “fótspor” í bergið, og utan um það hefur verið byggt hof. Sporið er heilagur staður í öllum trú ar- brögðum eyjarinnar, því kristnir segja að Adam hafi stigið þar til jarðar, búddistar að Búdda hafi tylltþarfæti áyfirreið umlöndino.s.ffv. Fótsporið er stórt eins og þessum merkismönnum sæmir, u.þ.b. einn metri að lengd og hálfur íþvermál. A fullu tungli, flykkjast þúsundir pflagríma upp á fjallið, að sýna fótsporinu lotningu sína. - Fullt tungl hefur mikil áhrif á fólk í hitabeltinu og eru ýmsir helgisiðir og hátíðahöld tengd því. Það verður skiljanlegra eftir að hafa reynt hitabeltis- svartmyrkrið, þegar ekki er tunglbjart. - Eftir sólarlag byrjar fólkið að þokast upp fjallið, syngjandi og muldrandi bænir í næturkyrrðinni. Að vísu er götuslóðinn upplýstur og með stuttu millibili eru litlir veitingastaðir, sem sinna verald- legu þörfunum, eins og mat, drykk og hvfld. Það gerir gönguna ekki alveg eins rómantíska, en mun þægilegri. Þegar upp kom, eftir 2-3 tíma göngu, fylgdumst við nokla-a stund með pflagrím- unum, sem streymdu inn í uppljómað hofið með smáfórnir sínar og komum okkur svo fyrir í litlu skýli og biðum sólarupprásar. Alla nóttina streymdi fólk upp á fjallið og niður aftur og mannþröngin var mikil. Þama uppi er víðsýnt og fallegt útsýni. Og þegar sólin kemur upp, varpar hún keilulaga skugga“Adams tinds” yfírlágfjöllin í vestri og þokufyllta dalina. - Ógleymanleg sjón að fylgjast með sólarupprásinni og sjá skuggana styttast og styttast og þokuna lyftast úr dölunum. Og ekki spillir “tón” búddamunkanna í hofinu eftir sólarupprás. - Við urðum ekki varar við marga erlenda ferðamenn, því sem betur fer hefur staðurinn ekki enn komist í algengustu ferðabæklingana. Við héldum nú til Kandy, hinnar gömlu menningarborgar SriLanka, til að vera þar á nýáriþeirra, 13. til 15. apríl. Nýáriðermiðaðvið fæðingu Búdda og höfðum við heyrt að þama yrðu einhver hátíðahöld, skrúðgöngur og dansar í sambandi við það. Þegar til kom líktist þetta Adamstindur og „Evudætur“ áöur en lagt var á brattann. Adamstindur viö sólarupprás. frekar íslensku gamlárskvöldi með kínverja- og hvellhettufíringum að ógleymdu góðu Arrak- fylliríi hjáinnfæddumkarlmönnum. - Sérstaklega þegarnýárið rann ígarð kl. 07:33 að morgni þess 13. var glatt á hjalla.- Rétttrúaðir búddistar fasta í sólarhring áður og mega ekkert borða fyrr en á slaginu 07:33. Dagur og tímasetning breytist reyndar frá ári til árs eftir tungli. En við stöllur létum okkur ekki leiðast í Kandy. Enda gáfust þar mörg tilefni til að gera sér daga- mun önnur en nýárið. Daginn eftir að við komum, komu tveir ferðalangar á gistiheimilið sem við bjuggum á. Eftir að hafa talað við þá ensku góða stund, uppgötvuðum við að annar þeirra var íslendingur. Við höfðum ekki hitt íslending síðan í Indlandi og Nepal, svo það urðu miklir fagnaðarfundir og mikið talað. Þetta reyndist vera bróðir eins góðvinar okkar frá Kaupmanna- höfn, Snævar að nafni, og ekki varð gleðin minni þegar hann kunni lflca að spila „bridge”! Það var samstundis sest að spilamennsku með nokkrar flöskur af Arraki (SriLönsku kókosvíni) undir borðinu og spilað fram á nótt og síðan allan næsta dag! í Kandy hittum við líka tvo Dani, sem Anna hafði áður hitt í Indlandi, svo þetta varð mikil skandinavísk veisla og góð tilbreyting frá öllum Litli - Bergþór 24

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.