Litli Bergþór - 01.04.1991, Blaðsíða 16

Litli Bergþór - 01.04.1991, Blaðsíða 16
-1 1 .....:_______l___________ Skálholtskirkja. Frettamaður Litla-Ber^þors bra sér í Skálholt einn góðviðris- daginn á þorra, til að forvitnast um rekstur Skálholtsskóla og ræða við rektor og starfsfólk um lífið og starfið í skólanum. Viðtalið fór fram í eldhús- króknum, þ.e. „hominu“ niður af eldhúsinu. En að sögn heima- manna er það að verða með vin- sællistöðumíTungunum. Eins og vænta mátti vom viðtökumar góðar, en skólinn hefur getið Skólastarfið nú og áður, Fyrst voru fyrir svörum rektorshjónin, sr. Sigurður Ámi Þórðarson rektor og sr. Hanna María Pétursdóttir kona hans. L.B: Hvernig byrjaði ykkar starf hér í Skálholti? S: Upphaflega sótti ég um stöðuna þegar sr. Heimir Steinsson rektor hætti árið 1982, en fékk ekki. Síðan var ég beðinn að taka starfið að mér þegar mannaskipti urðu árið 1987. Ég er því búinn að vera hér á 4. ár, en Hanna María ári skemur, þar sem hún sinnti þá enn prestakalli norður í Þingeyjarsýslu. Upphaflega var skólinn stofnaður sem heimavistar- lýðháskóli og rekinn sem slíkur með miklum ágætum í á annan áratug. í kringum 1987 urðu djúptækar breytingar á íslenska skólakerfinu, með tilkomu fjölbrautaskólanna. Skólakerfið varð opnara og fjölbreyttara og líktist meira lýðháskólunum, sem einmitt höfðu að markmiði að rækta mannkosti með ríkulegu frelsi og vali. Með þessum auknu valmöguleikum minnkaði eðlilega aðsókn að lýðháskólanum. Þegar við komum í Skálholt var ljóst að breytingar voru yfirvofandi. Við stefndum því að því, að breyta skólanum á róttækan hátt og höfðum þrjú markmið að leiðarljósi. 1. Að sprengja upp hið rótgróna skólahald og fella niður heimavistina, en þess í stað stofna til styttri námskeiða og ráðstefna, til að koma til móts við breyttar þarfir. Eftir nokkurra ára tilraun með þetta fyrirkomulag hefur komið í ljós að full þörf er á svona ráðstefnustað, og hefur Skál- Embættisbústaður og Skálholtsskóli. Sigurður Árni og Hanna María með dæturnar og soninn. holtsskóli þegar áunnið sér virðingu sem slíkur. 2. Að byggja við skólann og stækka heimavist, til að bæta aðstöðu ráðstefnugesta. Mötuneyti og félagsleg aðstaða er hér fyrir 40 til 50 manns, en heimavist einungis fyrir 20 manns og hefur það staðið starfseminni fyrir þrifum. Að vísu hefur skólinn fengið afnot af sumarbúðunum, sem tekið hafa við „yfirfallinu" þegar allt fyllist. En nú hillir loks undir uppbyggingu seinni hluta heima- vistarálmunnar, og draumurinn er, að hún verði tilbúin fyr- ir 20 ára afmæli skólans á næsta ári. 3. Þriðja markmiðið er að endurvekja hér samfellt skólahald að nýju, en með breyttu formi. Jafnframt yrði þó haldið áfram með námskeiða- og ráðstefnuhaldið. Slíkt samfellt skólahald, með fastráðnum kennurum, myndi m.a. gefa möguleikaááframhaldandifullorðinsfræðslufyrirTungna- menn og aðra nærsveitunga. En sökum fjárskorts hefur slík fræðsla legið niðri síðasta árið. L.B: Hver rekur skólann? S: Skálholtsskóli er sjálfseignarstofnun, en kirkjuráð ber ábyrgð á fjárreiðum hans. Stjóm skólans er í höndum rektors og 7 manna skólanefndar, sem biskup er formaður fyrir. Aðrir fulltrúar í skólanefnd eru frá Kvenfélaga- sambandi íslands, Ungmennafélagi íslands, Samtökum íslenskra sveitarfélaga, menntamálaráðuneyti og Skálholts- skólafélaginu. (Samtökum sem upphaflega voru stofnuð til að byggja upp lýðháskólann.) Síðan sér skólaráð ásamt rektor um framkvæmdastjóm, í umboðiskólanefndar. Skólaráðskipasr. HalldórGunnars- son prestur í Holti undir Eyjafjöllum, formaður, Guðrún Halldórsdótttir alþingiskona, og Þorbjöm Hlynur Ámason biskupsritari. L.B: Hvernig er skólinn rekinn nú? S: Starfið byggist á námskeiða- og ráðstefnuhaldi, sem skólinn annaðhvort stendur að sjálfur eða í samvinnu við ýmsar stofnanir og félagasamtök. Einnig er aðstaðan leigð út til ýmissa utanaðkomandi hópa, til að afla skólanum fjár. (Gestanámskeið). L.B: Hverskonar námskeið eru þetta? S: Samkvæmt lögum Skálholtsskóla er verkefni hans að Litli - Bergþór 16

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.