Litli Bergþór - 01.06.1993, Blaðsíða 6

Litli Bergþór - 01.06.1993, Blaðsíða 6
Kvenfélagsfréttir Skíðaskálanum 19. júní 1992. Þaö er orðið nokkuð langt síðan skrifað var síðast um Kvenfélag Biskupstungna í Litla Berþór. Það er þó ekki vegna þess að við höfum lagt upp laupana, heldur vegna þess að eftir að Tungnatíðindi fóru að koma út höfum við reynt að gæta þess, að helstu fréttir af starfi okkar kæmu þar fram jafn óðum. Ég mun nú samt reyna að gefa einhverja heildarmynd af starfinu. Kvenfélag Biskupstungna var stofnað árið 1929 og er því að hefja sitt 64 starfsár. Meginmarkmið félagsins hefur ætíð verið að stuðla að kynningu og samvinnu kvenna í sveitinni og hlúa að hvers konar mannúðar- og menningarmálum íbúa sveitarinnar. Áður fyrr var veitingasala ein helsta tekjulind félagsins og þá fékk félagið kannski á sig einhvern bakstursstimpil. í dag er veitingasala félagsins orðin afar lítil, þar sem við sinnum eingöngu erfidrykkjum ef eftir því er leitað. Við lítum á þær sem þjónustu okkar við íbúa sveitarinnar og fundarsamþykkt er fyrir því að ágóði af þeim renni í Sjúkrasjóð félagsins. Við höfum á undanförnum árum reynt markvisst að efla þennan gamla sjóð, svo hægt sé að veita stuðning úr honum þegar þörf er á. Fjáröflunarleiðir félagsins hafa færst í annan búning og hafa sveitungar verið okkur hjálplegir við að safna broddi, útvega blóm, grænmeti o.fl. þegar við höfum leitað eftir því. Farnar hafa verið söluferðir í Kolaportið og eitt sumarið var haldin lífleg tombóla í tjaldi fyrir utan Aratungu. Þá höfum við einnig ekið um sveitina með ýmsan varning til sölu og hvarvetna hlotið góðar viðtökur. Þessi fjáröflun gerir okkur kleift að styðja við margs konar starfsemi. Við höfum reynt að gefa helst innan sveitarinnar og má þar nefna 2 vandaðar saumavélar til Reykholtsskóla, hlut í heyrnaþrýstimæli til Heilsugæslustöðvarinnar í Laugarási, 100 þús. krónur til greiðslu á borðbúnaði í Félagsaðstöðu aldraðra í Bergholti. Einnig höfum við styrkt Kvennaathvarf, Stígamót og Vímulausa æsku með peningagjöfum og aðstoð við fjáröflun þeirra. Ásamt því að selja jólakort SSK til ágóða fyrir Sjúkrahús Suðurlands, almanök Þroskahjálpar og að innheimta árgjöld fyrir Krabbameinsfélag Árnessýslu. Félagskonur eru þó ekki eingöngu í striti, heldur gera sér líka glaðan dag öðru hverju. 19. júní er orðinn fastur skemmtidagur hjá félagskonum og þá höfum við margt brallað. Synt í Bláa lóninu, farið á dúkkusýningu, spilað keilu, skoðað ullarvinnslu og borðað "sauðnaut" í Skíðaskálanum. í skógarreit Kvenfélagsins við Spóastaði hafa konur hittst og plantað út vor hvert s.l. 4 ár. Þarna er að vaxa upp unaðsreitur og þurfum við að huga að nafngift hans. Félagið hefur á liðnum vetri þegið 2 heimboð til annarra kvenfélaga. Þetta hafa verið hinar skemmtilegustu samkomur. Löng hefð er fyrir heimboðum á milli kvenfélaga og þótti mér gaman nýverið, að finna í gamalli bók Kvenfélagsins frásögn af heimboði frá árinu 1932. Leikhúsferðir eru farnar á hverju ári og hin síðari ár hafa þær verið í samvinnu við Lionsklúbbinn Geysir. Fengnir hafa verið fyrirlesarar um ýmis mál, má þar nefna fræðslu um gildi grindarbotnsæfinga og lambakjötsskurð til nútíma neysluhátta. Jólatrésskemmtun er haldin árlega í Aratungu á vegum félagsins, þótt sóknirnar skipti þar með sér verkum. Við höfum síðustu ár notið undirleiks Hilmars Arnar Agnarssonar. Félagið ætlar á næstunni að færa Barnakór Biskupstungna peningagjöf, til eflingar kórstarfinu sem nú stendur í miklum blóma. Kvenfélagið hefur um áraraðir sinnt samverustundum fyrir aldraða sveitunga nokkrum sinnum á vetri. Þegar félagsaðstaða aldraðra í Bergholti var vígð, bauð Kvenfélagið til við Spóastaði. Litli - Bergþór 6

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.