Litli Bergþór - 01.06.1993, Blaðsíða 20

Litli Bergþór - 01.06.1993, Blaðsíða 20
hann keypti Skálholt á uppboöi meö gögnum og gæöum á 500 rdl. og fluttist austur aftur 1787. Hann kom upp nýjum húsum og bjó þar til dauðadags 1796. Viö smíöi nýs skólahúss var líka kastaö til höndum. Hinn nýi skóli var aldrei annað en illa smíðaður kofi sem hélt hvorki vatni né vindi. EFTIRMÁLI FLUTNINGANNA Þaö er samdóma álit heimildamanna aö þessir flutningar hafi haft í för meö sér hnignun biskupsembættisins og má segja aö þaö geti sótt samsvörun til nútímans í Sambandi íslenskra samvinnufélaga, Búnaðarfélagi íslands, Eimskipafélaginu, Bæjarútgerö Reykjavíkur og Háskóla íslands. Meö flutningunum missti embættið mikiö af þessu og hljóta völd biskups aö hafa minnkað verulega. Vekur þaö einnig nokkra furöu aö almenningur í landinu sagöi ekki orö til þess aö mótmæla flutningunum, enda var yfirmaður kirkjunnar sjálfur fylgjandi þeim. Eftirmaöur Hannesar, Geir Vídalín, kom því aö kofanum tómum og gætti lítilla framfara í hans stjórn. Næstur kom svo Steingrímur biskup Jónsson. Honum tókst aö fá því framgengt aö reistur var biskupsbústaöur í Laugarnesi en hann var mjög illa byggöur og viöhald vanrækt. Þannig aö eftirmaöur hans, Helgi Thordersen, þóttist tilneyddur aö flytja aftur til Reykjavíkur. Síöan var ekki til embættisbústaður fyrir biskupa landsins, fyrr en aö gamalt íbúðarhús var keypt fyrir rúmum áratug. Þaö var svo ekki fyrr en á árunum 1845-50, rúmum 60 árum eftir flutningana, aö fast skipulag komst á kirkjulega yfirstjórn í Reykjavík. NIÐURSTÖÐUR OG NAUÐSYN FLUTNINGANNA Núna skulu rifjaöar upp ástæöurnar sem tilgreindar voru í innganginum. 1 .Haröæri, 2. Jarðskjálftar, 3. Vilji stjórnvalda, 4. Afstaða biskups sjálfs. Þaö er óhrekjanleg staöreynd aö á árunum 1783- 87 var mikiö haröæri á öllu íslandi. Eldsumbrotin og afleiðingar þeirra aö viðbættum jarðskjálftunum miklu olli gífurlegu tjóni í Skálholti. Þetta geröist allt á breytingarskeiði í danskri pólitík sem boðaði aukna miöstýringu. Þetta eru án efa ástæöur sem leggja grunn aö flutningi biskupsstólsembættisins til Reykjavíkur. En ég hef svolítið veriö aö velta síöustu ástæöunni fyrir mér enda hefur lítið veriö talaö um hana nema þá í beinu samhengi viö hinar. Mér fannst þaö svolítið áberandi viö lestur heimilda minna aö þær tala allar um bréfin sem Hannes sendi utan en taka jafn haröan fram aö þetta hafi sjálfsagt bara verið til þess aö reka á eftir dönsku Skálholtsstaður 1772 samkvæmt teikningu ./. Cleveley. ríkisstjórninni en ekki hans eigin skoðun. Ég hef hins vegar ekki enn rekist á neitt sem bendir til annars en að Hannesi hafi veriö full alvara meö bréfum sínum og honum ekki á móti skapi aö flytja frá Skálholti. Tekjur biskups minnkuöu reyndar mikiö viö harðærið, áttu aö vera 700 rdl. en fóru allt niður í tæpa 500 handa þeim feðgum báöum, en þaö var haröæri um allt land og samdráttur ekki óeðlilegur. 1000 rdl. föst laun frá ríkinu eru vissulega talsverð hækkun á launum Hannesar í þá daga. En oft höföu krepputímar gengiö yfir Skálholt og tekjur biskupsstólsins heföu aukist þegar versta ástandiö var liðið hjá. Steingrímur Jónsson biskup reiknaði þaö líka út aö ef biskupsstóllinn heföi staöiö óhreyfðurtil 1820, þá heföu eignir biskupsstólsins numiö 385 þús. 445 rd. 30 sk. Biskup á þeim tíma heföi oröiö meö ríkustu mönnum landsins og valdamestu meö því fjármálaveldi sem kirkjan heföi verið. Hversu góö svo valdamikil kirkja heföi oröiö fyrir aöra landsmenn skal ósagt látiö. Meö þessum hugleiöingum er ekki verið aö saka Hannes um þá tómthúsmennsku sem næstu biskupar máttu búa viö. Hugmyndir hans áttu aö tryggja kirkjunni þá mótandi stefnu og forystu sem hún haföi meðal fólksins. En þetta fór ekki eins og áætlað var og Hannes keypti Skálholt og flutti þangaö aftur. Sjálfsagt hefur þessi stórmerki maöur ekki viljað sjá eftir þeirri jörö sem átti aö hýsa biskupsstól meðan land byggöist eins og ísleifur Gissurason fyrsti biskup sagöi þegar hann gaf jöröina kirkjunni. Þaö er auövelt fyrir seinnitímamann eins og mig aö sjá þaö rétta í stöðunni. En sjö alda saga biskupsstólsins í Skálholti sýnir aö þetta virðingarmikla embætti er ekki falliö til flutninga eftir hugdettum eins manns og danskrar nefndar. Litli - Bergþór 20

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.