Litli Bergþór - 01.06.1993, Blaðsíða 28

Litli Bergþór - 01.06.1993, Blaðsíða 28
Búvöruframleiðsla 1992 frh.... Hlutfall af heildarframleiðslu landsins: Garöyrkjan. 25,3% Nautgripir. 2,5% Sauðfé. 0,9% Hross. 2,0% Svín. 2,4% Hlutfallslegt verðmæti kjötframleiðslu Svín Verðmæti Kindur Ylrækt Það er margt sem vekur athygli ef maður skoðar tölur milli þessara ára. Verðlagsþróun hefur verið framleiðendum óhagstæð að ýmsu leiti, einkum í nautakjöti og sumum gróðurhúsaafurðum. Samdrátturinn í sauðfjárræktinni er í reynd hrun, og mætti framreikna sig á nokkrum árum í það að við framleiddum ekki einu sinni kindakjöt í okkur, ef sama þróun heldur áfram. Ég læt þessu lokið að sinni, og vil ítreka það að hérna er ekki um hávísindalega úttekt að ræða, til þess liggja ekki nægjanlegar upplýsingar fyrir, um ýmsar afurðir. Naut Svín Kindur Frá árshátíðanefnd Loga. Hestamannafélögin í Árnessýslu halda sameiginlega árshátið fyrir ungmenni 11-16 ára árlega. Ungmenni í Hestamannafélaginu Löga í Bisk. sáu um árshátíðina að þessu sinni, sem haldin var í Aratungu 30. apríl s.l. Skemmtunin var ágætlega sótt og tókst í alla staði mjög vel. Á árshátíðinni var happdrætti með veglegum vinningum, sem eftirtaldir aðila gáfu. Reiðsport Faxafeni 2, Kaupfélag Árnesinga Selfoss,i Baldvin og Þorvaldur Selfossi, Bjarnabúð Biskupstungum, Ólafur og Drífa Torfastöðum. Einnig styrkti árshátíðina Ólafur Ásbjörnsson Víöigerði. Hér með er þessum aðilum færðar bestu þakkir fyrir. Litli - Bergþór 28

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.