Litli Bergþór - 01.06.1993, Blaðsíða 8

Litli Bergþór - 01.06.1993, Blaðsíða 8
Kórastarf Landsmót barnakóra 24.-25. apríl 1993 Þann 24. apríl s.l. var haldið Landsmót barnakóra í Laugardagshöllinni. í mótinu tóku þátt alls 32 kórar, flestir af höfuðborgarsvæðinu en 6 voru utan af landi. Barnakór Biskupstungna, nemendur 4., 5. og 6. bekkjar, tók þátt í mótinu og fylgdu þeim 3 mæður auk Hilmars. Fyrir mótið voru mæðurnar búnar að skipuleggja vel og vandlega þá dagskrá sem skyldi vera báða dagana sem kórinn var í Reykjavík og var mjög gott að hafa alla hluti sem snéru að börnunum algerlega Frá landsmóti barnakóra. á hreinu og fyrirfram ákveðna. Því fór ekkert úrskeiðis nema, að heldur seinkaði að börnin kæmu heim á sunnudeginum. Undirrituð mætti í Laugardalshöll rétt fyrir tónleikana og náði því að komast í nálægð við börnin greiða þeim og dást að þeim. Á slaginu 15 byrjuðu tónleikarnir, og þvílíkur unaður að fá að njóta þeirra. Þarna voru saman komin 1000 grunnskólabörn frá 10 ára aldri og sungu sig inní hjörtu þeirra sem viðstaddir voru og einnig þeirra sem hlustuðu á útvarpið því tónleikunum var útvarpað beint á rás 1. Ég hef aldrei verið á eins fallegum og hrífandi tónleikum og þessum og mér finnst það synd að hinir foreldrarnir 12 héðan úr Biskupstungum sem áttu börn þarna skyldu missa af því að njóta áhrifanna sem við hin fengum. Því hvet ég alla, til að koma næsta ár þegar haldið verður samskonar Landsmót barnakóra. Börnin sungu í fyrsta sinn með Sinfóníuhljómsveit íslands undir stjórn Jóns Stefánssonar. Þeim var skipt upp í þrjú getu og aldursstig og sungu því fyrst í þremur hópum, en í hverjum voru um 350 börn og söng hver hópur 4 lög. Að lokum sungu allir hóparnir saman fjögur lög og var það hápunktur skemmtunarinnar. Eftir tónleikana var haldin skemmtun fyrir kórana. Ég vil geta þess að börnin okkar voru sjálfum sér, Hilmari og okkur foreldrum til sóma. Þau héldu hópinn á meðan nauðsyn var, og þau hlýddu öllum reglum og skipunum sem komu frá stjórnendum skemmtunarinnar. Þau komu líka með mjög gott skemmtiatriði, en ekki voru margir hópar sem gerðu það. Reyndar voru þeir fáir. En auðvitað átti Hilmar mestan þátt í því hve vel tókst til með sönginn og skemmtiatriðið. Ég vil líka geta þess að okkar kór var sá eini í salnum sem var hrósað fyrir það hve stillt þau voru og var reglulega gaman að fá slíkt hrós. Það var líka gaman að fylgjast með því hve vel krakkarnir héldu saman og hvernig þau sáu til þess að allir hefðu gaman af því sem var að gerast, hvort sem það var söngur dans eða leikur. Á sunnudeginum sungu börnin í Perlunni og voru þar í beinni útvarpsútsendingu. Þá sungu þau ein undir eigin kórnafni og gerðu það mjög vel. Það var gaman að taka á móti börnunum í Reykholti þegar þau komu þreytt en glöð og stolt heim. Á þessari helgi sá ég mikilvægi þess að halda áfram á þeirri braut sem Hilmar Örn hefur rutt með því að koma hingað í Biskupstungurnar til starfa með börnunum. Það starf má ekki letja eða skemma hvorki með úrtölum né ósætti. Gerum allt sem hægt er til að halda áfram að styrkja tónlistarlíf hér í Tungunum. D.K. Raflagnir - Viðgerðir Sumarbústaðaeigendur athugið að ég sæki um öll leyfi fyrir heimtaug að sumarhúsum og lagningu raflagna. Tek að mér nýlagnir, hönnun raflagna og alla almenna rafvirkjavinnu ásamt tækjaviðgerðum. Efnissala og varahlutaþjónusta. Fljót og góð vinna. Jens Pétur Jóhannsson LÖGGILTUR RAFVERKTAKI LAUGARÁSI, BISKUPSTUNGUM Merki Heimasími 98-68845 Verkstæði sími 98-68984 Bílasími 985-37101 LitTi - bergþór 8

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.