Litli Bergþór - 01.04.1991, Blaðsíða 9

Litli Bergþór - 01.04.1991, Blaðsíða 9
Þorsteinn var af Reykjaætt og því raddmaður góður, hann gat látið heyra lil sín þótt langt væri til bæja og bjargaðist hann giftusamlega. Fyrsta bíl sem kom í Tunguhverfið, var ekið af Gísla Bjamasyni yfir Fljórið á ís framan við Krók. Það var nýstárlegur viðburður. Þegar brúin ffá 1929 var búin að þjóna hálfa öld og fullnægði ekki þörfum tímans lengur, var ljóst að ný brú þurfti að koma á Fljótið. í fyrstu var rætt um að byggja á sömu slóðum og sú gamla. Ég taldi nauðsynlegt að athuga nýja möguleika á brúarstæði, þar sem brú kæmi að betri notum fyrir þá framtíð sem hún myndi þjóna. Þetta fékk góðan hljómgrunn þótt nokkrir teldu óþarft að eyða tíma til þess. Úrtöluraddir hljóðnuðu fljótt. Það má ef til vill segja að framkvæmdir hafi dregist óþarflega lengi en það skiptir litlu máli þar sem málið fékk farsælan endi og nú virðist þetta mannvirki vera áfangi á lengri leið til bættrar framtíðar í samgöngum. Skammt frá þeim stað sem Brennu-Flosi fór forðum. Öllum sem komið hafa við sögu þessa máls á einn eða annan hátt, þakka ég fyrir, hér hefur vel til tekist. Langþráður vökudraumur hefur ræst, áfangi á lengri leið til framúðarheilla. Traust og yfirlætislaust mannvirki sem fellur vel að umhverfinu er tekið í notkun. Flutt í Aratungu 19.1.1991. Sveinn Skúlason. Það fer ekki hjá því að ámar þrjár, Brúará, Tungufljót og Hvítá, hafi mikil áhrif á samgöngur hér í sveit. Samtals nær 200 km langar renna þær um sveitina og á mörkum hennar. Ömefni benda til brúa fyrr á úð, Brúará, bærinn Brú við Tungufljót og Brúarhlöð við Hvítá, og sagnir greina frá steinbogum yfir ámar. Raunar virðast gamlar sagnir og vísbendingar gefa til kynna að ýmsum hafi þótt kostur að ámar torvelduðu samgöngur. Til er sú skoðun að helstu rök fyrir því að velja biskupsstól stað í Skálholú hafi verið hve staðurinn var óaðgengilegur óvinum. Þjóðsaga greinir frá ósætú milli bændanna á Gýgjarhóli hér í sveit og bóndans í Haukholtum í Hmnamannahreppi, sem varð til þess að að steinbogi sem var á Hvítá á Brúarhlöðum var brotinn niður. Þá er þekkt sagan um biskupsfrúna í Skálholú, sem lét höggva steinboga af Brúará úl að losna við ágang betlara. Auðvelt er að véfengja þetta allt. Alveg eins má hugsa sér að val Skálholts sem biskupsstóls hafi byggst á því að auðvelt var að draga þangað kirkjuviði eftir ís á Hvítá á vetuma. Sagnimar um steinboganna hafi þjóðsagnablæ og eru hæpnar heimildir. Enn er steinbogi á Brúará þó oftast renni vatn yfir hann. Vera kann að sagan sé þannig úl komin að við breyúngu á veðurfari hafi vatn aukist í ánni og þá ekki lengur verið unnt að ganga yfir á steinboganum. Það líða raunar ekki nema 78 ár frá því að steinboginn á Brúará átti að hafa verið broúnn þar til bændur í Biskupstungum bindast samtökum um að velta björgum í gljúfur í Brúará svo hægara væri að komast yfir. Á þetta sama gljúfur var síðar settur timburfleki. Það er s vo á söm u slóðum, sem stærsta átak í samgöngumálum hér í sveit hefst upp úr síðustu aldamótum. Þá er byggð brú beint yfir steinboganum, semégnefndiáðan. íkjölfariðfersvo lagning „Kóngsvegarins" svonefnda með brúm bæði á Tungufljót og Hvítá. Þetta var upphaf notkunar hjólsins hér í sveit. Samtals hafa verið byggðar 14 brýr á stórámar þrjár í og á mörkum þessarar sveitar á þessari öld. Nýbrúhefurþví verið tekin í notkun á um 6 ára fresti að meðaltali frá því brúin á Brúará var byggð. TværþessararbrúaeruáHvítá fyrir innan Bláfell. Það er stundum sagt um suma Tungnamenn að þeir hafi meiri áhuga fyrir afrétúnum en byggðinni, og má ef til vill tengja það því að það er eina brúarbyggingin, sem mérerkunnugt um að heimamenn Frá opnun brúarinnar. Litli - Bergþór 9

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.