Litli Bergþór - 01.06.1993, Blaðsíða 23

Litli Bergþór - 01.06.1993, Blaðsíða 23
sem túrinn tók. Og þó var stoppað á mörgum stöðum! Viö skoðuðum m.a. svokallaðar „Marae“, sem eru gamlir fórnarstallar frá blómaskeiði Polynesiskar menningar. Þetta eru breiðir stallar, hlaðnir úr stórum grjóthellum. Sögur herma að þar hafi verið færðar mannfórnir til forna. Undirrituð á einum fórnarstallinum (Marae) á Huahini. Hann kenndi mér líka að þekkja villtar nytjajurtir, s.s. vanillu-baunagras, brauðávaxtatré, papaya-tré, mangó-tré, banana tré, kókospálma o.s.frv. Villisvín og -hænsn voru í skóginum og krabbar skutust yfir götu manns og niður í næstu holu. Ekki vandi að lifa af landinu þarna! Að ferð lokinni lánaði hann mér köfunargleraugu og kynnti mér litadýrð kyrrahafskórallanna og skrautfiskanna sem synda þar um. - Þarna voru torfur af glitrandi smásílum, sem skutust fram og til baka eins og stjórnað af einum heila, skærgulir fiskar með blá augu, eldrauðir fiskar með svört augu, fiskar sem skiptu lit eftir því hvernig sólin skein á þá, röndóttir fiskar í öllum regnbogans litum... Hvílík litadýrð. Þá óskaði ég mér að ég ætti neðansjávar myndavél. Daginn eftir hélt ég ferð minni áfram með eyjabátnum til næstu eyjar, RAIATEA. Ég var varla fyrr komin í land en ég rakst á Bill gamla og kærustu hans, hana Georgine, 32 ára, litla, sólskorpna með sítt rautt hár og tannspengur. Þau voru að vitja um málningu, sem koma átti með skipinu, en að sönnum polynesiskum vanda kom hún auðvitað ekki! - Tíminn skiptir ekki svo miklu máli í þessum heimshluta. Ef hlutirnir gerast ekki í dag, þá gerast þeir bara á morgunn - eða að ári. Það leyndi sér ekki að það gat tekið á taugar venjulegra stressaðra Ameríkana, að búa við þetta vinnulag, þó þau dásömuðu stressleysið í fólki í hinu orðinu. Þau buðu mér heim að skoða draumahúsið, sem þau voru að byggja sér. Og þar dvaldi ég svo næstu 4 daga, ásamt þrem öðrum ferðamönnum, sem ég hafði kynnst á Huahini. Það var eftirminnileg dvöl, því þau „hjónakornin “ voru sérstök! Bill gamli gráskeggur, feitur og dutlungafullur, lét flest fjúka. Kallaði á „George babe my love“ í öðru orðinu og hótaði að gefa henni skell á bossann í hinu. Þeytti öllu lauslegu á eftir heimilisköttunum ef þeir slógust, - gleraugunum sínum ef annað var ekki innan seilingar, - og svo var hann allt í einu þotinn upp á loft að leika sér að „radíóinu" sínu, til að tilkynna einhverjum áhuga-loftskeytamanninum í Ameríku, Asíu eða Ástralíu að hann væri hér á Raiatea og hefði í heimsókn „ an lcelandic lady“, tvo Þjóðverja og „an Irish man“! Hvað við hefðum borðað, hvernig veðrið væri o.s.frv. Bill og kjúklingasúpan hans. Georgine var allt önnur manngerð, listamannsleg og dularfull. Hafði grun um að það væri ekki bara ástin, sem hefði trússbundið hana við Bill gamla! Meðan við dvöldum þarna, kom í heimsókn vinur Bills úr siglingaklúbbnum á Hawaii, Jim að nafni. Hafði komið daginn áður á skútu s.nni, TOLOA, eftir 32ggja daga siglingu frá Hawaii og ætlaði áfram eftir 1 - 2 mánuði til Samóa-eyja, sem liggja nokkuð vestar á Kyrrahafinu. Þangað til ætlaði hann að sigla á milli eyja Frönsku Polynesíu og hann bauð mér og þýska parinu að sigla með sér til Bora-Bora. En ég var á förum aftur til Tahiti að hitta þær Önnu og Gauju, svo ég afþakkaði gott boð. Áður en ég kveddi eyjarnar, vildi ég samt klífa fjallið TEMEHANI á Raiatea. Raiatea er fornt menningarsetur eyjanna og er talið að héðan hafi Polynesarnir haldið í sínar löngu sjóferðir og landkönnunarleiðangra til Hawaii, Páskaeyjar og Nýja Sjálands. Hér er heilagasta „Marae“ eyjanna, þar sem konungar voru krýndir og fórnir færðar. - Og á fjallinu Temehani vex blómið „Tiare Apetahi“,sem sagt er, að þrífist hvergi annarsstaðar en á toppi þessa fjalls. Þó hafa verið gerðar tilraunir til að planta því á öðrum eyjum við svipaðar aðstæður, en án árangurs. Þetta er heilagt blóm og það varð ég Litli - Bergþór 23

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.