Litli Bergþór - 01.06.1993, Blaðsíða 5

Litli Bergþór - 01.06.1993, Blaðsíða 5
Hvað segirðu til? Að þessu sinni verða sagðar fréttir frá þorra og fram á hörpu. Tíðarfarið hefur einkennst af umhleypingum, úrkomu og hita nálægt frostmarki. Snjór hefur ekki verið samgöngum til verulegs trafala, en hálka olli a. m. k. einu umferðarslysi, sem lemstraði ökumann og skemmdi bifreið. [ sumarbyrjun hefur marga morgna verið hvítt út að líta. Heilsufar hefur verið dágott þó skarlatsótt hafi eitthvað stungið sér niður á þorranum. Söngur hefur verið mest áberandi í menningarlífinu. Söngnámskeið var haldið í Aratungu í mars. Þar kenndu þau Jón Stefánsson og Margrét Bóasdóttir nokkrum tugum fólks að syngja "Fjárlögin". Við lok þess var samsöngur. Bæði Karlkór Selfoss og Söngbræður í Borgarfirði hafa haldið tónleika í Aratungu. Voru þeir dável sóttir. Bergen 26.4. 1993, þar sem setningarathöfn norrœnu umhverfisráðstefnunnar fór fram. Barnakór Biskupstungna hefur starfað með miklum ágætum undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar. Hann hélt sönghátíð í Aratungu í byrjun maí ásamt gestum sínum sem voru barnakórar bæði frá Vík í Mýrdal og Kársnesskóla í Kópavogi. Um eða yfir 100 börn og unglingar sungu vorið í hjörtu áheyrenda, sem voru nokkrir tugir. Helsti viðburður á sviði leiklistar var sýning nemenda 8., 9. og 10. bekkjar Reykholtsskóla á söngleiknum "Þið munið hann Jörund" eftir Jónas Árnason. Leikstjóri var Ragnheiður Jónasdóttir í Reykholti, tónlistarstjóri Hilmar Örn Agnarsson í Skálholti og Hjörtur Hjartarsson, tónmenntakennari á Selfossi, aðstoðaði við undirleik. Margir foreldrar nemendanna tóku þátt í undirbúningi sýningarinnar. Leikurinn var sýndur fjórum sinnum í Reykholtsskóla og ávallt fyrir fullu húsi. Nemendur 10. bekkjar voru í Noregi og Danmörku síðustu viku apríl í tilefni af sigri þeirra hér á landi í norrænu umhverfisverkefni. Listakvöld var í Skálholtsskóla í marslok. Margrét Bóasdóttir og Kristinn Örn Kristinsson fluttu þar Ijóðasöngva og Þorgerður Sigurðardóttir opnaði málverkasýningu. Kyrrðardagar voru í Skálholtsskóla bæði um pálmasunnudagshelgi og bænadaga. Messur voru á öllum kirkjum í Skálholtsprestakalli um páska. Hins vegar hefur ekki enn tekist að halda hátíð í tilefni af 100 ára afmæli Torfastaðakirkju á nýársdag. Skálholtskórinn æfir af kappi m. a. Skálholts- kantötu eftir Pál ísólfsson, sem sungin verður á Skálholtshátíð í sumar bæði í tilefni af aldarafmæli höfundarins og 30 ára afmæli Skálholtskirkju á þessu ári. Bæði Kvenfélagið og Leikdeild Umf. Bisk. hafa boðað til leikhúsferðar til Reykjavíkur, en ekki hefur reynst nægur áhugi fyrir þeim til að af gæti orðið. Búnaðarfélögin í Biskupstungum, Grímsnesi og Laugardal ásamt atvinnumálanefnd Biskupstunguanhrepps boðuðu til fundar um atvinnumál í samkomusalnum í Bergholti í mars. Framsögumenn voru Arnaldur Bjarnason, atvinnumálafulltrúi Stéttarsambands bænda, Jón Guðbjörnsson, framkvæmdastjóri Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Sigríður Jónsdóttir, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands og Kristján Eysteinsson, en hann vinnur að atvinnuþróunar- verkefni fyrir uppsveitir Árnessýslu. Greindi sá síðastnefndi frá þeirri hugmynd að gera Haukadal að útivistarsvæði. 20. mars var þar gönguskíða- dagur, sem Ferðamálanefnd Biskupstungna og Skógrækt ríkisins gengust fyrir. Göngubrautir voru troðnar, merktar og teiknaðar á kort. Gestir voru nokkrir tugir, og þáðu þeir veitingar á Hótel Geysi að göngu lokinni. Áformað er að skógræktarlandið í Haukadal verði framvegis opið þeim, er vilja njóta þar náttúru og útiveru. Sögufélag Árnesinga hélt aðalfund sinn í Skálholtsskóla í apríllok. Þar / Ekki hefégfundið flutti Gunnar F. Guðmundsson, í tösku með reikningum sagnfræðingur, erindi um V ^ , Bjsk minnisvarða Jóns biskups ArasonarN í Skálholti. Á fundinum var varpað frarrT spurningu um minnisvarða um Ragnheiði Brynjólfsdóttur, sem var þar í kirkjugarðinum áður en núverandi kirkja var byggð. Var henni ekki svarað þar. Nýir ábúendur verða í Skálholti frá fardögum. Þeir eru hjónin Guttormur Bjarnason frá Stöðulfelli í Gnúpverjahreppi og Signý Guðmundsdóttir úr Reykjavík. í apríl andaðist Guðný Aðalbjörg Guðmundsdóttir fyrrum húsfreyja í Laugarási. Var hún jarðsett í Skálholti. A. K Litli - Bergþór 5

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.