Litli Bergþór - 01.04.1991, Blaðsíða 14

Litli Bergþór - 01.04.1991, Blaðsíða 14
Það vakti athygli ritnefndar LB að heyra að hér í sveit væru hestar ekki einungis notaðir til útreiða eða matar. Sveinn Kristjánsson í Bergholti hefur setið í vetrarskammdeginu við vefstól konu sinnar og ofið úr hári hesta sinna og j afnvel annarra. Akveðið var að kanna málið hjá þeim Magnhildi og Sveini. Sveinn og Magnhildur. LB: Kannski nýstárlegt og gamal- kunnugt í senn. Af hverju fórstu aö vefa úr hrosshári, Sveinn? S. Jaþegarmaðurhættirnúsvonavið búskapinn og erfiðið sem honum fylgir og er kominn hér í íbúðir aldraðra er gott að hafa eitthvað til að grípa í svona að gamni sínu og m.a. valdi ég hrosshárið til að vefa úr, vinna úr því og gera ýmis stykki s vo sem gjarðir og þess háttar. Þetta tíðkaðist nú fyrr á u'ö, að allt var nú nýtt sem til féll á heimilunum svo sem hrosshárið. Það var unnið úr öllu hrosshári sem til féll á bæjunum, fyrst og fremst unnið í beisli, reipi og gjarðir. Núhefurþetta alveg lagst niður í langan tíma, en nú er það nælonið sem mest er notað. Þó er eins og það sé að vakna aftur áhugi fyrir að sjá afturþetta gamla sem notað var fyrr á öldum hér. Það er jafnvel verið að panta ýmis smástykki úr hross- hári, svoleiðis að það sem ég vinn úr þessu er y firleitt fyrirfram pantað, enda er ég ekki mjög afkastamikill, fer nú rólegaen hef gaman af að grípa í þetta. LB: Varofiðíþínuungdæmiann- að en gjaröirog reipi úr hrosshári? S: Já.þaðvorulíkanotaðirsvokallaðir hærupokar úr hrosshári meðan allt var nú flutt á klökkum heim úr kaup- staðnum langar leiðir og þá þótti mjög gott að hafa hærupoka til að setja mjölpoka og hveitipoka í, sem voru síðan bundnir í bagga upp á hest. Það blotnaði ekki svo mikið í gegnum hærupokann. Ég man að það voru tveir hærupokar úl á Bergsstöðum, þar sem ég ólst upp. LB: Þeirhafaveriöþéttirogsterkir? S: Já, það hrökk svo af þeim vatnið. LB: Enhvernigerþettaunnið? Þú byrjar líklega á því að klippa hárið af hestunum? S: Já, fyrst er að klippa hárið af hest- unum. Já, það er miklu þægilegra að vinna úr hári sem er ekki mjög stutt og það er betra efúr þ ví sem það er lengra. Nú er orðið móðins finnst mér að klippa bara smávegis af í einu og hafa hestana alltaf með hálfgert bítlahár. Nú, svo er hárið þvegið og þurrkað. Þá er að tæja það, það fást nú einhvers staðar einhverjir kambar úl þess en ég hefur nú bara notað gamla lagið og tæi þetta svona milli handanna. Hross- hárið er nú mikið í lokkum og svo þegar ég er búinn að gera svoliúa hrúgu á gólfið hjá mér þá rúlla ég því samaneinsogívindil. Svoþarfmaður að súnga einhverju í gegnum það og setja það í fast. Það var alltaf sett á rúmstólpana í baðstofunum. Þar var fesúngfyrirþetta. Svo er ég bara með halasnældu sem ég spinn á. Þetta gengur nú hægt en maður þarf ekkert að flýta sér. Svo þarf náttúrlega að tvinnaþettaogþessháttar. Hærupok- amir eru svo svona fullur metri á dýpt og svo þótti nauðsy nlegt að hafa hom- sylgjur á opinu til að þræða band í gegnum svo hægt væri að loka þeim þegar búið var að setja hveiúð eða mélið í. Svo var þetta bundið í venju- legum reipum upp á klakk. LB: Þetta er ekki mjög algeng iöja núna? S: Nei, það er lítið um að þetta sé gert núna En það má kannski taka það fram að það eiga að vera þrír vinnu- dagar í Menntaskólanum að Laugar- vatni og þá á ekki að líta í bækur heldur eiga nemendur að sinna öðmm verkefnum, m.a. varvarégbeðinnum að fara og sýna hrosshársvinnu einn daginn. Það er eins og það sé að vakna áhugi fyrir því að sjá þetta eða jafnvel pmfa þetta og ég á að fara í þetta á fimmtudaginn kemur. LB: Ég hef nú heyrt það aö Byggöa- safnið á Selfossi hafi sýnt þessu áhuga líka. S: Já.húnkomhérhúnHildurHákon- ardótúr, safnvörðurinn á Selfossi fyrir ári síðan og sá hér stykki sem ég hafði verið að gera, ekki í vefstól heldur handbrugðið úr hrosshári. Hún sagði að sig vantaði alveg hæmpoka og bað mig endilega ef ég mögulega gæú að vefa fyrir sig hæmpoka. Ég lagði í það í vetur og bjó úl tvo og æúaði nú að eiga annan en svo sagði hún að það væri kona við safnið á Eyrarbakka sem vildi endilega fá poka líka svo ég er víst búinn að láta hann líka. LB: Þaöergeysilegtverkaðvinna einn svona poka, ekki satt ef allt er taliö saman? S: Já maður er nú ansi lengi að vinna hrosshárið þegar maður gerir þetta bara á halasnældu og tæir þetta í Sveinn viö vefstólinn. Litli - Bergþór 14

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.