Litli Bergþór - 01.04.1991, Blaðsíða 25

Litli Bergþór - 01.04.1991, Blaðsíða 25
Þjóðverjunum og Áströlunum, sem annars var ekki þverfótandi fyrir. Anna ákvað að ferðast nokkra daga með Snævari, en við Gauja og annar Daninn héldum nokkrum dögum síðar áleiðis til austurstrand- arinnar, með viðkomu á klettinum Sigyria. í fymdinni (5. öld) lét konungur einn reisa sér höll uppi á þessum 200 m háa kletti. írmgangurinn var í gegnum munninn á voldugu ljónshöfði, sem lá fram á fæUir sér, en nú em aðeins loppumar eftir af þeim veglega inngangi. Fyrir framan klettmn var mikill skrúðgarour og ekkert til sparað. En“AdamvarekkilengiíParadís”,þvinálfbróðir kóngs gerði sér lítið fyrir og svelti hann og menn hans inni uppi áklettinum og var það endirinn á því ævintýri. Enn ser móta fyrir hallarrústunum uppi á klettinum og skrúðgarðinum. Leifar Ijónsmunnainngangsins aö klettahöllinni á Sigyria-kletti. Gauja og Daninn John í forgrunni. Síðustu þrem vikunum á SriLanka eyddum við á sólarströndum landsins. Fyrst í Kalkudah á austurströndinni og síðustu daganaí Hikkaduwa á vesturströndinni. Sérstaklega fannst mér Kalkudah yndislegur staður. Lítið friðsælt fiski- þorp með langri hvítri sandströnd. Pálmarnir, sem vaxa venjulega alveg niður í flæðarmálið, voru reyndar hálf gisnir og beygðir eftir fellibyl, sem gekk þar yfir 1978 og velti stórum hluta pálmanna og nær öllum húsum. En nú hafði mestallt verið byggt upp aftur. Ég læt hér fylgja smá lýsingu á hitabeltislífinu, sem ég fann í dagbókinni og er skrifað daginn eftir að við komum til Kalkudah: „Aftur í hita- beltinu! Þetta er hitinn og sólin sem okkuríslend- inga dreymir um á löngu, köldu vetrar/cvöldunum heima: Hvítar pálmum skrýddar sandstrendur, tær svalur sjór og gola afhafi, sem kœlir mann mátulega niður meðan heitast er. - En hitabeltið er líka annað, sem ekki er eins oft nefnt: Hita- mollan á kvöldin þegar goluna vantar, svita- traumar, sem leka niður andlit, bak og brjóst, moskítóflugur, sem sjúga blóð úrfótum manns án þess maður verði þess var. - Þangað til mann byrjar að klæja. - “Stólpöddur”, “rúmpöddur”, allskonar pöddur, sem hleypa upp lærum og örmum í rauða hellu. Rauðir maurar, sem bíta eins og brenninetlur. - Svefnlausar nætur, þegar ódýra herbergið inniheldur hvorki moskítónet eða viftu! - En alltþetta erfljótt að gleymast og hverfa í skuggann fyrir hinufallega umhverfi og áhyggjulausa lífi. Aðlögunarhæfni mannsins sér um afganginn. “ Við bjuggum í strákofum á ströndinni, sem við leigðum af fiskimönnunum fyrir um 2-5 kr. íslenskar á dag ('82). Þessir kofar voru með sandgólfi og beddi eða strámotta var eina hús- Ein sit ég og spila... gagnið. Klósettið var kamar úti í bakgarði og baðið brunnur, fata og kaðall. - En þetta var allt og sumt sem við þörfnuðumst í þessu loftslagi. Veraldlegu gæðin voru óþörf og fjarlæg. Eitt lungi (klæðishólkur, sem innfæddir ganga í) og baðföt voru einu fötin sem maður notaði, suðræn aldin féllu svo gott sem af tijánum og allur matur var mjög ódýr. Semsagt hrein „paradís” fyrir bakpæklinga. Þama voru nokkur frekar ódýr gistihús fyrir þá, sem vildu aðeins meiri „lúxux”, en annars var Kalkudah ósnortið af stórtúrism- anum. Það var frekar fámennt þama en góðmennt og við ferðamennimir náðum mjög vel saman. Flest kvöld var kveikt bál á ströndinni og í kringum það var síðan setið, sungið og spilað á gítar. Fyrr um kvöldið hittumst við yfirleitt á einhveijum matsölustaðnum, sérstaklega var einn þeirra vinsæll. Hafði góða músík, - fyrir smekk okkar hálfstálpaðra blómabama, - og vingjamlegt starfs- fólk. Á daginn fundum við okkur hitt og þetta til Litli - Bergþór 25

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.