Litli Bergþór - 01.06.1993, Blaðsíða 26

Litli Bergþór - 01.06.1993, Blaðsíða 26
Búvöruframleiðsla 1992 Gunnar Sverrisson, Hrosshaga. Árin 1990 og 1991 birtust greinar í Litla Bergþór, þar sem teknar voru saman ýmsar tölulegar upplýsingar um búvöruframleiöslu okkar Tungnamanna. Þótt svo, aö viö sem erum aö vasast í búskap daginn út og inn teljum okkur vita hvernig málin þróast, þá er þaö kannski ekki svo um alla, og alltaf er fróðlegt aö skoöa þróunina í tölum. í síöasta tölublaði L-B eru tölur um búfénaö og heyforða sl. haust og er óþarft aö endurtaka þaö hér. En fyrst skulum við líta á hvaöan ég fæ þær tölur og upplýsingar sem ég styöst viö í þessari samantekt. Magntölur um kjöt og mjólk eru fengnar úr „hinni íslensku jaröabók" og miöast viö verðlagsár, en tölur um ræktun og umfang í garöyrkju eru aö mestu fengnar hjá garðyrkjuráðunaut Búnaöarfélags íslands og hjá heimamönnum. Einnig er stuöst við upplýsingar úr verölagsgrundvelli kúa og sauðfjárbúa, Handbók bænda og Árbók landbúnaðarins. Niöurstaöan úr þessu öllu verður, aö á ýmsum sviöum verður aö gefa sér einhver meðaltöl og eru þau nánast þau sömu og í síðustu yfirlitum, svo aö samanburöur ætti aö vera raunhæfur. í kjötframleiöslu bæti ég 10% viö hinar opinberu framleiöslutölur, en þaö er í samræmi viö útreikninga Framleiösluráös og mjög trúlega heimilisnotkun, en aö sjálfsögöu er ekki gert ráö fyrir framhjásölu. í mjólkurframleiöslu eru 5% bætt viö innlegg í MBF bæöi í magni og verðmætum. Áöur en lengra er haldið er rétt aö taka fram aö í þessu yfirliti er eingöngu veriö aö ræöa um verðmæti seldrar og heimanotaðrar framleiöslu , en ekki tekið inn sala eöa uppkaup á framleiðslurétti, né neinar aörar jarðanytjar né heldur þær svokölluöu aukabúgreinar og feröaþjónusta sem þó vissulega má ekki gleyma, en ég kýs aö sleppa aö sinni. Fjölda ársverka met ég eins og gert er í verðlagsgrundvelli og eftir stærö garöyrkjustööva. Nú efvið leggjum þetta nú saman þá lítur þetta svona út. Arsverk samtals 142 verðmœti kr. 388.990 þús. Nautgriparæktin. Mjólkurframleiðsla er nú á 25 bæjum (fjósum) en nautakjöt er framleitt víðar. Á síðasta verðlagsári var framleiðsla innan fullvirðisréttar 2.500.000 lítrar. Áætluð verðmæti: Mjólk kr. 133.000 þús. kjöt 62000 kg. kr. 15.900 þús. Samtals kr. 148.900 þús. Ársverk alls 62. Svínaræktin. Svín eru nú á 4 bæjum. Áætluð verðmæti: kjöt 61488 kg. kr. 19.680 bús. Arsverk alls ca. S-4 . Litli - Bergþór 26

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.