Litli Bergþór - 01.04.1991, Blaðsíða 4

Litli Bergþór - 01.04.1991, Blaðsíða 4
Fundur þann 13. nóvember 1990. SKIPULAGSMÁL. Deiliskipulag í Reykholti hefur verið í vinnslu undanfarið og var lögð fram umræðutillaga varðandi 12 íbúðarhúsalóðir vestan Bergholts, tjaldsvæði, íþróttahús og þjónustuhús. Samþykkt var að stækka s væðið fyrir ferðaþjónustu vestan íþróttavallar. HITAVEITA REYKHOLTS. Bréf kom frá Hitaveitu Reykholts um að Biskupstunga- hreppur yfirtaki veituna. HITAVEITA HLÍÐARMANNA. Bréf kom frá Hitaveitu Hlíðarmanna, sem býður heitt vaui frá Efiri-Reykjum sem leggja mætti að Reykholti 7,5 km leið. Samþykkt varað kanna hvort sá kostur yrði mögulegur. HREPPSNEFNDARFUNDIR. Samþykkt var að hafa fastan fundatíma hreppsnefndar annan þriðjudag í hverjum mánuði kl. 1.30, nema í júlí og ágúst. VATNSVEITUMÁL. Ákveðið var að sækja um stofnframlag til handa vatnsveitu úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Fundur þann 19. desember 1990. ÁLAGNING GJALDA. Samþykkt var að útsvar yrði óbreytt 7,5%. Álagning fasteignagjalda 0,4% í A-flokki en 0,9% í B-flokki sem er 0,1% lækkun frá fyrra ári. Samþykkt var að fella niður fasteignagjöld af íbúðarhúsi elkilífeyrisþega sem búa i einir í eigin húsnæði og hafa ekki aðrar tekjur en ellilífeyri. Aðstöðugjald verði 1 % á allan atvinnurekstur. VINABÆJARTENGSL VIÐ LEKA í NOREGI. Ósk kom um vinabæjartengsl. Var tekið jákvætt í það og oddvita falið að vinna áfram að því í samráði við hin sveitarfélögin hér í kring.. SÍMAMÁL. Að tillögu samgöngunefndar var sent bréf til póst og símamálastjóra, umdæmisstjóra, stöðvarstjóra Pósts og síma á Selfossi, auk þingmanna Suðurlands um ástand símamála og ósk um úrbætur. TÓNLISTARS KÓLI ÁRNESSÝSLU. Fram kom að búið er að kaupa nýtt píanó. Ákveðið var að kr. 50.000 yrði greitt af hreppnum vegna þeirra kaupa. Skólanefndinni var falið að ræða við organistann í Skálholti um tónlistarkennslu við skólann næsta vetur. M-HÁTÍÐ. GeirþrúðurSighvatsdóttir varkosin fulltrúi Biskupstungna í M-hátíðamefnd uppsveita Ámessýslu. Fundur þann 15. janúar 1991. FORÐAGÆSLUSKÝRSLA. Á fóðmm em 781 kýr og 868 aðrir nautgripir. 5739 kindur, 9 geitur, 1363 hross, 41 hænsni, 63 svín. KOSNIR SKOÐUNARMENN. Af K-lista Svavar Sveinsson, til vara Elínborg Sigurðar- dóttir. Af H-lista Gylfi Haraldsson, til vara S verrir Gunnarsson. K AUPS AMNINGUR V/STALLA. Kaupandi em Stallar h/f en eigendur þess em Hafsteinn Guðmundsson, Anna S. Hallgrímsdóttir, Guðmundur Classen og Heiða Guðjónsdóttir. FRÁ FERÐAMÁLANEFND. Það kom fram að í athugun er að gefa út ferðamannakort af uppsveitum Ámessýslu með 6 hreppum sem kortið nær yfir. Kostnaðaráætlun er alls upp á kr. 750.000. Þá er ákveðið að gefa út sveitarbæklinginn í svipuðu formi og undanfarin ár. Fundur þann 12. febrúar 1991. ÍBÚASKRÁIN. íbúaskráin l.desembervaryfirfarin. Eftirsmáleiðréttingar voru niðurstöður 265 karlar og 216 konur eða 481 alls. SAMNINGUR NJARÐAR. Lagður fram til samþykktar samningur Njarðar Jónssonar, Brattholti við Ferðamálaráð og Náttúruvemdarráð um land undir þjónustumiðstöð við Gullfoss. JARÐHITALEIT. Kostnaður á efni í stállögn frá Efri-Reykjum að Reykholti, þ.e. 7,5 km 4" víð 15.3 milljónir en 5" 19.1 milljónir. Samþykkt var að bora eina dl þrjár könnunarholur í Reyk- holti þar sem best útkoma hefur komið út úr viðnáms- mælingum. ERINDI SLYSAVARNARSVEITAR. 1. Óskað eftir að fá lóð í Reykholti fyrir starfsemi sveit- arinnar 2. Óskað eftir samstarfi við Biskupstungnahrepp um bygg- ingu á húsi yfir deildina og slökkvistöð. Tekið var jákvætt í málið og Gísla og Guðmundi falið að ræða málið frekar. FARFUGLAHEIMILIÐ. Velta ársins 1990 var 811.570,- Leiga 10% til hreppsins 81.157,- Rafmagn 15.421,- Hitaveita 46.217,- Reykholtslaug 60 kort 48.000,- Samtals gr. til Biskupst.hr. 190.795,- Samþykkt var að Unnar og Ragnheiður haldi áfram með farfuglaheimilið og tekið verði fyrir í fjárhagsáætlun að kaupa 20 rúm í farfuglaheimilið. Hér hef ég tekið saman það helsta úr fundargerðum. Venjulegaeru tekin fyrir 10-15 mál á hverjum fundi. Sum eru einföld til kynningar en önnur þurfa meiri umfjöllun eða bíða eftir fjárhagsáætlun. Þorfinnur Þórarinsson. Litli - Bergþór 4

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.