Litli Bergþór - 01.06.1993, Blaðsíða 19

Litli Bergþór - 01.06.1993, Blaðsíða 19
innheimtan illa og áriö 1779 taldist Finni biskupi svo til aö 490 rdl. hafi innheimtst í staö 700. Af þeim átti Hannes 2/5 eöa 218. Til samanburðar má geta þess aö Hannes haföi um 300 rdl. sem stundakennari á stúdentsárum sínum, stiftamtmaöur haföi um 15- 1700 rdl. og kaupmenn um 600 rdl. í laun á ári. Má þaö vera meir en Ijóst aö þetta misrétti gekk ekki, enda var stofnuð nefnd ytra 1780 til þess aö koma fjármálum biskupanna í viðunandi horf. Sú nefnd var skipuð sjö mönnum, þar á meðal Finni Jónssyni biskupi. Hann haföi þá veturinn áöur látiö syni sínum eftir búsforráö í Skálholti. Lauk nefndin störfum sínum og skilaði inn tillögu. Þá tók Finnur upp gamalt deilumál um kúgildaeignir stólsins. Fékk nefndin það starf að leysa þetta mál. Geröi hún tilraun til þess. Ekki leist stjórninni betur á lausnirnar en þaö, aö tillögur nefndarinnar voru lagöar til hliðar. Ný nefnd var þá stofnuð 31. des. 1783 og átti hún að ná sættanlegri niðurstöðu um máliö. Vitanlega geröu Skaftáreldar sumariö 1783 og afleiðingar þeirra niöurstööur gömlu nefndarinnar aö nær engu og lá því frekar lítið fyrir nýju nefndinni. Þaö litla sem eftir var af húsum hrundi svo gersamlega í jaröskjálftunum miklu 14. og 16. ágúst 1784, líkt og flest hús í Árnes- og Rangárvallarsýslu. Megniö af húsunum í Skálholti hrundi nema dómkirkjan, en hún var þá orðin næstum þaö eina sem biskupsstóllinn átti eftir. Þar voru nú nær öll hús fallin líkt og meginhluti bústofnsins. í bréfi sem danska skólanefndin fær frá Hannesi er ástandinu í Skálholti lýst eftir jaröskjálftana. í því stendur meöal annars aö hann geti sjálfur þakkaö fyrir aö vera á lífi. Hann hafi verið veikur þessa daga og komst rétt út úr húsunum viö illan leik áöur en þau hrundu. Næst lýsir hann hvernig hann og hans nánustu hafi búiö í tjaldi næstu daga. Telur hann sér ekki annað fært en aö flytja af staðnum. Fer hann þá að Innra-Hólmi á Akranesi til tengdaforeldra sinna. ítrekar Hannes þá beiðni sína um styrktil uppbyggingar í Skálholti eöa þá nýja jörö innan biskupsumdæmisins fyrir sig og biskupsstólinn. Hann haföi þá sinnt störfum fööur síns í þó nokkurn tíma en formlega tók Hannes ekki viö biskupsembættinu fyrr en á fardögum 1785. FLUTNINGARNIR ÚR SKÁLHOLTI TIL REYKJAVÍKUR Hin danska konungsstjórn sá sér nú ekki annað fært en láta landsnefndina, frá 2. febrúar 1785, taka aö sér málefni biskupsembættisins. Var hún mjög skjótráö og þann 29. apríl 1785 var þaö ákveðið meö konungsúrskurði og bréfi til stiftamtmanns aö leggja niöur biskupssetriö og skólann í Skálholti og flytja hvort tveggja til Reykjavíkur. Voru aðalrökin Hannes Finnsson biskup í Skálholti. meö þessu þrenn: 1) Reykjavík liggur nærri sjó. 2) Þar hefur ekki brunniö jörö síðan land byggöist. 3) Staöurinn liggur aöeins míluvegar frá aösetri stiftamtmanns sem auk ýmissa þæginda yröi „ til Lettelse for eders fælles Foretninger". Meö breytingunum átti skólinn aö færast frá kirkjunni og ráösmanni stólsins var sagt upp. Stólseignirnar yröu seldar og andvirðið ætti aö renna í konungssjóð en biskup og kennarar viö skólann fá í staðinn greidd föst laun frá hinu opinbera. Skyldi reist biskupsíbúö og skólaiiúsnæði og voru veittir 1200 ríkisdalir í biskupsíbúöina. Laun biskups voru ákveöin 1000 rdl. á ári og 100 rdl voru veittir til flutninga Hannesar biskups. Þegar ákvöröunin um flutningana haföi verið tekin lá þaö beint viö aö næsta aösetur biskups- embættisins yrði í Rvk. Hvers vegna? Fyrir utan rök nefndarinnar haföi þegar risiö vísir aö þéttbýli í Reykjavík, eftir aö Skúli Magnússon haföi valiö staðinn fyrir „innréttingarnar". Benti hann þá á aö húsakostur væri ágætur. FRAMKVÆMD FLUTNINGANNA Þrátt fyrir aö flutningarnir hafi sjálfsagt veriö gerðir í góöri trú um aö nú myndi hagur biskups vænkast og samstarf hans og stjórnvalda batna kom brátt annaö í Ijós. Nánasarleg framlög ríkisins dugöu engan veginn til þess aö koma upp biskupsbústaö og brátt skarst í odda meö Hannesi og nýskipuðum stiftamtmanni, Levetzow. Geröi þaö Hannesi illmögulegt aö fá jörö nærri Reykjavík og fór svo aö Litli - Bergþór 19

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.